Sólveig keppti ólétt og á leið í þungunarrof Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 09:31 Sólveig Sigurðardóttir var að ganga í gegnum afar erfiða tíma þegar hún keppti í fyrsta og eina sinn á heimsleikunum í crossfit. Instagram/@solasigurdardottir Sólveig Sigurðardóttir, sem var ein fremsta Crossfit-kona Íslands, hefur nú útskýrt hvað hún gekk í gegnum á sínum fyrstu og einu heimsleikum, árið 2022. Hún keppti á leikunum ólétt og búin að ákveða að fara í þungunarrof. Sólveig greinir frá þessu í viðtali í Dagmálum á mbl.is. Þessi 29 ára íþróttakona hefur áður talað um að sér hafi fundist hún hafa valdið vinum og fjölskyldu vonbrigðum með frammistöðu sinni á heimsleikunum, þar sem hún endaði í 34. sæti af 39 keppendum. Hún ætlaði sér mun meira en hefur nú greint frá því að sex vikum fyrir heimsleikana komst hún að því að hún væri ólétt. „Ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu persónulega lífi þegar ég komst að því að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður en mig hefur oft langað til þess að ræða þetta því mér finnst leiðinlegt hvernig fór á heimsleikunum. Ég hef viljað útskýra það fyrir fólki af hverju mér gekk svona illa. Ég var í sambandi með manni sem ég vissi innst inni að ég ætti ekki að vera með. Þetta var ekki gott samband og ég náði í raun ekki að undirbúa mig almennilega fyrir heimsleikana. Það komst ekkert annað að en óléttan. Ég stóð líka frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun. Að fara í þungunarrof er mjög erfið ákvörðun og þetta er ákvörðun sem þú þarft að lifa með allt þitt líf. Það fer engin kona í þungunarrof af einhverri léttúð,“ sagði Sólveig í Dagmálum. Hún náði því aldrei að njóta sín á heimsleikunum sem höfðu verið hennar draumur og markmið í langan tíma. „Ég var í hálfgerðu móki á heimsleikunum. Ég var stödd á Mallorca að æfa þegar ég komst að þessu [að hún væri ólétt] og ég gerði mér engan veginn grein fyrir ferlinu sem var að fara af stað þarna. Ég kem heim því í mínum fullkomna heimi þá hélt ég að ég gæti bara látið þetta hverfa og svo undirbúið mig fyrir heimsleikana af fullum krafti. Konur sem hafa gengið í gegnum þetta vita hins vegar að þetta er ekki alveg svona einfalt. Úr varð að ég þurfti að keppa ófrísk á heimsleikunum. Þessi tími í mínu lífi er í algjörri móðu og ég var í rauninni bara á botninum. Það komst heldur ekkert annað að í hausnum á mér en hvað tæki við hjá mér strax eftir heimsleikana. Ég naut mín ekki í eina sekúndu,“ sagði Sólveig. Tímabil sem tók of mikinn toll Hún reyndi svo aftur að komast á heimsleikana árið 2023 en sat þá eftir í undanúrslitunum. Hún greindi svo síðar frá því að hún væri hætt að keppa í crossfit og fór yfir þá ákvörðun á myndbandsbloggi sínu á YouTube. Þar kvaðst hún hafa verið að glíma við persónuleg vandamál sem hún vildi þó ekki ræða nánar á þeim tímapunkti. „Ég hef notið íþróttaferils míns mjög mikið og hann hefur kennt mér svo mikið um mig sjálfa. Ég væri ekki sú persóna sem ég er í dag nema fyrir öll þessi ár mín í CrossFit. Það eru liðin tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit og þetta er búið að vera ferðalag sem ég gat ekki séð fyrir,“ sagði Sólveig í myndbandsblogginu og kvaðst þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hefði fengið og skapað sér sjálf. Fyrrnefndir heimsleikar árið 2022 tóku hins vegar skiljanlega mikið á. „Ég hefði viljað sjá mig vera hundrað prósent þarna því ég náði ekki að gera mitt besta. Ég stóð mig ekki nógu vel og ég er leið yfir því. Það tímabil tók mikinn toll af mér andlega.“ CrossFit Þungunarrof Tengdar fréttir Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig Sjá meira
