Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 10:00 Virgil van Dijk skoraði skallamark fyrir Liverpool gegn AC Milan í gærkvöld, þegar Meistaradeild Evrópu hófst. Getty/Vasile Mihai-Antonio Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina á 3-1 sigri gegn Stuttgart en lentu þó í vandræðum. Þeir fengu reyndar vítaspyrnu eftir hálftíma leik en við myndbandsskoðun kom í ljós að um algjöran leikaraskap var að ræða hjá Antonio Rüdiger, varnartrölli Real. Kylian Mbappé náði hins vegar að koma Real yfir en Deniz Undav jafnaði metin fyrir Stuttgart. Það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu sem Rüdiger kom Real yfir á ný og brasilíska undrabarnið Endrick skoraði svo lokamarkið. Klippa: Mörkin og vítadómurinn úr leik Real Madrid og Stuttgart 3-1 Bayern München vann 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleik sínum undir stjórn Vincents Kompany. Harry Kane skoraði fernu, þar af þrjú mörk úr vítum, og Michael Olise skoraði tvö. Dinamo lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en náði að minnka muninn í 3-2 snemma í seinni hálfleik, áður en allar flóðgáttir opnuðust. Klippa: Mörk Bayern og Dinamo Zagreb AC Milan komst yfir gegn Liverpool en varð að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli. Christian Pulisic kom Milan yfir en Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk komu Liverpool yfir með keimlíkum skallamörkum af stuttu færi. Dominik Szoboszlai skoraði svo þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning Cody Gakpo. Klippa: Mörkin úr AC Milan - Liverpool 1-3 Juventus vann PSV 3-1 þegar sem Tyrkinn Kenan Yildiz, sem kemur til Íslands í næsta mánuði, skoraði fyrsta mark Meistaradeildarinnar í ár með frábæru skoti í stöng og inn. Klippa: Mörkin: Juventus-PSV 3-1 Aston Villa er mætt í Meistaradeildina og hóf hana á frábærum 3-0 útisigri gegn Young Boys í Sviss. Youri Tielemans, Jacob Ramsey og Amadou Onana skoruðu mörkin. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Loks vann Sporting Lissabon 2-0 sigur gegn Hákonarlausum Lille-mönnum í Portúgal. Rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik þegar Angel Gomes fékk sitt annað gula spjald, og það reyndist gestunum of erfitt. Svíinn eftirsótti Viktor Gyökeres skoraði fyrra mark Sporting og Belginn Zeno Debast það seinna með stórkostlegu þrumuskoti. Klippa: Mörkin úr Sporting - Lille 2-0 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira
Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina á 3-1 sigri gegn Stuttgart en lentu þó í vandræðum. Þeir fengu reyndar vítaspyrnu eftir hálftíma leik en við myndbandsskoðun kom í ljós að um algjöran leikaraskap var að ræða hjá Antonio Rüdiger, varnartrölli Real. Kylian Mbappé náði hins vegar að koma Real yfir en Deniz Undav jafnaði metin fyrir Stuttgart. Það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu sem Rüdiger kom Real yfir á ný og brasilíska undrabarnið Endrick skoraði svo lokamarkið. Klippa: Mörkin og vítadómurinn úr leik Real Madrid og Stuttgart 3-1 Bayern München vann 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleik sínum undir stjórn Vincents Kompany. Harry Kane skoraði fernu, þar af þrjú mörk úr vítum, og Michael Olise skoraði tvö. Dinamo lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en náði að minnka muninn í 3-2 snemma í seinni hálfleik, áður en allar flóðgáttir opnuðust. Klippa: Mörk Bayern og Dinamo Zagreb AC Milan komst yfir gegn Liverpool en varð að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli. Christian Pulisic kom Milan yfir en Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk komu Liverpool yfir með keimlíkum skallamörkum af stuttu færi. Dominik Szoboszlai skoraði svo þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning Cody Gakpo. Klippa: Mörkin úr AC Milan - Liverpool 1-3 Juventus vann PSV 3-1 þegar sem Tyrkinn Kenan Yildiz, sem kemur til Íslands í næsta mánuði, skoraði fyrsta mark Meistaradeildarinnar í ár með frábæru skoti í stöng og inn. Klippa: Mörkin: Juventus-PSV 3-1 Aston Villa er mætt í Meistaradeildina og hóf hana á frábærum 3-0 útisigri gegn Young Boys í Sviss. Youri Tielemans, Jacob Ramsey og Amadou Onana skoruðu mörkin. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Loks vann Sporting Lissabon 2-0 sigur gegn Hákonarlausum Lille-mönnum í Portúgal. Rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik þegar Angel Gomes fékk sitt annað gula spjald, og það reyndist gestunum of erfitt. Svíinn eftirsótti Viktor Gyökeres skoraði fyrra mark Sporting og Belginn Zeno Debast það seinna með stórkostlegu þrumuskoti. Klippa: Mörkin úr Sporting - Lille 2-0
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira