Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. september 2024 14:11 Ólafur Elíasson tekur yfir gríðarstór almenningsrými á borð við Piccadilly Circus og Times Square með verkinu Lifeworld. Sebastian Gollnow/picture alliance via Getty Images Ólafur Elíasson mun taka yfir gríðarstór auglýsingaskilti í stórborgum á borð við London og New York. Hann er með þekktari listamönnum landsins og þó víðar væri leitað en list hans má finna um allan heim. Gríðarlegur fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Piccadilly Circus í London á hverjum degi og eru risa stór auglýsingaskiltin einkennandi fyrir London. Þá hefur sömuleiðis verið vinsælt hjá ferðamönnum að taka myndir af sér þar og eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að auglýsa sig á stóru skjánum. Hins vegar stendur til að hægja á öllu í byrjun október. Samkvæmt breska tímaritinu Guardian á listaverk Ólafs að hægja á ofurhraða auglýsinganna. Þar sem vanalega eru skýrar og áberandi auglýsingar fyrirtækjarisa kemur óskýrt myndbands listaverk frá Ólafi sem heitir Lifeworld. Í samtali við Guardian segir Ólafur að listsköpunin sé viljandi óskýr og sé algjör andstæða kapitalískra hugmynda auglýsingaskiltanna. „Það sem ég er að hugsa út í er almenningsrýmið. Þetta snýst ekki um að banna auglýsingaskiltin. Óskýra myndin er tilraun til þess að ná til fólks og segja: Hér er eitthvað fallegt. Þetta snýst um að hægja á sér. Þetta snýst um berskjöldun og þetta snýst um hið ólínulaga,“ segir Ólafur. Lifeworld á Piccadilly CircusÓlafur Elíasson 2024 Lifeworld ferðast sömuleiðis heimshorna á milli á auglýsingaskilti vinsælla almenningsstaða. Til Suður Kóreu á K-Pop torgið í Seoul, Kurfürstendamm í Berlín og Times Square í New York í samvinnu við samtökin Circa. Hvert myndbandsverk er einstakt og sýnir myndbönd frá hverjum stað, nema auðvitað í óskýrri mynd þar sem áhorfendum er boðið að „líta inn á við og sjá hvern stað frá nýju sjónarhorni“. Lifeworld á Times Square.Ólafur Elíasson 2024 Ólafur segir Times Square torgið svakalegt. „Torgið fyllist af fólki á miðnætti. Þetta er mjög áhugavert rými. Það örvar sannarlega skilningarvitin en er mjög yfirþyrmandi á sama tíma. Spurningin er hvort það örvi okkur almenninga eða hvort það dragi frekar úr orkunni okkar. Ég held að þetta óskýra myndbandsverk mitt sé nánari lýsing á raunveruleikanum en það sem við sjáum vanalega á skjánum. Verkið gefur þér pláss til að staldra við. Mér finnst það frekar öflug mýkt,“ segir hann. Ólafur Elíasson hefur sem áður segir tekið þátt í ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Verkið hans Weather Project þar sem mátti líta á risastóra „sól“ var sýnt í Tate Modern og er áætlað að um tvær milljónir hafi séð það. Sömuleiðis má sjá Ólaf dansa í stúdíóinu sínu í Berlín í nýju tónlistarmyndbandi hjá heimsfræga plötusnúðinum Peggy Gou. Ólafur var break-dansari á sínum yngri árum og leyfir þeirri listrænu hlið að njóta sín í myndbandinu sem má sjá hér: Íslendingar erlendis Myndlist Menning Bretland England Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fékk veipeitrun Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Piccadilly Circus í London á hverjum degi og eru risa stór auglýsingaskiltin einkennandi fyrir London. Þá hefur sömuleiðis verið vinsælt hjá ferðamönnum að taka myndir af sér þar og eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að auglýsa sig á stóru skjánum. Hins vegar stendur til að hægja á öllu í byrjun október. Samkvæmt breska tímaritinu Guardian á listaverk Ólafs að hægja á ofurhraða auglýsinganna. Þar sem vanalega eru skýrar og áberandi auglýsingar fyrirtækjarisa kemur óskýrt myndbands listaverk frá Ólafi sem heitir Lifeworld. Í samtali við Guardian segir Ólafur að listsköpunin sé viljandi óskýr og sé algjör andstæða kapitalískra hugmynda auglýsingaskiltanna. „Það sem ég er að hugsa út í er almenningsrýmið. Þetta snýst ekki um að banna auglýsingaskiltin. Óskýra myndin er tilraun til þess að ná til fólks og segja: Hér er eitthvað fallegt. Þetta snýst um að hægja á sér. Þetta snýst um berskjöldun og þetta snýst um hið ólínulaga,“ segir Ólafur. Lifeworld á Piccadilly CircusÓlafur Elíasson 2024 Lifeworld ferðast sömuleiðis heimshorna á milli á auglýsingaskilti vinsælla almenningsstaða. Til Suður Kóreu á K-Pop torgið í Seoul, Kurfürstendamm í Berlín og Times Square í New York í samvinnu við samtökin Circa. Hvert myndbandsverk er einstakt og sýnir myndbönd frá hverjum stað, nema auðvitað í óskýrri mynd þar sem áhorfendum er boðið að „líta inn á við og sjá hvern stað frá nýju sjónarhorni“. Lifeworld á Times Square.Ólafur Elíasson 2024 Ólafur segir Times Square torgið svakalegt. „Torgið fyllist af fólki á miðnætti. Þetta er mjög áhugavert rými. Það örvar sannarlega skilningarvitin en er mjög yfirþyrmandi á sama tíma. Spurningin er hvort það örvi okkur almenninga eða hvort það dragi frekar úr orkunni okkar. Ég held að þetta óskýra myndbandsverk mitt sé nánari lýsing á raunveruleikanum en það sem við sjáum vanalega á skjánum. Verkið gefur þér pláss til að staldra við. Mér finnst það frekar öflug mýkt,“ segir hann. Ólafur Elíasson hefur sem áður segir tekið þátt í ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Verkið hans Weather Project þar sem mátti líta á risastóra „sól“ var sýnt í Tate Modern og er áætlað að um tvær milljónir hafi séð það. Sömuleiðis má sjá Ólaf dansa í stúdíóinu sínu í Berlín í nýju tónlistarmyndbandi hjá heimsfræga plötusnúðinum Peggy Gou. Ólafur var break-dansari á sínum yngri árum og leyfir þeirri listrænu hlið að njóta sín í myndbandinu sem má sjá hér:
Íslendingar erlendis Myndlist Menning Bretland England Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fékk veipeitrun Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira