Íbúar Springfield klofnir í afstöðu sinni til heimsóknar Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2024 07:19 Vance hefur viðurkennt að gæludýraátið sé aðeins orðrómur en Trump heldur áfram að halda því fram að hælisleitendur séu að éta hunda og ketti nágranna sinna. AP/Yuki Iwamura Íbúar Springfield í Ohio í Bandaríkjunum eru ekki á einu máli hvað varðar yfirvofandi heimsókn Donald Trump en forsetinn fyrrverandi sagði á dögunum að hann hygðist heimsækja borgina á næstu tveimur vikum. Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Springfield komst í fréttirnar þegar bæði Trump og varaforsetaefni hans J.D. Vance héldu því fram að hælisleitendur frá Haítí væru að buga innviði borgarinnar og drepa og borða gæludýr íbúa. Staðhæfing Vance þess efnis hafði raunar þegar verið afsönnuð þegar Trump endurtók hana í kappræðum sínum við Kamölu Harris, varaforseta og forsetaefni Demókrataflokksins. Hið rétta er að stór meirihluti umræddra íbúa frá Haítí eru löglegir innflytjendur en þeir hafa sætt áreiti og ofsóknum frá því að orðrómurinn um gæludýraátið fór af stað í netheimum. Ríkisstjórinn Mike DeWine og borgarstjórinn Rob Rue segja undirbúning hafinn fyrir heimsókn Trump, jafnvel þótt teymi forsetaframbjóðandans hafi ekki staðfest að það sé sannarlega von á honum í heimsókn. Trump er þekktur fyrir yfirlýsingar sem virðast svo gleymast, þannig að óvíst þykir hvort hann muni raunverulega heimsækja borgina, ekki síst með tilliti til þess hversu mikil spenna hefur skapast þar. DeWine hefur sjálfur ítrekað að hann muni halda áfram að leiðrétta rangar staðhæfingar Trump og Rue hefur tekið sér vald til að grípa til aðgerða til að tryggja öryggi íbúa. „Mér finnst þetta ekki góð hugmynd,“ segir Sue Call, 75 ára, í samtali við New York Times. Fyrir manneskju af þessu kalíberi að vera að endurtaka orðróm? Þetta særði marga,“ bætir hún við. „Ég tel það væri gott ef verðandi forseti kæmi hingað að sjá hvaða áhrif fólkið frá Haítí og er að hafa og hvernig þarf að laga þetta,“ segir Dave Ryan, 46 ára. „Haítibúarnir hafa áhrif á alla. Fólk er hrætt. Lífsmáti þeirra er ólíkur okkar.“ Presturinn Silencieux, innflytjandi frá Haítí, segir athyglina vegna ummæla Trump og Vance hafa verið erfiða. „Við erum hrædd við að fara út. Okkur hafa borist mikið af hótunum, líkamlegum og munnlegum.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira