Utan vallar: Total-fótboltamaðurinn sem rétti Blikakúrsinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2024 10:00 Höskuldur Gunnlaugsson er markahæsti leikmaður Breiðabliks á tímabilinu. vísir/hag Breiðablik vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í Bestu deild karla og koma á fljúgandi ferð inn í úrslitakeppnina. Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Blika að undanförnu er frammistaða fyrirliða liðsins. Eftir rúmlega klukkutíma í Kópavogsslag Breiðabliks og HK á sunnudaginn fengu Blikar hornspyrnu. Kristinn Jónsson tók hana og sendi inn á miðjan vítateig HK-inga þar sem fyrirliði heimamanna, Höskuldur Gunnlaugsson, kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Engu breytti þótt hann væri umkringdur miklu hávaxnari leikmönnum. Höskuldur með sína 173 sentímetra reis hæst, skoraði með kollspyrnu og kom Blikum í 4-2. Þeir unnu leikinn svo, 5-3. Að skora með skalla er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Höskuldur berst í tal. En markið hans gegn HK var kannski táknrænt fyrir hversu fjölhæfur leikmaður hann er; sannkallaður Total-fótboltamaður. Svo gerir hann líka bestu laufabrauð á Íslandi. Þann 6. júlí gerði Breiðablik 2-2 jafntefli við nýliða Vestra á Ísafirði. Leikurinn gegn Vestra var jafnframt síðasti leikurinn í deildinni þar sem Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður. Eftir Vestraleikinn færði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, Höskuld á miðjuna og þar hefur hann spilað síðan þá. Og í síðustu átta leikjum deildarinnar hafa Blikar fengið 22 stig af 24 mögulegum. Þeir enduðu í 2. sæti með 49 stig, jafn mörg og Víkingar en lakari markatölu. Höskuldur í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson.vísir/diego Höskuldur spilaði vel framan af tímabili og var kannski í fjórða gír. En eftir að hann var færður inn á miðjuna setti hann í fimmta gír og aðrir leikmenn fylgdu með. Breiðablik hefur unnið fimm leiki í röð, sjö af síðustu átta og þar á meðal eru gríðarlega sterkir útisigrar á Val, ÍA og KA. Blikar voru svo sem langt því frá að vera í einhverjum skítamálum framan af tímabili – eftir jafnteflið við Vestramenn voru þeir í 3. sæti, sex stigum á eftir Víkingum – en það þurfti eitthvað til að kveikja almennilega á þeim. Og það gerðist við áðurnefnda breytingu. Höskuldur er jafnvígur í vörn og sókn, skilar boltanum vel frá sér, er á fullu í níutíu mínútur og rúmlega það án þess að blása úr nös og skilar mörkum og stoðsendingum. Hann er markahæsti leikmaður Breiðabliks á deildinni með átta mörk og hefur auk þess lagt upp fimm. Samkvæmt tölfræði WyScout hafa aðeins fimm leikmenn komið að fleiri mörkum í Bestu deildinni á tímabilinu og það eru allt sóknarmenn. Flest mörk og stoðsendingar í Bestu deild karla skv. WyScout Viktor Jónsson (ÍA) - 17 (16 mörk+1 stoðsending) Ari Sigurpálsson (Víkingur) - 15 (8+7) Patrick Pedersen (Valur) - 14 (13+1) Jónatan Ingi Jónsson (Valur) - 14 (11+3) Kjartan Kári Halldórsson (FH) - 14 (6+8) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 13 (8+5 ) Emil Atlason (Stjarnan) - 13 (11+2) Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - 12 (9+3) Benóný Breki Andrésson (KR) - 12 (10+2) Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - 12 (6+6) Danijel Dejan Djuric (Víkingur) - 12 (8+4) Tölfræðin fangar ekki allt það sem Höskuldur gerir inni á vellinum en hún gefur vísbendingu hversu mikil áhrif hann hefur á leiki. Að meðaltali á hann 39,6 sendingar í leik, 78,6 prósent þeirra heppnast, hann á þrjár fyrirgjafir í leik, fer 2,72 sinnum framhjá andstæðingum, vinnur 3,94 skallaeinvígi, helming þeirra tuttugu einvíga sem hann fer í og stelur boltanum 4,49 sinnum í leik. Höskuldur er þriðji leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild og sá næstmarkahæsti.vísir/hag Ýmislegt annað hefur þó spilað inn í gott gengi Breiðabliks á síðustu vikum en frammistaða Höskuldar. Anton Ari Einarsson hefur spilað virkilega vel í Blikamarkinu, Davíð Ingvarsson hefur komið gríðarlega sterkur inn eftir heimkomuna frá Danmörku og lagt upp sex mörk í sjö leikjum og Ísak Snær Þorvaldsson hefur hrokkið í gang eftir rólega byrjun á tímabilinu. Svo verður að minnast á þátt Halldórs sem hefur verið afar sannfærandi í frumraun sinni í efstu deild. Enginn þjálfari hefur til að mynda fengið fleiri stig (49) á fyrsta heila tímabili sínu í efstu deild en hann. En Höskuldur er sá sem gaf tóninn og hann hefur líklega verið besti leikmaður tímabilsins ásamt Viktori Jónssyni. Og það er hann sem Blikar treysta á að muni leiða liðið til þriðja Íslandsmeistaratitilsins í næsta mánuði. Besta deild karla Breiðablik Utan vallar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Eftir rúmlega klukkutíma í Kópavogsslag Breiðabliks og HK á sunnudaginn fengu Blikar hornspyrnu. Kristinn Jónsson tók hana og sendi inn á miðjan vítateig HK-inga þar sem fyrirliði heimamanna, Höskuldur Gunnlaugsson, kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Engu breytti þótt hann væri umkringdur miklu hávaxnari leikmönnum. Höskuldur með sína 173 sentímetra reis hæst, skoraði með kollspyrnu og kom Blikum í 4-2. Þeir unnu leikinn svo, 5-3. Að skora með skalla er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Höskuldur berst í tal. En markið hans gegn HK var kannski táknrænt fyrir hversu fjölhæfur leikmaður hann er; sannkallaður Total-fótboltamaður. Svo gerir hann líka bestu laufabrauð á Íslandi. Þann 6. júlí gerði Breiðablik 2-2 jafntefli við nýliða Vestra á Ísafirði. Leikurinn gegn Vestra var jafnframt síðasti leikurinn í deildinni þar sem Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður. Eftir Vestraleikinn færði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, Höskuld á miðjuna og þar hefur hann spilað síðan þá. Og í síðustu átta leikjum deildarinnar hafa Blikar fengið 22 stig af 24 mögulegum. Þeir enduðu í 2. sæti með 49 stig, jafn mörg og Víkingar en lakari markatölu. Höskuldur í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson.vísir/diego Höskuldur spilaði vel framan af tímabili og var kannski í fjórða gír. En eftir að hann var færður inn á miðjuna setti hann í fimmta gír og aðrir leikmenn fylgdu með. Breiðablik hefur unnið fimm leiki í röð, sjö af síðustu átta og þar á meðal eru gríðarlega sterkir útisigrar á Val, ÍA og KA. Blikar voru svo sem langt því frá að vera í einhverjum skítamálum framan af tímabili – eftir jafnteflið við Vestramenn voru þeir í 3. sæti, sex stigum á eftir Víkingum – en það þurfti eitthvað til að kveikja almennilega á þeim. Og það gerðist við áðurnefnda breytingu. Höskuldur er jafnvígur í vörn og sókn, skilar boltanum vel frá sér, er á fullu í níutíu mínútur og rúmlega það án þess að blása úr nös og skilar mörkum og stoðsendingum. Hann er markahæsti leikmaður Breiðabliks á deildinni með átta mörk og hefur auk þess lagt upp fimm. Samkvæmt tölfræði WyScout hafa aðeins fimm leikmenn komið að fleiri mörkum í Bestu deildinni á tímabilinu og það eru allt sóknarmenn. Flest mörk og stoðsendingar í Bestu deild karla skv. WyScout Viktor Jónsson (ÍA) - 17 (16 mörk+1 stoðsending) Ari Sigurpálsson (Víkingur) - 15 (8+7) Patrick Pedersen (Valur) - 14 (13+1) Jónatan Ingi Jónsson (Valur) - 14 (11+3) Kjartan Kári Halldórsson (FH) - 14 (6+8) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 13 (8+5 ) Emil Atlason (Stjarnan) - 13 (11+2) Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - 12 (9+3) Benóný Breki Andrésson (KR) - 12 (10+2) Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - 12 (6+6) Danijel Dejan Djuric (Víkingur) - 12 (8+4) Tölfræðin fangar ekki allt það sem Höskuldur gerir inni á vellinum en hún gefur vísbendingu hversu mikil áhrif hann hefur á leiki. Að meðaltali á hann 39,6 sendingar í leik, 78,6 prósent þeirra heppnast, hann á þrjár fyrirgjafir í leik, fer 2,72 sinnum framhjá andstæðingum, vinnur 3,94 skallaeinvígi, helming þeirra tuttugu einvíga sem hann fer í og stelur boltanum 4,49 sinnum í leik. Höskuldur er þriðji leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild og sá næstmarkahæsti.vísir/hag Ýmislegt annað hefur þó spilað inn í gott gengi Breiðabliks á síðustu vikum en frammistaða Höskuldar. Anton Ari Einarsson hefur spilað virkilega vel í Blikamarkinu, Davíð Ingvarsson hefur komið gríðarlega sterkur inn eftir heimkomuna frá Danmörku og lagt upp sex mörk í sjö leikjum og Ísak Snær Þorvaldsson hefur hrokkið í gang eftir rólega byrjun á tímabilinu. Svo verður að minnast á þátt Halldórs sem hefur verið afar sannfærandi í frumraun sinni í efstu deild. Enginn þjálfari hefur til að mynda fengið fleiri stig (49) á fyrsta heila tímabili sínu í efstu deild en hann. En Höskuldur er sá sem gaf tóninn og hann hefur líklega verið besti leikmaður tímabilsins ásamt Viktori Jónssyni. Og það er hann sem Blikar treysta á að muni leiða liðið til þriðja Íslandsmeistaratitilsins í næsta mánuði.
Viktor Jónsson (ÍA) - 17 (16 mörk+1 stoðsending) Ari Sigurpálsson (Víkingur) - 15 (8+7) Patrick Pedersen (Valur) - 14 (13+1) Jónatan Ingi Jónsson (Valur) - 14 (11+3) Kjartan Kári Halldórsson (FH) - 14 (6+8) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 13 (8+5 ) Emil Atlason (Stjarnan) - 13 (11+2) Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - 12 (9+3) Benóný Breki Andrésson (KR) - 12 (10+2) Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - 12 (6+6) Danijel Dejan Djuric (Víkingur) - 12 (8+4)
Besta deild karla Breiðablik Utan vallar Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira