Úkraínumenn berjist með „aðra hönd bundna fyrir aftan bak“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2024 20:02 Marko Mihkelson, formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins, var ómyrkur í máli gagnvart Rússlandi í pallborðsumræðum í Háskólanum í Reykjavík í dag. Hann segir varasamt að styðja ekki almennilega við bakið á Úkraínu í stríði þeirra við Rússland. Vísir/Vilhelm Tregða Bandaríkjanna og annarra ríkja til að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands er mikil vonbrigði. Þetta segir formaður utanríkismálanefndar Eistlands sem telur afstöðuna hættulega og merki um veikleika. Mikið sé í húfi fyrir allsherjaröryggi í Evrópu. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan. Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Sjá meira
Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. Úkraínuforseti er staddur í Bandaríkjunum í tengslum við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur meðal annars nýtt ferðina til að heimsækja vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu sem framleiðir skotfæri sem Úkraínuher notar í stríðinu gegn Rússlandi. Þá mun hann funda með ráðamönnum og forsetaframbjóðendum, en stórveldi á borð við Bandaríkin hafa verið rög við að leyfa Úkraínumönnum að nota vopn frá þeim innan landamæra Rússlands, af ótta við að það muni eggja Pútín áfram til frekari átaka og stigmögnunar stríðsins. „Það eina sem eggjar Rússa er veikleiki. Enginn eggjaði Rússa til að hefja þetta stórstríð í Evrópu. Þeir hafa sett sér langtímastefnu, sem felst ekki aðeins í að eyða Úkraínu heldur einnig til að skaða öryggisuppbyggingu og frið í Evrópu,“ segir Marko Mihkelson sem er formaður utanríkismálanefndar eistneska þingsins. Undir þessar áhyggjur taka einnig kollegar hans, formenn og varaformenn utanríkismálanefnda þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja, sem staddir eru hér á landi og tóku þátt í pallborðsumræðum um öryggis- og varnarmál á vegum Varðbergs í Háskólanum í Reykjavík í dag. Sjálfur hefur Mihkelson margsinnis heimsótt Úkraínu og kynnt sér aðstæður á framlínu stríðsins. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar Alþingis stýrði pallborðsumræðum.Vísir/Vilhelm „Það er ótrúlegt að sjá úkraínska hermenn og foringja berjast í þessu stríði með aðra hönd bundna fyrir aftan bak. Þeir geta ekki beitt þeim vopnum sem þeim hefur verið send,“ bætir hann við. Þá hafi hann einnig í síðustu heimsókn sinni til Úkraínu séð lista yfir öll þau vopn sem Bandaríkjamenn hafi lofað Úkraínumönnum til viðbótar, en ekkert bóli á þeim enn mörgum mánuðum síðar. Þetta eigi ekki aðeins við um langdræg vopn, heldur ýmislegt annað sem Úkraínumenn þurfi á að halda. Fundarsalurinn var nokkuð þétt setinn á pallborðsumræðum formanna utanríkismálanefnda í HR í dag.Vísir/Vilhelm Staðan sé alvarlegri en fólk geri sér grein fyrir Mihkelson segir mikið vera í húfi, ekki aðeins fyrir Úkraínu. Hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að missa ekki augun af öðrum ríkjum sem hliðholl eru Rússlandi, til að mynda Kína, sem vilji auka vægi sitt, áhrif og völd á heimsvísu. „Við í Evrópu og hinum vestræna heimi skiljum líklega enn hversu hættuleg staðan er.“ Spurður hvort hann sé bjartsýnn á að Selenskí Úkraínuforseti nái að beita sannfæringarmætti sínum í heimsókninni til Bandaríkjanna segist Mihkelson vona að hann gefist ekki upp. „Ég hef hitt Selenskí forseta nokkrum sinnum og í hvert sinn spyr ég sjálfan mig hvernig hann þraukar,“ segir Mihkelson. „Hlustið á Selenskí.“ Viðtal Stöðvar 2 við Marko Mihkelson, formann utanríkismálanefndar eistneska þingsins, í heild sinni má finna í spilaranum hér að neðan.
Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Eistland Hernaður Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Fleiri fréttir Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum Sjá meira