Innlent

Ís­lendingur í Ísrael óskaði eftir að­stoð utan­ríkis­ráðu­neytisins

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina og átök stigmagnast. Langar bílaraðir hafa myndast á leiðinni út úr bænum Sidon og víðar í Líbanon þar sem fólk flýr svæðið.
Flugskeyti flugu á milli Ísraels og Líbanon um helgina og átök stigmagnast. Langar bílaraðir hafa myndast á leiðinni út úr bænum Sidon og víðar í Líbanon þar sem fólk flýr svæðið. AP/Mohammed Zaatari

Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hefur nýlega borist ein beiðni um aðstoð frá íslenskum ríkisborgara í Ísrael. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hafa íslensk stjórnvöld áhyggjur af stigmögnun átaka á svæðinu og hvetja til stillingar.

Í ljósi ástandsins á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs og aukinna átaka á undanförnum dögum milli Ísraela og Hezbollah í Líbanon spurðist fréttastofa fyrir um hvort einhverjir fulltrúar frá Íslandi væru staddir á vegum utanríkisþjónustunnar í Líbanon við friðargæslu eða önnur verkefni. Þá var spurt hvort borgaraþjónustunni hafi borist aðstoðarbeiðni frá íslenskum ríkisborgurum á svæðinu. 

Í svari ráðuneytisins kemur fram að ekkert útsent starfsfólk á vegum utanríkisráðuneytisins sé statt í Líbanon. Hins vegar hafi borgaraþjónustunni nýlega borist ein beiðni frá íslenskum ríkisborgara í Ísrael. Ekki sé þó hægt að veita frekari upplýsingar um einstök mál. 

Þá kemur fram að íslensk stjórnvöld hafi áhyggjur af stigmögnun átaka á svæðinu og hvetji til stillingar. Eins taki Ísland undir aþjóðlegt ákall til deiluaðila um að mannúðarlög séu virt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×