Óttast ekki bikarþynnku: „Alvöru sigurvegarar finna sér hvatningu“ Aron Guðmundsson skrifar 25. september 2024 12:30 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. Vísir/Einar Nýkrýndir bikarmeistarar KA mæta svo til pressulausir til leiks í Bestu deildina í dag. Á heimavelli gegn HK-liði sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Með ekkert sérstakt til að keppa að í deildinni óttast Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA-manna, ekki bikarþynnku eftir fagnaðarlæti síðustu daga í kjölfar sigursins sögulega. Fögnuð þar sem leikmenn fengu fullt leyfi frá þjálfaranum til að sleppa af sér beislinu. „Þetta eru búnir að vera svolítið öðruvísi dagar. Ég viðurkenni það alveg,“ segir Hallgrímur, þjálfari bikarmeistara KA sem tryggðu félaginu fyrsta bikarmeistaratitilinn í fótbolta með sigri á Víkingi Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á laugardaginn síðastliðinn. „Þetta er búið að vera alveg æðislegt. Við tókum flugið norður eftir leik og fórum svo beint út að borða saman. Svo hittum við stuðningsmenn í KA-heimilinu og höfðum gaman vel fram á nótt. Ég var síðan búinn að ákveða að gefa leikmönnum frí frá æfingu daginn eftir. Upphaflega átti nú að vera æfing en ég var búinn að ákveða það að ef við yrðum bikarmeistarar þá myndi ég gefa liðinu frí. Sunnudagurinn fór því bara í það, fyrir mig persónulega hið minnsta, að taka því rólega. Leikmenn KA fengu svo heilan dag með fjölskyldum sínum og vinum daginn eftir úrslitaleikinn. „Við hittumst svo á mjög léttri æfingu á mánudaginn var. Þar kom bæjarstýra Akureyrar að hitta okkur,með hamingjuóskir og blóm. Í kjölfar þeirrar heimsóknar tók við róleg og skemmtileg æfing. Svo fór fókusinn yfir á leikinn í dag. Það er stutt á milli leikja í fótboltanum. Við eigum HK á heimavelli í dag og erum með fullan fókus á þeim leik. Erum klárir í hann.“ Gleði við lokaflaut í bikarúrslitunumVísir/Diego Fengu blessun þjálfarans til að sleppa af sér beislinu Hallgrímur segir að fögnuður KA-manna hafi verið tekinn alla leið í kjölfar þessa sögurlega sigurs í Mjólkurbikarnum. „Já og um fyllilega verðskulduð fagnaðarlæti að ræða. Með góðu leyfi þjálfarans að menn myndu fara og hafa gaman þetta kvöld. Það var gert. Við skemmtum okkur saman í KA-heimilinu. Með fullt af fólki þar sem að bikarnum var að sjálfsögðu stillt upp. Virkilega gaman að gera þetta í KA-heimilinu. Handboltahöllin var opnuð og við skemmtum okkur þar inni. Það var virkilega gaman að sjá hvað þetta þýddi mikið fyrir marga. Maður gerði sér ekki almennilega grein fyrir því hvað þetta virkilega þýddi mikið fyrir fólkið okkar hérna fyrr en að bikarinn var í höfn. Mér fannst mjög gaman að sjá það.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA í baráttunni í leik gegn KR í Bestu deildinniVísir/Ernir Það að koma með bikarinn til Akureyrar. Það hlýtur að hafa verið ansi sérstök stund fyrir þig sem þjálfara KA-liðsins að upplifa? „Já alveg æðisleg stund. Fólk beið eftir okkur á Akureyrarflugvellinum þegar að við lentum. Það fylgir því ótrúlega góð tilfinning að þetta hafi tekist. Við höfðum verið í bikarúrlitunum árið áður og félagið fjórum sinnum áður í sögunni. Umræðan snerist að mörgu leiti um það hvort liðið væri komið nógu langt til að geta unnið þetta. Hvort við værum nógu þroskaðir og nógu miklir sigurvegarar. Nú tókst þetta. Það var yndisleg tilfinning.