Innlent

Hjalti Már tekur við af Hreiðari Þór hjá Datera

Atli Ísleifsson skrifar
Hjalti Már Einarsson hefur starfað hjá Datera frá árinu 2021.
Hjalti Már Einarsson hefur starfað hjá Datera frá árinu 2021. Datera

Hjalti Már Einarsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Datera. Hann tekur við keflinu af Hreiðari Þór Jónssyni sem hefur verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá 2020.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Datera en fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf í gagnadrifinni markaðssetningu og birtingum.

Fram kemur að Hjalti hafi gengið til liðs við Datera haustið 2021 sem viðskiptaþróunarstjóri og hafi leitt sókn Datera inn á nýja markaði og sinnt strategískri ráðgjöf til viðskiptavina. Hann tók við sem framkvæmdastjóri Datera í byrjun september en hjá fyrirtækinu starfa þrettán manns.

Hreiðar Þór mun áfram sitja í stjórn Datera auk þess að sinna sértækum verkefnum á sviði ráðgjafar og birtinga.

„Hjalti Már Einarsson hefur starfað sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Datera frá 2021. Áður var hann forstöðumaður markaðssviðs Nordic Visitor frá 2009-2021. Hjalti er með MS-gráðu í upp­lýs­inga­tækni og ra­f­ræn­um viðskipt­um frá IT Uni­versitet í Kaup­manna­höfn og Bachel­or-gráðu í stjórn­un og fram­leiðslu miðla frá Den Gra­fiske Höjskole í Kaup­manna­höfn. Hann hef­ur setið í stjórn Sam­taka vefiðnaðar­ins, í fag­hópi vef­stjórn­enda hjá SKÝ og í stjórn körfuknatt­leiks­deild­ar KR.

Hreiðar Þór Jónsson var framkvæmdastjóri Datera frá 2020 til 2024. Hreiðar var sölu- og markaðsstjóri áfengra drykkja hjá Ölgerðinni frá 2018 til 2020 og þar áður markaðsstjóri hjá CCEP frá 2007 til 2017. Áður starfaði Hreiðar hjá Símanum. Hreiðar hefur einnig setið í stjórn og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum hjá ÍMARK,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×