Hafi snúist hugur og vilji nú fara til Liverpool Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 10:32 Zubimendi í baráttunni við Vinicius Junior í 2-0 tapi Sociedad fyrir Real Madrid síðustu helgi. Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Martin Zubimendi, miðjumaður Real Sociedad og spænska landsliðsins í fótbolta, er sagður vilja fara til Liverpool á Englandi. Örfáar vikur eru síðan hann hafnaði félaginu. Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Um þetta er fjallað í spænskum og breskum fjölmiðlum í dag. Zubimendi var nálægt því að ganga í raðir Liverpool í sumar og enska félagið var búið að komast að samkomulagi við bæði leikmann og félag um kaupverð þegar skiptin féllu upp fyrir. Fögur er hlíðin Fréttir í sumar hermdu að Sociedad hafi gert mikið til að sannfæra miðjumanninn um að halda kyrru fyrir og meðal annars sýnt honum myndband af öllu því sem hann myndi sakna í heimabæ sínum, San Sebastian, þar sem Sociedad er staðsett. Á fjölda funda milli Zubimendi og stjórnenda hjá félaginu var leikmanninum bent á hversu gott líf hans væri í San Sebastian. Rætt hafi verið um baskneska matargerð og að hann myndi sakna áhugamáls síns að ganga upp Ulia-fjall sem liggur við borgina. Með því tókst stjórnendum félagsins að sannfæra Zubimendi um að fara ekki fet. Þó hafa fréttir frá Spáni hermt að Zubimendi bíði nýs samnings frá félaginu eftir að hafa haldið kyrru fyrir en forseti félagsins, Jokin Aperribay, vísaði sögusögnum af kröfum Zubimendi um nýjan samning á bug á dögunum. Nú segir sagan að hann sjái eftir því að vera áfram hjá Sociedad. Zubimendi hafi komið þeim skilaboðum áleiðis til Bítlaborgarinnar og vilji skipta frá Sociedad til Liverpool þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Zubimendi sé ekki ánægður með stöðu sína hjá Real Sociedad en félagið hefur ekki farið vel af stað í spænsku deildinni og situr í 16. sæti deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir sex leiki. Gravenberch blómstrað í hans stöðu Öllu betur hefur gengið hjá Liverpool, þrátt fyrir slakt 1-0 tap fyrir Nottingham Forest síðustu helgi, en liðið er með níu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni. Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur blómstrað í stöðunni sem Zubimendi væri að líkindum að spila hjá þeim rauðklæddu. Hann hefur leikið vel í upphafi leiktíðar og var valinn maður leiksins í 3-1 sigri Liverpool á AC Milan í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Zubimendi er liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá baskneska félaginu. Orri Steinn kom til liðsins frá FC Kaupmannahöfn undir lok félagsskiptagluggans og hefur spilað þrjá leiki, alla af varamannabekknum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Íslenski boltinn Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Sjá meira