„Algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2024 21:43 Viktor Jónsson í baráttunni við Viktor Örn Margeirsson Vísir/Anton Brink ÍA tapaði 2-0 gegn Blikum á Kópavogsvelli. Viktor Jónsson, fyrirliði ÍA, var svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum þar sem honum fannst frammistaða liðsins góð. „Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum. ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira
„Mér fannst úrslitin ekki gefa rétta mynd af leiknum. Mér fannst algjör synd að við fengum ekkert út úr þessum leik því mér fannst þetta ótrúlega vel spilaður leikur hjá okkur. Þetta var einn af okkar bestu leikjum hvað varðar að halda bolta, halda pressu og hlaupagetu. Það var ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu,“ sagði Viktor Jónsson í samtali við Vísi eftir leik. Staðan var 0-0 í hálfleik þrátt fyrir að fyrri hálfleikur hafi verið lokaður fengu Skagamenn nokkur færi undir lok fyrri hálfleiks. „Við vorum að gera vel í að koma okkur í góðar stöður en vorum ekki að gera alveg nógu vel í að nýta okkur það. Síðan vantaði aðeins upp á fyrirgjafirnar hjá okkur og það er stutt á milli í þessu þegar að góð lið mætast og við náðum ekki að setja inn mark þarna sem svíður.“ Blikar komust yfir á 55. mínútu eftir að Johannes Vall, leikmaður ÍA, gerði sjálfsmark. Eftir að heimamenn komust yfir urðu þeir hættulegri. „Það róaði Blika sennilega aðeins að komast yfir. Þeir þorðu að halda boltanum meira og fengu meira sjálfstraust í spilinu. Mér fannst við samt hafa fín tök á leiknum en það er stutt á milli í þessu og þeir skoruðu tvö mörk. Þetta var fokking svekkjandi.“ Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að ÍA er fimm stigum frá þriðja sæti deildarinnar sem gefur Evrópusæti. Viktor viðurkenndi að það sé súrt að hugsa til þess eftir leik. „Við ætluðum okkur sigur og við ætluðum að setja þetta upp sem fimm leikja mót sem við ætluðum að vinna. Hver leikur telur og það er dýrt að tapa en við höldum bara áfram og mætum ferskir í næsta leik og vinnum rest,“ sagði Viktor Jónsson að lokum.
ÍA Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Fleiri fréttir FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Sjá meira