Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 24. september 2024 14:11 Ólafur Elíasson tekur yfir gríðarstór almenningsrými á borð við Piccadilly Circus og Times Square með verkinu Lifeworld. Sebastian Gollnow/picture alliance via Getty Images Ólafur Elíasson mun taka yfir gríðarstór auglýsingaskilti í stórborgum á borð við London og New York. Hann er með þekktari listamönnum landsins og þó víðar væri leitað en list hans má finna um allan heim. Gríðarlegur fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Piccadilly Circus í London á hverjum degi og eru risa stór auglýsingaskiltin einkennandi fyrir London. Þá hefur sömuleiðis verið vinsælt hjá ferðamönnum að taka myndir af sér þar og eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að auglýsa sig á stóru skjánum. Hins vegar stendur til að hægja á öllu í byrjun október. Samkvæmt breska tímaritinu Guardian á listaverk Ólafs að hægja á ofurhraða auglýsinganna. Þar sem vanalega eru skýrar og áberandi auglýsingar fyrirtækjarisa kemur óskýrt myndbands listaverk frá Ólafi sem heitir Lifeworld. Í samtali við Guardian segir Ólafur að listsköpunin sé viljandi óskýr og sé algjör andstæða kapitalískra hugmynda auglýsingaskiltanna. „Það sem ég er að hugsa út í er almenningsrýmið. Þetta snýst ekki um að banna auglýsingaskiltin. Óskýra myndin er tilraun til þess að ná til fólks og segja: Hér er eitthvað fallegt. Þetta snýst um að hægja á sér. Þetta snýst um berskjöldun og þetta snýst um hið ólínulaga,“ segir Ólafur. Lifeworld á Piccadilly CircusÓlafur Elíasson 2024 Lifeworld ferðast sömuleiðis heimshorna á milli á auglýsingaskilti vinsælla almenningsstaða. Til Suður Kóreu á K-Pop torgið í Seoul, Kurfürstendamm í Berlín og Times Square í New York í samvinnu við samtökin Circa. Hvert myndbandsverk er einstakt og sýnir myndbönd frá hverjum stað, nema auðvitað í óskýrri mynd þar sem áhorfendum er boðið að „líta inn á við og sjá hvern stað frá nýju sjónarhorni“. Lifeworld á Times Square.Ólafur Elíasson 2024 Ólafur segir Times Square torgið svakalegt. „Torgið fyllist af fólki á miðnætti. Þetta er mjög áhugavert rými. Það örvar sannarlega skilningarvitin en er mjög yfirþyrmandi á sama tíma. Spurningin er hvort það örvi okkur almenninga eða hvort það dragi frekar úr orkunni okkar. Ég held að þetta óskýra myndbandsverk mitt sé nánari lýsing á raunveruleikanum en það sem við sjáum vanalega á skjánum. Verkið gefur þér pláss til að staldra við. Mér finnst það frekar öflug mýkt,“ segir hann. Ólafur Elíasson hefur sem áður segir tekið þátt í ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Verkið hans Weather Project þar sem mátti líta á risastóra „sól“ var sýnt í Tate Modern og er áætlað að um tvær milljónir hafi séð það. Sömuleiðis má sjá Ólaf dansa í stúdíóinu sínu í Berlín í nýju tónlistarmyndbandi hjá heimsfræga plötusnúðinum Peggy Gou. Ólafur var break-dansari á sínum yngri árum og leyfir þeirri listrænu hlið að njóta sín í myndbandinu sem má sjá hér: Íslendingar erlendis Myndlist Menning Bretland England Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi fólks leggur leið sína í gegnum Piccadilly Circus í London á hverjum degi og eru risa stór auglýsingaskiltin einkennandi fyrir London. Þá hefur sömuleiðis verið vinsælt hjá ferðamönnum að taka myndir af sér þar og eftirsóknarvert fyrir fyrirtæki að auglýsa sig á stóru skjánum. Hins vegar stendur til að hægja á öllu í byrjun október. Samkvæmt breska tímaritinu Guardian á listaverk Ólafs að hægja á ofurhraða auglýsinganna. Þar sem vanalega eru skýrar og áberandi auglýsingar fyrirtækjarisa kemur óskýrt myndbands listaverk frá Ólafi sem heitir Lifeworld. Í samtali við Guardian segir Ólafur að listsköpunin sé viljandi óskýr og sé algjör andstæða kapitalískra hugmynda auglýsingaskiltanna. „Það sem ég er að hugsa út í er almenningsrýmið. Þetta snýst ekki um að banna auglýsingaskiltin. Óskýra myndin er tilraun til þess að ná til fólks og segja: Hér er eitthvað fallegt. Þetta snýst um að hægja á sér. Þetta snýst um berskjöldun og þetta snýst um hið ólínulaga,“ segir Ólafur. Lifeworld á Piccadilly CircusÓlafur Elíasson 2024 Lifeworld ferðast sömuleiðis heimshorna á milli á auglýsingaskilti vinsælla almenningsstaða. Til Suður Kóreu á K-Pop torgið í Seoul, Kurfürstendamm í Berlín og Times Square í New York í samvinnu við samtökin Circa. Hvert myndbandsverk er einstakt og sýnir myndbönd frá hverjum stað, nema auðvitað í óskýrri mynd þar sem áhorfendum er boðið að „líta inn á við og sjá hvern stað frá nýju sjónarhorni“. Lifeworld á Times Square.Ólafur Elíasson 2024 Ólafur segir Times Square torgið svakalegt. „Torgið fyllist af fólki á miðnætti. Þetta er mjög áhugavert rými. Það örvar sannarlega skilningarvitin en er mjög yfirþyrmandi á sama tíma. Spurningin er hvort það örvi okkur almenninga eða hvort það dragi frekar úr orkunni okkar. Ég held að þetta óskýra myndbandsverk mitt sé nánari lýsing á raunveruleikanum en það sem við sjáum vanalega á skjánum. Verkið gefur þér pláss til að staldra við. Mér finnst það frekar öflug mýkt,“ segir hann. Ólafur Elíasson hefur sem áður segir tekið þátt í ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Verkið hans Weather Project þar sem mátti líta á risastóra „sól“ var sýnt í Tate Modern og er áætlað að um tvær milljónir hafi séð það. Sömuleiðis má sjá Ólaf dansa í stúdíóinu sínu í Berlín í nýju tónlistarmyndbandi hjá heimsfræga plötusnúðinum Peggy Gou. Ólafur var break-dansari á sínum yngri árum og leyfir þeirri listrænu hlið að njóta sín í myndbandinu sem má sjá hér:
Íslendingar erlendis Myndlist Menning Bretland England Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira