LIV-kylfingar mega áfram taka þátt í Ryder-bikarnum og PGA-meistaramótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2024 23:31 LIV-kylfingurinn Brooks Koepka mun áfram geta keppt á PGA-meistaramótinu sem og verið hluti af liði Ryder-liði Bandaríkjanna. Vísir/Getty Images PGA-samtökin hafa gefið út að þeir kylfingar sem hafa gengið til liðs við LIV-mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu muni nú geta tekið þátt í Ryder-bikarnum sem og PGA-meistaramótinu í golfi. Mikið var rætt og ritað þegar LIV-mótaröðin braust fram á sjónarsviðið þar sem fjöldi heimsþekktra kylfinga sagði skilið við PGA og tók gylliboðum LIV. Nú hefur PGA staðfest að LIV-kylfingar geti tekið þátt bæði í PGA-meistaramótinu sem og Ryder-bikarnum. Í yfirlýsingu PGA segir að markmiðið sé að bjóða upp á eins sterkt meistaramót og hægt sé. Þá sé markmiðið að geta stillt upp sterkasta liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum og því geti LIV-kylfingar þar til greina séu þeir með nægilega mörg stig. Þetta eru þannig séð ekki nýjar fréttir þar sem LIV-kylfingar hafa tekið þátt á meistaramótinu undanfarin tvö ár og þá var Brooks Koepka hluti af liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum á síðasta ári. A Statement from the PGA of America. pic.twitter.com/Lg92Dl8U30— PGA of America (@PGA) September 19, 2024 Nú hefur hins vegar verið staðfest að það verði áfram þannig og hver veit nema fleiri kylfingar taki því gylliboðum LIV-mótaraðarinnar á næstu misserum. Golf PGA-meistaramótið Ryder-bikarinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Mikið var rætt og ritað þegar LIV-mótaröðin braust fram á sjónarsviðið þar sem fjöldi heimsþekktra kylfinga sagði skilið við PGA og tók gylliboðum LIV. Nú hefur PGA staðfest að LIV-kylfingar geti tekið þátt bæði í PGA-meistaramótinu sem og Ryder-bikarnum. Í yfirlýsingu PGA segir að markmiðið sé að bjóða upp á eins sterkt meistaramót og hægt sé. Þá sé markmiðið að geta stillt upp sterkasta liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum og því geti LIV-kylfingar þar til greina séu þeir með nægilega mörg stig. Þetta eru þannig séð ekki nýjar fréttir þar sem LIV-kylfingar hafa tekið þátt á meistaramótinu undanfarin tvö ár og þá var Brooks Koepka hluti af liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum á síðasta ári. A Statement from the PGA of America. pic.twitter.com/Lg92Dl8U30— PGA of America (@PGA) September 19, 2024 Nú hefur hins vegar verið staðfest að það verði áfram þannig og hver veit nema fleiri kylfingar taki því gylliboðum LIV-mótaraðarinnar á næstu misserum.
Golf PGA-meistaramótið Ryder-bikarinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira