Tæpur helmingur íbúa hefur séð myndina Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. september 2024 14:30 Leikstjóri Ljósvíkinga, Snævar Sölvi, færði þeim Guðrúnu og Bjarni blóm í tilefni þess að þau slógu aðsóknarmet Ísafjarðarbíós. Kvikmyndin Ljósvíkingar sló aðsóknarmet á Ísafirði á föstudag og eru 1203 manns nú búnir að sjá hana í Ísafjarðarbíó. Ljósvíkingar var frumsýnd í Ísafjarðarbíó 5. september og hefur aðsóknin á myndina verið stöðug síðan þá. Í upphafi vikunnar varð ljóst að myndin slagaði upp í að vera mest sótta mynd þessarar aldar í bíóinu og í gær féll metið loksins. Alls fóru níutíu manns að sjá myndina í gær og voru Guðrún og Bjarni gestir númer 1151 og 1152. Snævar Sölvi, leikstjóri Ljósvíkinga, færði þeim blóm í tilefni þess. Alls búa um 2.800 manns á Ísafirði og fer aðsóknin því að slaga upp í helming íbúafjöldans. Fyrir tilkomu Ljósvíkinga var mest sótta mynd aldarinnar á Ísafirði var Mamma Mia 2 með 1150 áhorfendur en fyrir aldamót höfðu Með allt og hreinu og Nýtt líf fengið tæplega 1200 áhorfendur. Bolvíkingur gerir mynd um Ísafjörð Vafalaust er ein ástæðan fyrir vinsældunum sú að myndin gerist á Ísafirði, er tekin þar upp og komu margir Ísfirðingar að gerð myndarinnar. Snævar Sölvi Sölvason, leikstjóri myndarinnar, er frá Bolungarvík og staðsetti hann fyrstu mynd sína, Albatross, líka fyrir vestan Ljósvíkingar fjallar um æskuvini sem reka saman vinsælan veitingastað á Ísafirði. Um sama leiti og þeim gefst kostur á að hafa staðinn opinn árið um kring, kemur annar vinurinn út úr skápnum sem kona. Með aðalhlutverk í myndinni fara Björn Jörundur Friðbjörnsson, Arna Magnea Danks, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Helgi Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson og Sólveig Arnarsdóttir. Aðstandendur Ljósvíkinga fyrir framan Ísafjarðarbíó. Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Menning Kvikmyndahús Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Ljósvíkingar var frumsýnd í Ísafjarðarbíó 5. september og hefur aðsóknin á myndina verið stöðug síðan þá. Í upphafi vikunnar varð ljóst að myndin slagaði upp í að vera mest sótta mynd þessarar aldar í bíóinu og í gær féll metið loksins. Alls fóru níutíu manns að sjá myndina í gær og voru Guðrún og Bjarni gestir númer 1151 og 1152. Snævar Sölvi, leikstjóri Ljósvíkinga, færði þeim blóm í tilefni þess. Alls búa um 2.800 manns á Ísafirði og fer aðsóknin því að slaga upp í helming íbúafjöldans. Fyrir tilkomu Ljósvíkinga var mest sótta mynd aldarinnar á Ísafirði var Mamma Mia 2 með 1150 áhorfendur en fyrir aldamót höfðu Með allt og hreinu og Nýtt líf fengið tæplega 1200 áhorfendur. Bolvíkingur gerir mynd um Ísafjörð Vafalaust er ein ástæðan fyrir vinsældunum sú að myndin gerist á Ísafirði, er tekin þar upp og komu margir Ísfirðingar að gerð myndarinnar. Snævar Sölvi Sölvason, leikstjóri myndarinnar, er frá Bolungarvík og staðsetti hann fyrstu mynd sína, Albatross, líka fyrir vestan Ljósvíkingar fjallar um æskuvini sem reka saman vinsælan veitingastað á Ísafirði. Um sama leiti og þeim gefst kostur á að hafa staðinn opinn árið um kring, kemur annar vinurinn út úr skápnum sem kona. Með aðalhlutverk í myndinni fara Björn Jörundur Friðbjörnsson, Arna Magnea Danks, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Helgi Björnsson, Vigdís Hafliðadóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson og Sólveig Arnarsdóttir. Aðstandendur Ljósvíkinga fyrir framan Ísafjarðarbíó.
Bíó og sjónvarp Ísafjarðarbær Menning Kvikmyndahús Mest lesið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Kim Novak heiðursgestur RIFF Bíó og sjónvarp Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira