Uppgjörið: KA bikarmeistari í fyrsta sinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2024 18:00 Bikarinn verður á Akureyri næsta árið. Vísir/Diego KA er bikarmeistari karla í knattspyrnu árið 2024 eftir 2-0 sigur á Víkingum sem höfðu einokað bikarinn undanfarin ár. Fyrri hálfleikur var virkilega fjörugur, hvorugt lið var hrætt við að sækja en sóknarleikur KA var skarpari og beittari. Úr leik dagsins.Vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson fékk algjört dauðafæri til að taka forystuna á 13. mínútu, Víkingar gleymdu sér í kvörtunum og vildu fá víti sem var réttilega ekki dæmt. KA hreinsaði burt og skyndilega var Viðar sloppinn einn í gegn. Hann sólaði markmanninn og renndi boltanum í átt að marki en Oliver Ekroth renndi sér á ögurstundu og bjargaði á línu. Það var mikil ákefð í leiknum og ljóst að þrátt fyrir hátt spenntustig þá ætlaði hvorugt lið að pakka í vörn. Akureyringar áttu svo fyrsta alvöru högg leiksins þegar þeir komust yfir á 37. mínútu leiksins. Enn er mjög svo erfitt að sjá hver kom boltanum á endnaum yfir línuna en hægt er að skrá markið á Viðar Örn, Ívar Örn eða sem sjálfsmark á Ekroth. KA átti hornspyrnu á fjærstöng sem Ívar Örn og Rodri reyndu við, boltinn lak frá þeim og það virtist sem Viðar Örn hafi potað honum yfir marklínuna. Sama hver skoraði þá fögnuðu leikmenn KA vel og innilega enda komnir yfir. Ívar Örn fagnaði eins og markið væri hans. Nú er eflaust öllum alveg sama.Vísir/Diego Víkingar hengdu alls ekki haus og lágu í stórsókn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Valdimar Þór Ingimundarson átti frábært skot, en það small í stönginni og KA slapp með eins mark forystu inn í hálfleikinn. Í hálfleik virðist sem ákvörðun KA hafi verið að berjast gegn eldi með eldi. Í stað þess að falla niður og leyfa Víkingum að vera með boltann þá tókst Akureyringum að halda sömu ákefð. Víkingar gerðu breytingar og settu inn ferska fætur en KA brást við með því að setja einnig inn ferska fætur sem brutu ítrekað af sér þegar þess þurfti. Það gekk lítið upp fyrir framan markið.Vísir/Diego Síðustu mínútur venjulegs leiktíma þyngdist sókn Víkinga verulega en liðið fékk í raun aldrei nein opin marktækifæri. Það var svo í blálok leiksins sem KA gulltryggði sigurinn. Steinþór Már átti þá langt útspark, mistök í öftustu línu Víkinga gerði það að verkum að Ingvar Jónsson markvörður náði ekki til hans og boltinn féll fyrir fætur varamannsins Dags Inga Valssonar sem veitti náðarhöggið. Lokatölur 2-0 KA í vil og einokun Víkinga á bikarnum lokið. Gleði við lokaflaut.Vísir/Diego Það var og verður fagnað.Vísir/Diego Atvik leiksins Stangarskot Valdimars reyndist örlagaríkt. Rétt eftir að hafa lent undir hefði verið gríðarlega sterkt að jafna leikinn strax. Þess í stað fór KA með forystuna inn í hálfleik og fékk allt sjálfstraustið sem því fylgir fyrir seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Viðar Örn mjög öflugur, eins og hann hefur verið undanfarið fyrir KA. Hallgrímur Mar alltaf hættulegur, leitað að honum í hvert skipti sem liðið sækir. Varnarlína KA eins og hún leggur sig, afbragðs frammistaða. Allt liðið raunar að eiga sinn allra besta dag. Steinþór Már hafði ekki mikið að gera í marki KA en var öryggið uppmálað þegar þess þurfti.Vísir/Diego Margir hjá Víkingi sem áttu ekki sinn besta dag. Aron Elís komst aldrei í takt við leikinn. Ari Sigurpálsson ógnaði lítið. Gísli Gottskálk missti boltann ansi oft. Svona mætti áfram halda þar til allir leikmenn liðsins væru upptaldir. Stemning og umgjörð Umgjörðin var að mörgu leiti undarleg. Stuðningsmenn Víkings voru látnir sitja í nýju stúkunni. Vanalega hefur öllum verið þjappað saman í gömlu stúkunni til að mynda meiri stemningu. Víkingar tóku þessu mjög illa og létu mun minna í sér heyra en venjan hefur verið undanfarin ár. Víkingar tóku þessu mjög illa og létu mun minna í sér heyra en venjan hefur verið undanfarin ár.Vísir/Diego KA menn höfðu hins vegar töluvert hærra, enda búnir að hita söngraddir og annað upp síðan í hádeginu. Sturluð stemning hjá þeim allan tímann. Dómarar [6] Pétur Guðmundsson með flautuna. Bryngeir Valdimarsson og Gylfi Már Sigurðsson með flöggin. Gunnar Jarl Jónsson sá fjórði. Leyfðu leiknum mikið að flæða, sem er vel, en það er ýmislegt út á þeirra frammistöðu að setja. Með flest allt á hreinu en nokkrar undarlegar ákvarðanir. Eins og búast má við svosem í svo mikilvægum leik. Vísir/Diego Í fyrsta marki KA fór boltinn í hönd Ívars Arnar, á því leikur enginn vafi. Jakob í liði KA fékk síðan gult fyrir dýfu, sem var stórfurðuleg ákvörðun. Þar að auki höfðu Víkingar mögulega eitthvað til síns máls þegar þeir báðu um víti fyrir brot á Matthías Vilhjálmsson. Viðtöl „Ég er svo stoltur að vera í KA, ég er svo stoltur að vera Akureyringur“ Ívar Örn Árnason, bikarmeistari, Akureyringur með meiru og fyrirliði KA, var algjörlega í skýjunum eftir verðlaunaafhendingu. „Mér líður ekkert eðlilega vel. Þetta er besta tilfinning ævi minnar, kannski á eftir [barninu]. Þetta er bara geðveikt, stuðningurinn sem við fengum. Spilamennskan, liðið, hvernig við stóðum okkur allir saman. Ég er í skýjunum,“ sagði Ívar með ungabarn sitt í fanginu og breitt bros á vör. Raunar eins breitt bros og hugsast getur, svo ánægður var hann. Ívar er uppalinn Akureyringur, KA-maður í húð og hár. Hefur spilað með félaginu allan sinn feril og er fyrirliði. Þetta var stór stund fyrir hann persónulega. „Ég var hérna 2004 [þegar KA tapaði fyrir Keflavík], ég upplifði þetta í fyrra, sat hérna með sárt ennið. Við erum búnir að leggja ekkert eðlilega hart á okkur, vissum að þetta væri hægt, höfðum allir trú og vorum allir að róa í sömu átt. Þetta tókst og við erum að uppskera. Ég er svo stoltur að vera í KA, ég er svo stoltur að vera Akureyringur. Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu.“ Framundan eru fagnaðarlæti langt inn í nóttina. KA-menn ætla beint upp í flugvél að færa bikarinn heim. „Því miður þá erum við að taka flug beint norður. Ég ætla að vona að Akureyringar fjölmenni upp á flugvöll til að taka á móti okkur því bikarinn er að koma heim. Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] setti æfingu 11 í fyrramálið, ekki fræðilegur að við séum að fara að mæta á hana.“ Viðtalið við Ívar má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan. „Strákarnir mega hafa gaman og það lengi“ Hallgrímur á hliðarlínunni í dag.vísir / pawel „Maður er hálf meyr. Æðislegur dagur, allt fólkið sem kom hingað, hvernig strákarnir tækluðu leikinn. Þeir voru svo flottir, maður er ótrúlega stoltur,“ sagði bikarmeistarinn Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir verðlaunaafhendinguna. „Þetta þýðir gríðarlega mikið fyrir okkur og alla sem koma að KA. Aldrei gerst í sögunni og við erum ótrúlega þakklátir fyrir að okkur hafi tekist það. Þetta mun hlýja okkur og þeim standa að KA um hjartarætur um ókomin ár.“ Þetta er annað árið í röð sem KA leikur bikarúrslitaleik við Víking. Norðanmenn lærðu af reynslunni. „Við vorum tilbúnari andlega. Fyrsta skiptið þá en núna vorum við búnir að gera þetta áður. Ég fann það á strákunum, þeir voru tilbúnari að vinna leikinn en ekki bara taka þátt í leiknum. Það gaf mér vissa ró, þegar ég sá að við gætum þetta.“ Að lokum var hann spurður hvað lægi framundan í kvöld fyrir bikarmeistarana. „Ekki ákveðið. Við erum að fljúga norður, fólkið okkar að keyra norður. Það verður eitthvað partí fyrir norðan. Eina sem ég veit er að strákarnir mega hafa gaman og það lengi,“ sagði Hallgrímur við því. Viðtalið við Hallgrím í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Mjólkurbikar karla KA Víkingur Reykjavík
KA er bikarmeistari karla í knattspyrnu árið 2024 eftir 2-0 sigur á Víkingum sem höfðu einokað bikarinn undanfarin ár. Fyrri hálfleikur var virkilega fjörugur, hvorugt lið var hrætt við að sækja en sóknarleikur KA var skarpari og beittari. Úr leik dagsins.Vísir/Diego Viðar Örn Kjartansson fékk algjört dauðafæri til að taka forystuna á 13. mínútu, Víkingar gleymdu sér í kvörtunum og vildu fá víti sem var réttilega ekki dæmt. KA hreinsaði burt og skyndilega var Viðar sloppinn einn í gegn. Hann sólaði markmanninn og renndi boltanum í átt að marki en Oliver Ekroth renndi sér á ögurstundu og bjargaði á línu. Það var mikil ákefð í leiknum og ljóst að þrátt fyrir hátt spenntustig þá ætlaði hvorugt lið að pakka í vörn. Akureyringar áttu svo fyrsta alvöru högg leiksins þegar þeir komust yfir á 37. mínútu leiksins. Enn er mjög svo erfitt að sjá hver kom boltanum á endnaum yfir línuna en hægt er að skrá markið á Viðar Örn, Ívar Örn eða sem sjálfsmark á Ekroth. KA átti hornspyrnu á fjærstöng sem Ívar Örn og Rodri reyndu við, boltinn lak frá þeim og það virtist sem Viðar Örn hafi potað honum yfir marklínuna. Sama hver skoraði þá fögnuðu leikmenn KA vel og innilega enda komnir yfir. Ívar Örn fagnaði eins og markið væri hans. Nú er eflaust öllum alveg sama.Vísir/Diego Víkingar hengdu alls ekki haus og lágu í stórsókn það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Valdimar Þór Ingimundarson átti frábært skot, en það small í stönginni og KA slapp með eins mark forystu inn í hálfleikinn. Í hálfleik virðist sem ákvörðun KA hafi verið að berjast gegn eldi með eldi. Í stað þess að falla niður og leyfa Víkingum að vera með boltann þá tókst Akureyringum að halda sömu ákefð. Víkingar gerðu breytingar og settu inn ferska fætur en KA brást við með því að setja einnig inn ferska fætur sem brutu ítrekað af sér þegar þess þurfti. Það gekk lítið upp fyrir framan markið.Vísir/Diego Síðustu mínútur venjulegs leiktíma þyngdist sókn Víkinga verulega en liðið fékk í raun aldrei nein opin marktækifæri. Það var svo í blálok leiksins sem KA gulltryggði sigurinn. Steinþór Már átti þá langt útspark, mistök í öftustu línu Víkinga gerði það að verkum að Ingvar Jónsson markvörður náði ekki til hans og boltinn féll fyrir fætur varamannsins Dags Inga Valssonar sem veitti náðarhöggið. Lokatölur 2-0 KA í vil og einokun Víkinga á bikarnum lokið. Gleði við lokaflaut.Vísir/Diego Það var og verður fagnað.Vísir/Diego Atvik leiksins Stangarskot Valdimars reyndist örlagaríkt. Rétt eftir að hafa lent undir hefði verið gríðarlega sterkt að jafna leikinn strax. Þess í stað fór KA með forystuna inn í hálfleik og fékk allt sjálfstraustið sem því fylgir fyrir seinni hálfleik. Stjörnur og skúrkar Viðar Örn mjög öflugur, eins og hann hefur verið undanfarið fyrir KA. Hallgrímur Mar alltaf hættulegur, leitað að honum í hvert skipti sem liðið sækir. Varnarlína KA eins og hún leggur sig, afbragðs frammistaða. Allt liðið raunar að eiga sinn allra besta dag. Steinþór Már hafði ekki mikið að gera í marki KA en var öryggið uppmálað þegar þess þurfti.Vísir/Diego Margir hjá Víkingi sem áttu ekki sinn besta dag. Aron Elís komst aldrei í takt við leikinn. Ari Sigurpálsson ógnaði lítið. Gísli Gottskálk missti boltann ansi oft. Svona mætti áfram halda þar til allir leikmenn liðsins væru upptaldir. Stemning og umgjörð Umgjörðin var að mörgu leiti undarleg. Stuðningsmenn Víkings voru látnir sitja í nýju stúkunni. Vanalega hefur öllum verið þjappað saman í gömlu stúkunni til að mynda meiri stemningu. Víkingar tóku þessu mjög illa og létu mun minna í sér heyra en venjan hefur verið undanfarin ár. Víkingar tóku þessu mjög illa og létu mun minna í sér heyra en venjan hefur verið undanfarin ár.Vísir/Diego KA menn höfðu hins vegar töluvert hærra, enda búnir að hita söngraddir og annað upp síðan í hádeginu. Sturluð stemning hjá þeim allan tímann. Dómarar [6] Pétur Guðmundsson með flautuna. Bryngeir Valdimarsson og Gylfi Már Sigurðsson með flöggin. Gunnar Jarl Jónsson sá fjórði. Leyfðu leiknum mikið að flæða, sem er vel, en það er ýmislegt út á þeirra frammistöðu að setja. Með flest allt á hreinu en nokkrar undarlegar ákvarðanir. Eins og búast má við svosem í svo mikilvægum leik. Vísir/Diego Í fyrsta marki KA fór boltinn í hönd Ívars Arnar, á því leikur enginn vafi. Jakob í liði KA fékk síðan gult fyrir dýfu, sem var stórfurðuleg ákvörðun. Þar að auki höfðu Víkingar mögulega eitthvað til síns máls þegar þeir báðu um víti fyrir brot á Matthías Vilhjálmsson. Viðtöl „Ég er svo stoltur að vera í KA, ég er svo stoltur að vera Akureyringur“ Ívar Örn Árnason, bikarmeistari, Akureyringur með meiru og fyrirliði KA, var algjörlega í skýjunum eftir verðlaunaafhendingu. „Mér líður ekkert eðlilega vel. Þetta er besta tilfinning ævi minnar, kannski á eftir [barninu]. Þetta er bara geðveikt, stuðningurinn sem við fengum. Spilamennskan, liðið, hvernig við stóðum okkur allir saman. Ég er í skýjunum,“ sagði Ívar með ungabarn sitt í fanginu og breitt bros á vör. Raunar eins breitt bros og hugsast getur, svo ánægður var hann. Ívar er uppalinn Akureyringur, KA-maður í húð og hár. Hefur spilað með félaginu allan sinn feril og er fyrirliði. Þetta var stór stund fyrir hann persónulega. „Ég var hérna 2004 [þegar KA tapaði fyrir Keflavík], ég upplifði þetta í fyrra, sat hérna með sárt ennið. Við erum búnir að leggja ekkert eðlilega hart á okkur, vissum að þetta væri hægt, höfðum allir trú og vorum allir að róa í sömu átt. Þetta tókst og við erum að uppskera. Ég er svo stoltur að vera í KA, ég er svo stoltur að vera Akureyringur. Ég veit ekki hvernig á að lýsa þessu.“ Framundan eru fagnaðarlæti langt inn í nóttina. KA-menn ætla beint upp í flugvél að færa bikarinn heim. „Því miður þá erum við að taka flug beint norður. Ég ætla að vona að Akureyringar fjölmenni upp á flugvöll til að taka á móti okkur því bikarinn er að koma heim. Haddi [Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA] setti æfingu 11 í fyrramálið, ekki fræðilegur að við séum að fara að mæta á hana.“ Viðtalið við Ívar má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan. „Strákarnir mega hafa gaman og það lengi“ Hallgrímur á hliðarlínunni í dag.vísir / pawel „Maður er hálf meyr. Æðislegur dagur, allt fólkið sem kom hingað, hvernig strákarnir tækluðu leikinn. Þeir voru svo flottir, maður er ótrúlega stoltur,“ sagði bikarmeistarinn Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir verðlaunaafhendinguna. „Þetta þýðir gríðarlega mikið fyrir okkur og alla sem koma að KA. Aldrei gerst í sögunni og við erum ótrúlega þakklátir fyrir að okkur hafi tekist það. Þetta mun hlýja okkur og þeim standa að KA um hjartarætur um ókomin ár.“ Þetta er annað árið í röð sem KA leikur bikarúrslitaleik við Víking. Norðanmenn lærðu af reynslunni. „Við vorum tilbúnari andlega. Fyrsta skiptið þá en núna vorum við búnir að gera þetta áður. Ég fann það á strákunum, þeir voru tilbúnari að vinna leikinn en ekki bara taka þátt í leiknum. Það gaf mér vissa ró, þegar ég sá að við gætum þetta.“ Að lokum var hann spurður hvað lægi framundan í kvöld fyrir bikarmeistarana. „Ekki ákveðið. Við erum að fljúga norður, fólkið okkar að keyra norður. Það verður eitthvað partí fyrir norðan. Eina sem ég veit er að strákarnir mega hafa gaman og það lengi,“ sagði Hallgrímur við því. Viðtalið við Hallgrím í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.