Eitt stærsta bílabíó landsins fer fram um helgina Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. september 2024 11:31 Sjálf kvikmyndahátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september og stendur til 6. október næstkomandi. Getty Hið vinsæla bílabíó snýr aftur laugardaginn 21. september á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð Reykjavík, enn sem fyrr er það eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir við reiðhöllina í Víðidal þar sem tekið verður á móti gestum í sannkallaða kvimyndaveislu. Matarvagnar, popp og gos verður á staðnum til að gera bíóupplifunina enn eftirminnilegri. Fjórar vinsælar kvikmyndir verða sýndar yfir daginn og hefst fyrsta sýning kl 15:30. Einfalt verður að tengja útvarpið við rétta rás en auk þess verður íslenskur texti við allar kvikmyndirnar. Þá verða sérmerkt stæði fremst við skjáinn fyrir bíógesti með fötlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Bróðir minn ljónshjarta Sænska kvikmyndin bróðir minn ljónshjarta verður sýnd kl 15:30. Myndin sem sló í gegn árið 1977 í leikstjórn Olle Hellblom og fjallar um viðureign bræðranna Karls og Jónatans við Þengil grimma og svartklæddu riddara hans. Með allt á hreinu Íslenska tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu verður sýnd klukkan 18:00. Myndin fjallar um hljómsveitirnar Stuðmenn og Grýlurnar og samband meðliðna sem einkennist af ást, afbrýðisemi og spaugilegum uppákomum. Kvikmyndin kom út árið 1982 í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Draugasaga Kynngimögnuð ræma eftir Viðar Víkingsson og Odd Björnsson kom út 1985. Myndir segir frá læknanema sem tekur að sér næturvörslu í sjónvarpshúsi við Laugaveg. Hann kynnist förðunardömu og saman ákveða þau að setja á svið draugagang til að hrekkja annan næturvörð. kvikmyndin hefst klukkan 20:15. Tilbury Kvikmyndin Tilbury, einnig eftir Viðar Víkingsson, kom út árið1987. Sagan gerist árið 1940 og segir frá sveitastrák sem var sendur til Reyjavíkur til að æfa sund og starfa fyrir breska hernámsliðið. Jafnframt vill hann vita hvað orðið hafi um æskuvinkonu sína sem hann svo uppgötvar að sé í tygjum við breskan liðsforingja, sem er kannski, þegar allt kemur til alls, bara tilberi. Kvikmyndin hefst kl 21:30. Sjálf kvikmyndahátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september og stendur til 6. október næstkomandi. RIFF Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Matarvagnar, popp og gos verður á staðnum til að gera bíóupplifunina enn eftirminnilegri. Fjórar vinsælar kvikmyndir verða sýndar yfir daginn og hefst fyrsta sýning kl 15:30. Einfalt verður að tengja útvarpið við rétta rás en auk þess verður íslenskur texti við allar kvikmyndirnar. Þá verða sérmerkt stæði fremst við skjáinn fyrir bíógesti með fötlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF. Bróðir minn ljónshjarta Sænska kvikmyndin bróðir minn ljónshjarta verður sýnd kl 15:30. Myndin sem sló í gegn árið 1977 í leikstjórn Olle Hellblom og fjallar um viðureign bræðranna Karls og Jónatans við Þengil grimma og svartklæddu riddara hans. Með allt á hreinu Íslenska tónlistar- og grínmyndin Með allt á hreinu verður sýnd klukkan 18:00. Myndin fjallar um hljómsveitirnar Stuðmenn og Grýlurnar og samband meðliðna sem einkennist af ást, afbrýðisemi og spaugilegum uppákomum. Kvikmyndin kom út árið 1982 í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Draugasaga Kynngimögnuð ræma eftir Viðar Víkingsson og Odd Björnsson kom út 1985. Myndir segir frá læknanema sem tekur að sér næturvörslu í sjónvarpshúsi við Laugaveg. Hann kynnist förðunardömu og saman ákveða þau að setja á svið draugagang til að hrekkja annan næturvörð. kvikmyndin hefst klukkan 20:15. Tilbury Kvikmyndin Tilbury, einnig eftir Viðar Víkingsson, kom út árið1987. Sagan gerist árið 1940 og segir frá sveitastrák sem var sendur til Reyjavíkur til að æfa sund og starfa fyrir breska hernámsliðið. Jafnframt vill hann vita hvað orðið hafi um æskuvinkonu sína sem hann svo uppgötvar að sé í tygjum við breskan liðsforingja, sem er kannski, þegar allt kemur til alls, bara tilberi. Kvikmyndin hefst kl 21:30. Sjálf kvikmyndahátíðin hefst í Háskólabíói þann 26. september og stendur til 6. október næstkomandi.
RIFF Bíó og sjónvarp Kvikmyndahús Reykjavík Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira