Búið spil hjá fyrirliðanum en Barcelona má fá nýjan mann Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 11:30 Leikmenn Barcelona sáu strax að eitthvað alvarlegt hafði gerst, þegar fyrirliðinn Marc-André ter Stegen meiddist í gær. Getty/Jose Breton Þýski markvörðurinn Marc-André ter Stegen mun sennilega ekki spila meira fyrir Barcelona á þessari leiktíð eftir að hann meiddist alvarlega í hné, í 5-1 sigrinum gegn Villarreal í spænsku 1. deildinni í gær. Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg og nú er komið í ljós að hnéskeljarsin rofnaði sem þýðir að Ter Stegen verður frá keppni í að minnsta kosti sjö til átta mánuði. 🚨⚠️ Barça confirm that Marc André ter Stegen has a complete rupture in the patella tendon in his right knee.The German goalkeeper will undergo surgery today as he will be out for 7/8 months. pic.twitter.com/9JlRGkKdj1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Hinn 25 ára gamli Iñaki Peña kom inn á í stað Ter Stegen og kemur til með að verja mark Börsunga, sem farið hafa frábærlega af stað í spænsku deildinni undir stjórn Hansi Flick. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í síðustu viku, 2-1 gegn Monaco. Ter Stegen er fyrirliði og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona um árabil, eða frá 2016, og ljóst að það er mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 32 ára markmann út. Navas, Karius og Vaclik á lausu Javier Tebas, forseti La Liga, staðfesti í dag að vegna meiðslanna mætti Barcelona kaupa nýjan leikmann þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður. Reglurnar heimila raunar að sá leikmaður þurfi ekki að vera markmaður heldur geti einnig verið útileikmaður. Hængurinn er sá að aðeins er hægt að taka inn leikmann sem ekki er samningsbundinn öðru félagi í dag – annars þarf Barcelona að bíða þar til að félagaskiptaglugginn opnast í janúar. AS fór yfir stöðuna og taldi upp mögulega kosti fyrir Barcelona. Heitasta nafnið á lausu er líklega Keylor Navas en þessi 37 ára markvörður, sem varð þrisvar Evrópumeistari með Real Madrid, er án félags eftir að hafa kvatt PSG í sumar. Loris Karius, fyrrverandi markvörður Liverpool, og Tékkinn Tomas Vaclik, sem áður lék með Sevilla, eru einnig nefndir, ásamt fleirum. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Strax var ljóst að meiðslin væru alvarleg og nú er komið í ljós að hnéskeljarsin rofnaði sem þýðir að Ter Stegen verður frá keppni í að minnsta kosti sjö til átta mánuði. 🚨⚠️ Barça confirm that Marc André ter Stegen has a complete rupture in the patella tendon in his right knee.The German goalkeeper will undergo surgery today as he will be out for 7/8 months. pic.twitter.com/9JlRGkKdj1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024 Hinn 25 ára gamli Iñaki Peña kom inn á í stað Ter Stegen og kemur til með að verja mark Börsunga, sem farið hafa frábærlega af stað í spænsku deildinni undir stjórn Hansi Flick. Þeir töpuðu hins vegar fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í síðustu viku, 2-1 gegn Monaco. Ter Stegen er fyrirliði og hefur verið aðalmarkvörður Barcelona um árabil, eða frá 2016, og ljóst að það er mikið áfall fyrir liðið að missa þennan 32 ára markmann út. Navas, Karius og Vaclik á lausu Javier Tebas, forseti La Liga, staðfesti í dag að vegna meiðslanna mætti Barcelona kaupa nýjan leikmann þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður. Reglurnar heimila raunar að sá leikmaður þurfi ekki að vera markmaður heldur geti einnig verið útileikmaður. Hængurinn er sá að aðeins er hægt að taka inn leikmann sem ekki er samningsbundinn öðru félagi í dag – annars þarf Barcelona að bíða þar til að félagaskiptaglugginn opnast í janúar. AS fór yfir stöðuna og taldi upp mögulega kosti fyrir Barcelona. Heitasta nafnið á lausu er líklega Keylor Navas en þessi 37 ára markvörður, sem varð þrisvar Evrópumeistari með Real Madrid, er án félags eftir að hafa kvatt PSG í sumar. Loris Karius, fyrrverandi markvörður Liverpool, og Tékkinn Tomas Vaclik, sem áður lék með Sevilla, eru einnig nefndir, ásamt fleirum.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira