Segir Murphy gera lítið úr kynferðisofbeldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. september 2024 16:32 Erik Menendez er ekki ánægður með Netflix seríuna sem fjallar um morðið sem hann og Lyle bróðir hans frömdu. Bræðurnir myrtu foreldra sína 1989. Samsett/Getty Bræðurnir Lyle og Erik Menendez eru vægast sagt ósáttir við Netflix seríuna Monsters. Serían byggir á þeim bræðrum en þeir myrtu foreldra sína árið 1989 á heimili þeirra í Beverly Hills. Þeir segja foreldra sína hafa beitt sig andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en afplána nú lífstíðarfangelsi án möguleika um reynslulausn. Sjónvarpsserían Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story hefur notið gríðarlegra vinsælda á streymisveitunni Netflix undanfarið. Hér má sjá stiklu fyrir þættina: „Mannskemmandi lýsingar“ Erik Menendez, annar bræðranna, tjáði sig um seríuna og er ekki par sáttur. „Ég hélt að við hefðum náð að komast frá lygunum og þessum mannskemmandi lýsingum á karakter Lyle. Það er búið að setja fram skopmynd af Lyle sem á rætur sínar að rekja til hræðilegra lyga í þessari seríu. Ég get ekki annað en trúað því að þetta hafi verið viljandi gert. Það er þungbært að segja að ég trúi því vel að Ryan Murphy geri þetta viljandi, hann getur ekki óvart verið svona barnalegur og ónákvæmur þegar það kemur að staðreyndum um okkar líf.“ Segja foreldrana hafa beitt hræðilegu ofbeldi Ryan Murphy skrifaði seríuna ásamt Ian Brennan. Ungstirnin Nicholas Alexander Chavez og Cooper Kosh fara með hlutverk bræðranna og kanónurnar Javier Bardem og Chloë Sevigny leika foreldrana José Menedez og Mary Louise Kitty Menendez. Bræðurnir fengu dóminn árið 1996 og saksóknari hélt því fram að þeir hefðu skotið og myrt foreldra sína fyrir peninga en faðir þeirra José Menendez var mjög vel efnaður athafnamaður. Bræðurnir sögðu að foreldrar þeirra hefðu beitt þá andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í áraraðir og þeir hafi verið hræddir um líf sitt. „Það er sorglegt að vita að þessi óheiðarlega framsetning Netflix af hræðilegum atburðum í okkar lífi tekur mörg sársaukafull skref aftur á bak, aftur til tímans þar sem saksóknari bjó til söguþráð sem einkenndist af því að karlmenn yrðu ekki fyrir kynferðisofbeldi og að karlmenn upplifðu tráma í kringum nauðgun á annan hátt en konur. Þessar hræðilegu lygar hafa verið upprættar og afhjúpaðar af óteljandi hugrökkum fórnarlömbum yfir síðustu tvo áratugina þar sem fólk hefur losað sig við persónulega skömm og sagt sínar sögur. Þannig að núna kemur Murphy og mótar þennan hræðilega söguþráð í gegnum viðbjóðslega og skelfilega karaktersköpun á Lyle og mér og niðurlægir okkur með rógburði,“ segir Erik. Erik Menendez, til vinstri, og bróðir hans Lyle, fyrir framan heimili fjölskyldunnar í Beverly Hills.Getty Hann bætir þá við að ofbeldi sé aldrei svarið, aldrei lausnin og alltaf hræðilegt. „Sömuleiðis vona ég að það gleymist aldrei að ofbeldi gegn börnum skapi hundruð hræðilegra glæpa þar sem þöggun ríkir í skugganum á bak við glimmer og glamúr. Það kemst sjaldan inn í sviðsljósið fyrr en harmleikur á sér stað,“ segir Erik og er mögulega að vísa til þess að bræðurnir ólust upp við gríðarlega mikinn pening í Hollywood og fjölskyldan virtist fyrirmyndar glæsifjölskylda út á við. Netflix Bíó og sjónvarp Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Sjónvarpsserían Monsters: The Lyle and Erik Menendez Story hefur notið gríðarlegra vinsælda á streymisveitunni Netflix undanfarið. Hér má sjá stiklu fyrir þættina: „Mannskemmandi lýsingar“ Erik Menendez, annar bræðranna, tjáði sig um seríuna og er ekki par sáttur. „Ég hélt að við hefðum náð að komast frá lygunum og þessum mannskemmandi lýsingum á karakter Lyle. Það er búið að setja fram skopmynd af Lyle sem á rætur sínar að rekja til hræðilegra lyga í þessari seríu. Ég get ekki annað en trúað því að þetta hafi verið viljandi gert. Það er þungbært að segja að ég trúi því vel að Ryan Murphy geri þetta viljandi, hann getur ekki óvart verið svona barnalegur og ónákvæmur þegar það kemur að staðreyndum um okkar líf.“ Segja foreldrana hafa beitt hræðilegu ofbeldi Ryan Murphy skrifaði seríuna ásamt Ian Brennan. Ungstirnin Nicholas Alexander Chavez og Cooper Kosh fara með hlutverk bræðranna og kanónurnar Javier Bardem og Chloë Sevigny leika foreldrana José Menedez og Mary Louise Kitty Menendez. Bræðurnir fengu dóminn árið 1996 og saksóknari hélt því fram að þeir hefðu skotið og myrt foreldra sína fyrir peninga en faðir þeirra José Menendez var mjög vel efnaður athafnamaður. Bræðurnir sögðu að foreldrar þeirra hefðu beitt þá andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi í áraraðir og þeir hafi verið hræddir um líf sitt. „Það er sorglegt að vita að þessi óheiðarlega framsetning Netflix af hræðilegum atburðum í okkar lífi tekur mörg sársaukafull skref aftur á bak, aftur til tímans þar sem saksóknari bjó til söguþráð sem einkenndist af því að karlmenn yrðu ekki fyrir kynferðisofbeldi og að karlmenn upplifðu tráma í kringum nauðgun á annan hátt en konur. Þessar hræðilegu lygar hafa verið upprættar og afhjúpaðar af óteljandi hugrökkum fórnarlömbum yfir síðustu tvo áratugina þar sem fólk hefur losað sig við persónulega skömm og sagt sínar sögur. Þannig að núna kemur Murphy og mótar þennan hræðilega söguþráð í gegnum viðbjóðslega og skelfilega karaktersköpun á Lyle og mér og niðurlægir okkur með rógburði,“ segir Erik. Erik Menendez, til vinstri, og bróðir hans Lyle, fyrir framan heimili fjölskyldunnar í Beverly Hills.Getty Hann bætir þá við að ofbeldi sé aldrei svarið, aldrei lausnin og alltaf hræðilegt. „Sömuleiðis vona ég að það gleymist aldrei að ofbeldi gegn börnum skapi hundruð hræðilegra glæpa þar sem þöggun ríkir í skugganum á bak við glimmer og glamúr. Það kemst sjaldan inn í sviðsljósið fyrr en harmleikur á sér stað,“ segir Erik og er mögulega að vísa til þess að bræðurnir ólust upp við gríðarlega mikinn pening í Hollywood og fjölskyldan virtist fyrirmyndar glæsifjölskylda út á við.
Netflix Bíó og sjónvarp Kynferðisofbeldi Hollywood Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira