Innlent

Til­kynnt um helst til ungan öku­mann

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nóttin virðista hafa verið með rólegra móti.
Nóttin virðista hafa verið með rólegra móti. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um ökumann sem tilkynnanda þótti helst til ungur. Við skoðun á málinu kom í ljós að hann var aðeins 14 ára gamall og hafði því aldrei öðlast ökuréttindi.

Engar frekari upplýsingar er að finna um málið í yfirliti lögreglu  yfir verkefni næturinnar.

Tveir gistu fangaklefa í morgun og 50 mál voru bókuð í kerfi lögreglu frá því klukkan 17 í gær til 5 í morgun.

Lögregla var einnig kölluð til vegna líkamsárásar í heimahúsi og er það mál í rannsókn. Þá var látið vita af eignaspjöllum fyrir utan skóla, þar sem kveikt var í reiðhjóli. Einn var stöðvaður á 137 km/klst þar sem hámarkshraði var 70 km/klst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×