Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2024 15:16 Jörundur Áki Sveinsson hefur síðustu ár verið yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, og gegndi starfi framkvæmdastjóra í sumar. vísir/Bjarni Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur þar sem hitað var upp fyrir 3. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Jörundur kom víða við á 33 ára löngum þjálfaraferli sínum en hefur nú verið yfirmaður knattspyrnumála í rúm tvö ár. Þar sinnir hann meðal annars rekstri allra tólf landsliðanna sem KSÍ teflir fram. Í sumar hefur hann svo einnig sinnt starfi framkvæmdastjóra þar til að Eysteinn Pétur Lárusson tók við af Klöru Bjartmarz um síðustu mánaðamót. Helena, sem er einnig fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og tók raunar við af Jörundi á sínum tíma, spurði Jörund meðal annars út í þann tíma. Jörundur sinnti þá í raun þremur störfum en í dag er landsliðsþjálfari kvenna í fullu starfi: „Ég þjálfaði A-landslið kvenna 2001-2002 og var þá líka íþróttakennari, og að þjálfa einnig karlalið Breiðabliks. Þetta þótti ekkert tiltökumál þá. Ég hætti svo með kvennalandsliðið 2002 og ætlaði að einbeita mér að því að þjálfa karlalið Breiðabliks, en var svo rekinn bara einhverjum 3-4 leikjum síðar. Það gekk því ekkert allt of vel. Ég tók svo seinna aftur við kvennalandsliðinu og var þá einnig að þjálfa karlalið Stjörnunnar, ásamt því að kenna. Þetta þótti því bara hliðarstarf á þeim tíma. Sem betur fer hefur margt breyst og öll faglegheit og umgjörð farið til hins betra, enda sjáum við að árangurinn hefur stórbatnað,“ sagði Jörundur. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Keppni í Bestu deildinni heldur áfram í kvöld þegar Víkingur tekur á móti Þrótti. Á sunnudag eigast svo Valur og FH við, og Breiðablik og Þór/KA, en barátta Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn er hnífjöfn. Klippa: Besta upphitun - 3. umferð - Efri hluti
Landslið kvenna í fótbolta Besta deild kvenna Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Fleiri fréttir Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira