Maður þurfti ekki að vera skyggn Jónas Sen skrifar 19. september 2024 07:02 Eivør Pálsdóttir ásamt hljómsveit. Upphitunarband: Vévaki. Silfurberg í Hörpu sunnudaginn 15. september. Jónas Sen Þegar ég var óharðnaður unglingur átti ég vin sem var mikill áhugamaður um galdra. Ég var það reyndar líka, en hann kunni meira fyrir sér. Ég var nokkrum sinnum viðstaddur þegar hann framdi seið. Það voru skrýtnar seremóníur. Vinur minn notaði alls konar táknfræði, yfirleitt íslenskar rúnir til að skapa tengingu við æðri máttarvöld. Annarleg tónlist kom líka við sögu. Ég minntist þessara svipmynda úr fortíð minni á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hin heiðna hljómsveit Vévaki hitaði upp fyrir Eivøru Pálsdóttur. Stemningin var alveg eins og verið væri að fremja galdur. Tveir fúlskeggjaðir karlmenn og ein nornaleg kona stigu á svið. Þetta voru Will Hunter, Sigurboði Grétarsson og Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir. Karlpeningurinn sló frumstæðar trommur, og annar þeirra spilaði líka á taglhörpu, sem minnti dálítið á gamla íslenska langspilið. Hrafnhildur sló svo hristu í bein. Ekkert venjulegur Þetta hljómar kannski eilítið hallærislegt, en var það ekki. Söngurinn var nefnilega ekkert venjulegur. Þríeykið kyrjaði frekar einfaldar, síendurteknar tónhendingar eins og til að ákalla forna guði. Undir öllu saman var myrkur hljómaniður sem mun skrifast á Gísla Gunnarsson. Hann jók mjög á stemninguna og hélt öllu saman. Mikilúðlegur rafhljómurinn með trumbuslættinum og dulúðugum söngnum var greinilega einhvers konar galdur. Maður vissi þó ekki hver tilgangur hans var. Rafhljóðin gerðu sönginn óskýran, en maður greindi alla vega nöfn Friggjar og Freyju. Þetta var í öllu falli skemmtilegt og svo sannarlega viðeigandi upphitun fyrir Eivøru. Hljómsveitin Vévaki hitaði upp fyrir Eivøru í Hörpu á sunnudagskvöld.Jónas Sen Bítboxaði af krafti Galdrahæfileikar Eivarar komu hvað skýrast fram í hinu seiðmagnaða lagi Tröllabundin, sem hún flutti um miðbik tónleikanna. Ekki aðeins var sjamanískur takturinn sem hún sló einstaklega grípandi, heldur bítboxaði hún af krafti og lipurleika í senn. Maður þurfti ekki að vera skyggn til að sjá verur úr öðrum víddum dansa magadans á sviðinu. Lagið var svo flott að áhorfendur æptu af hrifningu. Meginuppistaða tónleikanna var nýútkomin plata Eivarar, Enn. Segja má að hún sé kosmísk í sniðum. Þar má finna hugleiðingar um stærð alheimsins og stöðu jarðarinnar, með öllu dramanu í mannlífinu í mismunandi myndum. Eivør sjálf mun hafa kallað plötuna „geimóperu“ og það er ekki fjarri sanni. Eitt aðaleinkenni plötunnar er ríkuleg endurómun á söngröddinni. Það kveður svo rammt að því að áhrifin eru eins og að heyra einhvern syngja í risastórum dropasteinshelli. Kannski er það full mikið af því góða. Á tónleikunum var platan hins vegar fleyguð með eldri lögum, þar sem röddin var eðlilegri, og skapaði það nauðsynlegt mótvægi. Margbrotnar og spennandi Platan er að miklu leyti píanódrifin, en lagasmíðarnar eru engu að síður fjölbreyttar og hugvitsamlegar. Útsetningarnar eru margbrotnar og ávallt spennandi. Ég var búinn að hlusta á plötuna á Spotify fyrir tónleikana, en lifandi útgáfan var mun kræsilegri – eins og svo oft er. Tóngæðin á Spotify eru yfirhöfuð ekkert sérstök. Hljómsveitin var frábær. Hún samanstóð af þeim Mattias Kapnas, Per Ingvald Højgaard Petersen og Mikael Blak. Trommuleikurinn var ákaflega snarpur og litríkur, píanóið mjúkt en áleitið, bassinn spennandi og alls konar hljómborðsleikur eggjandi. Rödd Eivarar var hreint út sagt sturluð – hvílíkt raddsvið! Efstu tónarnir voru lengst upp í rjáfri, það var nánast eins og söngkonan hefði andað að sér helíumi. Þetta er ekki sagt til að gera grín að Eivøru; söngurinn var ætíð sterkur og hljómfagur hvar sem hann var á tónsviðinu, og hitti alltaf í mark. Það gerist varla betra. Niðurstaða: Tónleikar Eivarar Pálsdóttur með upphituninni voru frábærir. Gagnrýni Jónasar Sen Harpa Tónleikar á Íslandi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ég minntist þessara svipmynda úr fortíð minni á tónleikum í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hin heiðna hljómsveit Vévaki hitaði upp fyrir Eivøru Pálsdóttur. Stemningin var alveg eins og verið væri að fremja galdur. Tveir fúlskeggjaðir karlmenn og ein nornaleg kona stigu á svið. Þetta voru Will Hunter, Sigurboði Grétarsson og Hrafnhildur Inga Guðjónsdóttir. Karlpeningurinn sló frumstæðar trommur, og annar þeirra spilaði líka á taglhörpu, sem minnti dálítið á gamla íslenska langspilið. Hrafnhildur sló svo hristu í bein. Ekkert venjulegur Þetta hljómar kannski eilítið hallærislegt, en var það ekki. Söngurinn var nefnilega ekkert venjulegur. Þríeykið kyrjaði frekar einfaldar, síendurteknar tónhendingar eins og til að ákalla forna guði. Undir öllu saman var myrkur hljómaniður sem mun skrifast á Gísla Gunnarsson. Hann jók mjög á stemninguna og hélt öllu saman. Mikilúðlegur rafhljómurinn með trumbuslættinum og dulúðugum söngnum var greinilega einhvers konar galdur. Maður vissi þó ekki hver tilgangur hans var. Rafhljóðin gerðu sönginn óskýran, en maður greindi alla vega nöfn Friggjar og Freyju. Þetta var í öllu falli skemmtilegt og svo sannarlega viðeigandi upphitun fyrir Eivøru. Hljómsveitin Vévaki hitaði upp fyrir Eivøru í Hörpu á sunnudagskvöld.Jónas Sen Bítboxaði af krafti Galdrahæfileikar Eivarar komu hvað skýrast fram í hinu seiðmagnaða lagi Tröllabundin, sem hún flutti um miðbik tónleikanna. Ekki aðeins var sjamanískur takturinn sem hún sló einstaklega grípandi, heldur bítboxaði hún af krafti og lipurleika í senn. Maður þurfti ekki að vera skyggn til að sjá verur úr öðrum víddum dansa magadans á sviðinu. Lagið var svo flott að áhorfendur æptu af hrifningu. Meginuppistaða tónleikanna var nýútkomin plata Eivarar, Enn. Segja má að hún sé kosmísk í sniðum. Þar má finna hugleiðingar um stærð alheimsins og stöðu jarðarinnar, með öllu dramanu í mannlífinu í mismunandi myndum. Eivør sjálf mun hafa kallað plötuna „geimóperu“ og það er ekki fjarri sanni. Eitt aðaleinkenni plötunnar er ríkuleg endurómun á söngröddinni. Það kveður svo rammt að því að áhrifin eru eins og að heyra einhvern syngja í risastórum dropasteinshelli. Kannski er það full mikið af því góða. Á tónleikunum var platan hins vegar fleyguð með eldri lögum, þar sem röddin var eðlilegri, og skapaði það nauðsynlegt mótvægi. Margbrotnar og spennandi Platan er að miklu leyti píanódrifin, en lagasmíðarnar eru engu að síður fjölbreyttar og hugvitsamlegar. Útsetningarnar eru margbrotnar og ávallt spennandi. Ég var búinn að hlusta á plötuna á Spotify fyrir tónleikana, en lifandi útgáfan var mun kræsilegri – eins og svo oft er. Tóngæðin á Spotify eru yfirhöfuð ekkert sérstök. Hljómsveitin var frábær. Hún samanstóð af þeim Mattias Kapnas, Per Ingvald Højgaard Petersen og Mikael Blak. Trommuleikurinn var ákaflega snarpur og litríkur, píanóið mjúkt en áleitið, bassinn spennandi og alls konar hljómborðsleikur eggjandi. Rödd Eivarar var hreint út sagt sturluð – hvílíkt raddsvið! Efstu tónarnir voru lengst upp í rjáfri, það var nánast eins og söngkonan hefði andað að sér helíumi. Þetta er ekki sagt til að gera grín að Eivøru; söngurinn var ætíð sterkur og hljómfagur hvar sem hann var á tónsviðinu, og hitti alltaf í mark. Það gerist varla betra. Niðurstaða: Tónleikar Eivarar Pálsdóttur með upphituninni voru frábærir.
Gagnrýni Jónasar Sen Harpa Tónleikar á Íslandi Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira