„Höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2024 21:09 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Diego „Mér fannst í rauninni ótrúlegt að við skydum ekki vinna stærra,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir 33-30 sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“ Olís-deild karla FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira
„Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“
Olís-deild karla FH Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Sjá meira