Sólveig greinir frá þessu í viðtali í Dagmálum á mbl.is. Þessi 29 ára íþróttakona hefur áður talað um að sér hafi fundist hún hafa valdið vinum og fjölskyldu vonbrigðum með frammistöðu sinni á heimsleikunum, þar sem hún endaði í 34. sæti af 39 keppendum. Hún ætlaði sér mun meira en hefur nú greint frá því að sex vikum fyrir heimsleikana komst hún að því að hún væri ólétt. „Ég var að ganga í gegnum erfiða tíma í mínu persónulega lífi þegar ég komst að því að ég væri ófrísk. Ég hef aldrei talað um þetta opinberlega áður en mig hefur oft langað til þess að ræða þetta því mér finnst leiðinlegt hvernig fór á heimsleikunum. Ég hef viljað útskýra það fyrir fólki af hverju mér gekk svona illa. Ég var í sambandi með manni sem ég vissi innst inni að ég ætti ekki að vera með. Þetta var ekki gott samband og ég náði í raun ekki að undirbúa mig almennilega fyrir heimsleikana. Það komst ekkert annað að en óléttan. Ég stóð líka frammi fyrir mjög erfiðri ákvörðun. Að fara í þungunarrof er mjög erfið ákvörðun og þetta er ákvörðun sem þú þarft að lifa með allt þitt líf. Það fer engin kona í þungunarrof af einhverri léttúð,“ sagði Sólveig í Dagmálum. Hún náði því aldrei að njóta sín á heimsleikunum sem höfðu verið hennar draumur og markmið í langan tíma. „Ég var í hálfgerðu móki á heimsleikunum. Ég var stödd á Mallorca að æfa þegar ég komst að þessu [að hún væri ólétt] og ég gerði mér engan veginn grein fyrir ferlinu sem var að fara af stað þarna. Ég kem heim því í mínum fullkomna heimi þá hélt ég að ég gæti bara látið þetta hverfa og svo undirbúið mig fyrir heimsleikana af fullum krafti. Konur sem hafa gengið í gegnum þetta vita hins vegar að þetta er ekki alveg svona einfalt. Úr varð að ég þurfti að keppa ófrísk á heimsleikunum. Þessi tími í mínu lífi er í algjörri móðu og ég var í rauninni bara á botninum. Það komst heldur ekkert annað að í hausnum á mér en hvað tæki við hjá mér strax eftir heimsleikana. Ég naut mín ekki í eina sekúndu,“ sagði Sólveig. Tímabil sem tók of mikinn toll Hún reyndi svo aftur að komast á heimsleikana árið 2023 en sat þá eftir í undanúrslitunum. Hún greindi svo síðar frá því að hún væri hætt að keppa í crossfit og fór yfir þá ákvörðun á myndbandsbloggi sínu á YouTube. Þar kvaðst hún hafa verið að glíma við persónuleg vandamál sem hún vildi þó ekki ræða nánar á þeim tímapunkti. „Ég hef notið íþróttaferils míns mjög mikið og hann hefur kennt mér svo mikið um mig sjálfa. Ég væri ekki sú persóna sem ég er í dag nema fyrir öll þessi ár mín í CrossFit. Það eru liðin tíu ár síðan ég byrjaði í CrossFit og þetta er búið að vera ferðalag sem ég gat ekki séð fyrir,“ sagði Sólveig í myndbandsblogginu og kvaðst þakklát fyrir þau tækifæri sem hún hefði fengið og skapað sér sjálf. Fyrrnefndir heimsleikar árið 2022 tóku hins vegar skiljanlega mikið á. „Ég hefði viljað sjá mig vera hundrað prósent þarna því ég náði ekki að gera mitt besta. Ég stóð mig ekki nógu vel og ég er leið yfir því. Það tímabil tók mikinn toll af mér andlega.“
CrossFit Þungunarrof Tengdar fréttir Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Curry bauð gömlu konunni á leik með sér „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Meistarar City halda áfram að bæta við sig Sjá meira
Sólveig hætt og útskýrir erfiðustu ákvörðun lífsins Sólveig Sigurðardóttir, ein besta Crossfit-kona Íslands, hefur ákveðið að hætta keppni. Hún fer yfir ákvörðunina í myndbandsbloggi á YouTube. 7. mars 2024 08:31
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti