Býður sig ekki fram til formanns og styður Svandísi Eiður Þór Árnason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 23. september 2024 18:24 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra sækist eftir því að gegna áfram embætti varaformanns VG. Vísir/Bjarni Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra og starfandi formaður Vinstri grænna (VG) ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssætið á komandi landsfundi. Í stað þess vill hann sjá Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og þingmann VG leiða flokkinn en hún hefur ekki tilkynnt framboð. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem starfandi formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Svandís hefur verið orðuð við formannsembættið en samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst hún ekki tilkynna ákvörðun sína fyrr en í fyrsta lagi á morgun. „Ég brenn fyrir umhverfisvernd, náttúruvernd, félagslegum gildum og mannréttindum og það hefur ekkert breyst. Ég tek þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til formanns að þessu sinni af því ég tel einfaldlega að það sem VG þarf á að halda núna er sterk kona í forystusæti sem hefur verið lengi í stjórnmálum,“ sagði Guðmundur Ingi um Svandísi í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vonast auðvitað til þess að við sjáum Svandísi Svavarsdóttur bjóða sig fram. Ég hef greint henni frá minni afstöðu og í mínum huga snýst þetta um að stilla upp sigurstranglegum formanni fyrir VG.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingkona VG sagðist slá ekkert út af borðinu aðspurð um formannsframboð fyrr í dag. Vongóð þrátt fyrir að mælast út af þingi Flokkurinn fékk tæplega þréttán prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en hefur nú lengi mælst með þrjú til fimm prósenta stuðning í könnunum og jafnvel enga þingmenn. Guðmundur Ingi bindur vonir við að flokkurinn sjái aukið fylgi með Svandísi í leiðtogasæti. „Við þurfum að stilla upp sigurstranglegum listum í öllum kjördæmum. Við höfum verið í mikilli málefnavinnu núna á undanförnum misserum og ég hlakka virkilega til að hitta félaga mína á landsfundi og vonandi tekst okkur að koma út þaðan enn þá kröftugri en við höfum verið. Ég vil segja það fyrir mitt leyti, og ég finn það hjá félögum mínum, að við erum hvergi nærri að baki dottinn vegna þess að ég tel erindi VG í íslenskri pólitík svo sannarlega mikið.“ Guðmundur Ingi sækist ekki einn eftir varaformannssæti flokksins en Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna hefur einnig tilkynnt framboð sitt. „Við Jódís erum góðir félagar og það er gott að fá fleiri til þess að bjóða sig fram. Það er líka bara skemmtilegt og mér finnst líka bara gott að fá mælingu á mín störf sem varaformaður og þá kannski líka sem formaður undanfarna sex mánuði,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Áfram oddviti í Kraganum Guðmundur Ingi tilkynnti ákvörðun sína fyrst í færslu á Facebook-síðu sinni. Landsfundur Vinstri grænna fer fram þann 4. til 6. október næstkomandi. „Ég er ekki að hætta í stjórnmálum, langt því frá. Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningu sinni. Hann segir það hafa verið heiður að leiða flokkinn frá því í vor en hann treysti engum betur til þess verks en Svandísi Svavarsdóttur. Guðmundur Ingi segist hafa greint henni frá þessari afstöðu sinni. Vill sjá sterka félagshyggjustjórn „Ég er þakklátur fyrir þau fjölmörgu tækifæri sem ég hef fengið til að hafa áhrif. Allar friðlýsingarnar sem umhverfisráðherra, lögfesting kolefnishlutleysis Íslands og það að skylda fyrirtæki og almenning til að flokka sorp. Og, í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að koma á réttlátara og einfaldara örorkulífeyriskerfi sem snertir fólk um land allt og beðið hefur verið eftir í fjöldamörg ár – og ná í gegn fyrstu landsáætluninni í málefnum fatlaðs fólks. Nú hillir auk þess undir fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Fleiri og sterkari raddir þarf til að tala fyrir náttúrunni, réttindum hinsegin fólks, kvenna, fatlaðs fólks og innflytjenda, og berjast fyrir vinstri gildum þar sem við fáum öll raunverulega að vera með í samfélaginu,“ skrifar Guðmundur Ingi. Hann kallar eftir því að „sterk félagshyggjustjórn“ sitji í Stjórnarráðinu á næsta kjörtímabili og vill eiga þátt í því að gera það að veruleika. Fréttin hefur verið uppfærð. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið án kjörins formanns frá því að Katrín Jakobsdóttir steig til hliðar sem formaður og forsætisráðherra í apríl samhliða framboði sínu til embættis forseta Íslands. Þá tók Guðmundur Ingi við sem starfandi formaður VG en hann gegndi áður stöðu varaformanns. Hann hyggst sækjast eftir að gegna því embætti áfram eftir næsta landsfund. Svandís hefur verið orðuð við formannsembættið en samkvæmt heimildum fréttastofu hyggst hún ekki tilkynna ákvörðun sína fyrr en í fyrsta lagi á morgun. „Ég brenn fyrir umhverfisvernd, náttúruvernd, félagslegum gildum og mannréttindum og það hefur ekkert breyst. Ég tek þá ákvörðun að gefa ekki kost á mér til formanns að þessu sinni af því ég tel einfaldlega að það sem VG þarf á að halda núna er sterk kona í forystusæti sem hefur verið lengi í stjórnmálum,“ sagði Guðmundur Ingi um Svandísi í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég vonast auðvitað til þess að við sjáum Svandísi Svavarsdóttur bjóða sig fram. Ég hef greint henni frá minni afstöðu og í mínum huga snýst þetta um að stilla upp sigurstranglegum formanni fyrir VG.“ Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingkona VG sagðist slá ekkert út af borðinu aðspurð um formannsframboð fyrr í dag. Vongóð þrátt fyrir að mælast út af þingi Flokkurinn fékk tæplega þréttán prósent atkvæða í síðustu alþingiskosningum en hefur nú lengi mælst með þrjú til fimm prósenta stuðning í könnunum og jafnvel enga þingmenn. Guðmundur Ingi bindur vonir við að flokkurinn sjái aukið fylgi með Svandísi í leiðtogasæti. „Við þurfum að stilla upp sigurstranglegum listum í öllum kjördæmum. Við höfum verið í mikilli málefnavinnu núna á undanförnum misserum og ég hlakka virkilega til að hitta félaga mína á landsfundi og vonandi tekst okkur að koma út þaðan enn þá kröftugri en við höfum verið. Ég vil segja það fyrir mitt leyti, og ég finn það hjá félögum mínum, að við erum hvergi nærri að baki dottinn vegna þess að ég tel erindi VG í íslenskri pólitík svo sannarlega mikið.“ Guðmundur Ingi sækist ekki einn eftir varaformannssæti flokksins en Jódís Skúladóttir, þingkona Vinstri grænna hefur einnig tilkynnt framboð sitt. „Við Jódís erum góðir félagar og það er gott að fá fleiri til þess að bjóða sig fram. Það er líka bara skemmtilegt og mér finnst líka bara gott að fá mælingu á mín störf sem varaformaður og þá kannski líka sem formaður undanfarna sex mánuði,“ sagði hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Áfram oddviti í Kraganum Guðmundur Ingi tilkynnti ákvörðun sína fyrst í færslu á Facebook-síðu sinni. Landsfundur Vinstri grænna fer fram þann 4. til 6. október næstkomandi. „Ég er ekki að hætta í stjórnmálum, langt því frá. Ég mun áfram bjóða fram krafta mína sem varaformaður hreyfingarinnar og oddviti VG í Kraganum. Ég brenn fyrir umhverfismálum, mannréttindum og félagslegum áherslum og vil áfram vinna þeim baráttumálum brautargengi í íslensku samfélagi,“ segir Guðmundur Ingi í tilkynningu sinni. Hann segir það hafa verið heiður að leiða flokkinn frá því í vor en hann treysti engum betur til þess verks en Svandísi Svavarsdóttur. Guðmundur Ingi segist hafa greint henni frá þessari afstöðu sinni. Vill sjá sterka félagshyggjustjórn „Ég er þakklátur fyrir þau fjölmörgu tækifæri sem ég hef fengið til að hafa áhrif. Allar friðlýsingarnar sem umhverfisráðherra, lögfesting kolefnishlutleysis Íslands og það að skylda fyrirtæki og almenning til að flokka sorp. Og, í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu að koma á réttlátara og einfaldara örorkulífeyriskerfi sem snertir fólk um land allt og beðið hefur verið eftir í fjöldamörg ár – og ná í gegn fyrstu landsáætluninni í málefnum fatlaðs fólks. Nú hillir auk þess undir fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Fleiri og sterkari raddir þarf til að tala fyrir náttúrunni, réttindum hinsegin fólks, kvenna, fatlaðs fólks og innflytjenda, og berjast fyrir vinstri gildum þar sem við fáum öll raunverulega að vera með í samfélaginu,“ skrifar Guðmundur Ingi. Hann kallar eftir því að „sterk félagshyggjustjórn“ sitji í Stjórnarráðinu á næsta kjörtímabili og vill eiga þátt í því að gera það að veruleika. Fréttin hefur verið uppfærð.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Tengdar fréttir Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10 Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Segir afsögn sína heillaspor fyrir VG Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir afsögn sína sem formanns flokksins gefa Vinstri grænum tækifæri og svigrúm til breytinga og að brottför sín úr flokknum verði heillaspor. 7. apríl 2024 12:10
Katrín gefur kost á sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur tilkynnt að hún gefi kost á sér til embættis forseta Íslands. 5. apríl 2024 13:06