Innlent

Leituðu á stóru svæði en fundu ekki fleiri hvíta­birni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Dýrið sem var fellt á fimmtudag var ung birna.
Dýrið sem var fellt á fimmtudag var ung birna. Vísir/Vilhelm

Engir hvítabirnir fundust við leitarflug Landhelgisgæslunnar yfir Vestfirði í dag. Lögreglustjóri segir menn nú hafa leitað af sér allan grun um að annað dýr sé á svæðinu, eftir að ung birna var felld á Höfðaströnd í Jökulfjörðum á fimmtudag.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið um klukkan tíu í morgun, sótti varðstjóra lögreglunnar á Ísafirði, og hélt svo í könnunarflugið. Helgi Jensson lögreglustjóri segir ekkert hafa sést, hvorki birni né ummerki um þá.

„Þeir leituðu yfir stórt svæði, fóru alveg suður að Bjarnarfirði á Ströndum, og leituðu svo Hornstrandir og Jökulfirði. Það var ekkert að sjá og við erum búnir að leita eins vel og við getum, teljum við,“ segir Helgi.

Ekki standi til að fara í aðra ferð, nema ábendingar um veru hvítabjarna á svæðinu berist. 


Tengdar fréttir

Kanna hvort fleiri bjarn­­dýr leynist fyrir vestan

Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, ásamt lögreglumanni af Vestfjörðum, kanna nú hvort hvítabirni sé að finna í Jökulfjörðum eða á Hornströndum. Engar vísbendingar eru um að fleiri dýr en það sem fellt var fyrir helgi hafi komið til landsins, en lögreglustjórinn á Vestfjörðum segir gott að leita af sér allan grun.

Hvers vegna að fella ís­birni?

Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×