Erlent

Margrét Þór­hildur á sjúkra­húsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Margrét Þórhildur Danadrottning.
Margrét Þórhildur Danadrottning. EPA/LISELOTTE SABROE

Margrét Þórhildur, Danadrottning, hefur verið lögð inn á sjúkrahús eftir að hún féll í gærkvöldi. Drottningin er 84 ára gömul og datt hún í kastala konungsfjölskyldunnar í Fredensborg.

Í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni segir að Margrét sé við góða heilsu og hafi verið lögð inn á sjúkrahús svo hægt væri að hafa hana undir eftirliti lækna um tíð.

Þó Margrét hafi stigið til hliðar í janúar og krónprinsinn Friðrik tók við krúnunni, að miklu leyti vegna hrakandi heilsu hennar, hefur hún tekið virkan þátt í störfum konungsfjölskyldunnar.

Samkvæmt frétt DR hefði Margrét átt að taka þátt í 75 ára afmælishátíð fornleifafræðideildar háskólans í Árósum en ekki verður af því.


Tengdar fréttir

„Guð geymi kónginn“

Friðrik tíundi er konungur Danmerkur. Formleg krýning hans átti sér stað klukkan eitt á íslenskum tíma þegar Margrét Þórhildur lýsti skrifaði undir afsagnaryfirlýsingu.

Friðrik tíundi verður Danakonungur í dag

Friðrik krónprins verður í dag krýndur Friðrik tíundi Danakonungur við hátíðlega athöfn í Kristjánsborgarhöll. Íslendingar fylgjast kannski ekki grannt með þessum merka atburði í ljósi hrauntungnanna sem mjakast nær Grindavík með hverjum tímanum sem líður.

Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag

Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×