Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 15:16 Jörundur Áki Sveinsson hefur síðustu ár verið yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, og gegndi starfi framkvæmdastjóra í sumar. vísir/Bjarni Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur þar sem hitað var upp fyrir 3. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti
Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu