Segir að Saliba og Gabriel séu besta miðvarðapar í Evrópu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2024 10:31 William Saliba og Gabriel fagna marki þess síðarnefnda í sigrinum á Tottenham á dögunum. getty/Justin Setterfield Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að Arsenal-mennirnir William Saliba og Gabriel myndi besta miðvarðapar Evrópu. Frakkinn og Brassinn hafa náð afar vel saman í vörn Arsenal undanfarin þrjú tímabil og eiga stóran þátt í því að liðið hefur verið í baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Ferdinand myndaði eitt besta miðvarðapar Evrópu með Nemanja Vidic á sínum tíma og hann er hrifinn af þeim Saliba og Gabriel. Fyrir viðureign Atalanta og Arsenal var Ferdinand spurður að því hvort þeir Saliba og Gabriel væru besta miðvarðapar Evrópu. „Já, klárlega. Ég held að þeir séu það. Þeir hafa sannað það síðustu tímabil,“ sagði Ferdinand. „Þeir eru traustir og harðir af sér. Þeir gera hlutina á ólíkan hátt og mynda frábæra blöndu. Saliba er aðeins rólegri og vill hreinsa upp á meðan Gabriel tekur frumkvæði, eins konar Martin Keown-týpa. Þeir vega hvorn annan svo vel upp.“ Ferdinand hrósaði einnig hægri bakverðinum Ben White og markverðinum David Raya og sagði að Arsenal væri heilt yfir með bestu vörnina í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal gerði markalaust jafntefli við Atalanta í gær. Næsti leikur liðsins er gegn Manchester City á sunnudaginn. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. 20. september 2024 08:31 „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Frakkinn og Brassinn hafa náð afar vel saman í vörn Arsenal undanfarin þrjú tímabil og eiga stóran þátt í því að liðið hefur verið í baráttu um Englandsmeistaratitilinn. Ferdinand myndaði eitt besta miðvarðapar Evrópu með Nemanja Vidic á sínum tíma og hann er hrifinn af þeim Saliba og Gabriel. Fyrir viðureign Atalanta og Arsenal var Ferdinand spurður að því hvort þeir Saliba og Gabriel væru besta miðvarðapar Evrópu. „Já, klárlega. Ég held að þeir séu það. Þeir hafa sannað það síðustu tímabil,“ sagði Ferdinand. „Þeir eru traustir og harðir af sér. Þeir gera hlutina á ólíkan hátt og mynda frábæra blöndu. Saliba er aðeins rólegri og vill hreinsa upp á meðan Gabriel tekur frumkvæði, eins konar Martin Keown-týpa. Þeir vega hvorn annan svo vel upp.“ Ferdinand hrósaði einnig hægri bakverðinum Ben White og markverðinum David Raya og sagði að Arsenal væri heilt yfir með bestu vörnina í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal gerði markalaust jafntefli við Atalanta í gær. Næsti leikur liðsins er gegn Manchester City á sunnudaginn.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. 20. september 2024 08:31 „Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Sjáðu ótrúlega vörslu Raya og öll mörkin úr Meistaradeildinni Alls voru sextán mörk skoruð þegar 1. umferð Meistaradeildar Evrópu lauk í gær. Hetja kvöldsins var hins vegar markvörður Arsenal. 20. september 2024 08:31
„Ein besta markvarsla sem ég hef séð“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, átti vart lýsingarorð yfir tvöfalda markvörslu David Raya í markalausu jafntefli liðsins gegn Atalanta í Bergamo á Ítalíu. Leiknum lauk með markalausu jafntefli og getur Arteta þakkað auðmjúkum markverði sínum kærlega fyrir það. Raya hrósaði hins vegar markmannsþjálfara liðsins. 19. september 2024 22:02