„Vottunin verið kölluð láglaunavottun af gárungunum“ Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2024 16:47 Diljá fór háðuglegum orðum um jafnlaunavottunina, sem hún sagði séríslenskt apparat sem gárungarnir kalli gjarnan láglaunavottun. Diljá sagði um vitagagnslaust en rándýr fyrirbæri að ræða. vísir/vilhelm Diljá Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, notaði tækifærið á alþjóðlega jafnlaunadeginum, sem er í dag, til að fara hinum háðulegustu orðum um hina séríslensku jafnlaunavottun. Hún sagði jafnlaunavottunina kostnaðarsama og vitagagnslausa. Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Diljá var meðal þeirra sem tók til máls undir dagskrárliðnu störf þingsins. Hún sagði að í tilefni alþjóðlega jafnlaunadagsins væri rétt að ræða „hið kostnaðarsama, áhrifalausa og séríslenska apparat jafnaunavottun. Sérstakt hugarfóstur og arfleifð Viðreisnar í íslensku atvinnulífi.“ Ódýr dyggðaskreyting Þingmaðurinn rifjaði upp að á Íslandi hafi jafnlaunavottun verið lögfest: „Við höfum lögfest hér séríslenskt apparat, sem engum öðrum í heiminum dettur í hug að gera, sem skyldar íslensk fyrirtæki, jafnvel lítil fyrirtæki, til að undirgangast vottunarferli sem á að koma í veg fyrir launamisrétti kynjanna.“ Helst var á Diljá að skilja að því sem eitt sinn hafi verið komið á verði ekki svo hæglega til baka tekið. Hún sagði að við lagasetninguna hafi ekki bólað á neinum áhugi á kostnaðinum sem þessu fylgdi fyrir íslenskt atvinnulíf, í raun hafi lítill áhugi verið á því að jafnlaunavottunin skilaði sínu heldur væri hér um ódýra dyggðaskreytingu að ræða sem fáir vilji vita af. „Ég hef hins vegar áhuga og ber umhyggju fyrir íslensku atvinnulífi og lagði því fram fyrirspurn fyrir nokkru um árangurinn af þessari vottun. Og viti menn. Enginn marktækur munur mælist á kynbundnum launamun hjá þeim aðilum sem fá jafnlaunavottun og hinum sem gera það ekki.“ Vottunin algerlega gagnslaus Diljá hélt ódeig áfram, sagði reyndar hafa dregið mjög úr kynbundnum launamuni hér á undanförnum árum og áratugum. Sem sé jákvætt, en það hafi bara ekkert með jafnlaunavottun að gera. „Vottunin hefur reyndar verið kölluð láglaunavottun af gárungunum. Við höfum líka meðal annars fylgst með baráttu íslenskra kvenlækna á Landspítalanum sem flettu ofan af launamisrétti þar. Stofnun sem er auðvitað jafnlaunavottuð af ríkinu!“ Diljá tilkynnti að Sjálfstæðismenn hafi nú aftur lagt fram þingmál þess efnis að „jafnlaunavottun verði valkvæð dyggðaskreyting, ekki lögbundin skylda. Jafnlaunavottun er kostnaðarsamur baggi á atvinnulífinu og opinberum stofnunum sem skilar engum marktækum árangri.“ Diljá sagði að lokum þá stjórnmálamenn sem viðurkenni að þeir hafi rangt fyrir sér meiri menn fyrir vikið og vonandi gerist það við meðferð og afgreiðslu málsins. Öll séu þau sammála um markmiðið, spurningin sé um að fara réttu leiðina að því.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Jafnréttismál Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira