Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. september 2024 21:11 Harry Kane skoraði fernu fyrir Bæjara. Þrjú mörk komu af vítapunktinum. S. Mellar/FC Bayern via Getty Images Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Bayern München - Dinamo Zagreb 9-2 Bayern München tók forystuna á furðulegan hátt. Brotið var á Aleksander Pavlovic í teignum – en ekkert dæmt, Serge Gnabry skoraði svo skömmu síðar úr sömu sókn. Þá var sóknin öll skoðuð aftur, markið dæmt af og vítaspyrna dæmd. Það kom þó ekki að sök, Harry Kane steig á punktinn og skoraði. Heimamenn áttu svo eftir að bæta við tveimur mörkum áður en fyrri hálfleikur var allur, Raphael Guerreiro og Michael Olise voru þar á ferð. Gestirnir komu af krafti út úr búningsherbergjunum og skoruðu tvö mörk áður en fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Það var alls ekki við hann að sakast en markmaðurinn Sven Ulreich var þá nýkominn inn fyrir Manuel Neuer, sem fór meiddur af velli í hálfleik. Bæjarar örvæntu hins vegar ekki og héldu áfram að raða inn mörkum sjálfir. Harry Kane setti met með þremur mörkum úr víti. Aldrei hefur einn leikmaður tekið jafn mörg víti í einum leik í Meistaradeildinni.Sebastian Widmann/Getty Images Harry Kane bætti við þremur mörkum, Michael Olise einu og Leroy Sané og Leon Goretzka komust báðir á blað. Þegar allt var talið saman urðu mörkin alls ellefu, 9-2 sigur Bayern niðurstaðan eftir í meira lagi fjörugan leik. Sporting CP - Lille 2-0 Frá upphafsflauti hafði Sporting alla yfirburði og fékk urmul færa. Viktor Gyökeres kom heimamönnum svo yfir á 38. mínútu þegar Lille mistókst að hreinsa boltann úr vítateignum. Aðeins tveimur mínútum síðar varð Lille svo manni færri þegar Angel Gomes fékk að líta sitt annað gula spjald og var vikið af velli. Viktor Gyökeres skoraði opnunarmarkið.Pedro Loureiro/Eurasia Sport Images/Getty Images Manni færri héldu gestirnir út í seinni hálfleik og ljóst að erfitt verkefni væri framundan. Zeno Debast tvöfaldaði forystuna fyrir Sporting með þrumuskoti fyrir utan teig á 65. mínútu. Lille lagði mikið á sig til að minnka muninn og komst mjög nálægt því undir lokin, en Sporting hélt út 2-0 sigur. Mörkin úr leik Sporting og Lille má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Sjá meira