“ Ekki hræddur við bikarþynnku Staðan er sú að KA hefur að litlu að keppa í Bestu deildinni það sem eftir er tímabils. Evrópusæti er í höfn eftir bikarsigurinn og þá er liðið er í þægilegri fjarlægð frá fallsæti í áttunda sæti deildarinnar. Undanfarnir dagar hafa farið í endurheimt eftir úrslitaleik laugardagsins. En á sama tíma er andstæðingur dagsins, HK, í fallbaráttu og getur með sigri í dag komið sér fjórum stigum frá fallsæti. Lífið heldur áfram og næsti leikur tekur við í dag. Ertu hræddur við bikarþynnku? „Nei ég er ekki hræddur við bikarþynnku,“ svarar Hallgrímur. „Ég er spenntur að sjá. Það verður gert aðeins meira úr þessum leik. Bikarinn verður á svæðinu. Krakkarnir geta mætt og fengið mynd af sér með honum og það verður aðeins öðruvísi dagskrá fyrir leik dagsins heldur en fyrir hefðbundinn deildarleik. Menn eiga að bara halda inn á völlinn og njóta þess að taka á því. Spila fótbolta undir minni pressu en hefur verið ríkjandi síðustu daga.“ Hallgrímur hefur trú á því að KA-menn mæti mjög vel gíraðir leikinn gegn HK. „Með allt öðruvísi hluti undir. Það er ekki eins mikil pressa. Það skemmtilegasta í heimi er að spila fótbolta. Ég ætla að vona að menn fari bara út og sýni að menn séu hundrað prósent tilbúnir í að leggja sig fram fyrir KA þó þeir hafi verið að vinna titil fyrir nokkrum dögum síðan. “ Leikirnir eftir mót eru ekki skemmtilegir En verður ekki vandamál að mótivera menn fyrir þennan lokahluta tímabilsins? „Nei það held ég að verði ekki vandamál. Ég hef rætt þetta við mína leikmenn. Alvöru sigurvegarar finna sér hvatningu til þess að spila. Næstu leikir eftir að mótið klárast eru ekkert sérstaklega skemmtilegir leikir. Það eru vetrarleikir og með fullri virðingu fyrir Kjarnafæðimótinu þá eru það ekki skemmtilegustu leikirnir fyrir KA að spila. Leikirnir framundan í Bestu deildinni eru leikirnir sem menn eiga njóta þess að taka almennilega á því. Ekki gleyma því heldur að við fórum í þennan neðri hluta Bestu deildarinnar í fyrra eftir mjög spennandi tímabil þar sem að við komumst í bikarúrslit og fórum langt í Evrópukeppni. Þrátt fyrir það allt töpuðum við bara einum leik í neðri hlutanum. Unnum fjóra af okkar fimm leikjum þar.“ Bikarmeistarar KA, þeir fyrstu.Vísir/Diego „Við erum að spila á heimavelli í dag. Fólkið okkar er að koma og þetta verður sérstök stund sem við munum eiga á vellinum. Ég býst við því að ég fái KA lið inn á völlinn sem er að fara leggja sig hundrað prósent fram. Við erum alltaf að vinna að einhverju. Erum með unga leikmenn innan okkar raða sem munu fá fleiri tækifæri þar sem að við fáum fleiri tækifæri núna til þess að hreyfa liðið. Það munu fleiri fá sénsinn. Maður vill sjá þá stráka koma inn og grípa þann séns. Ég vil að þeir sýni mér að þeir séu tilbúnir í þetta. Ég bil bara sjá að menn taki á því. Að menn sýni alvöru KA hjarta og njóti þess að taka á því án þess að það sé mikil pressa á okkur.“ Leikur KA og HK hefst klukkan korter yfir fjögur í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla KA Íslenski boltinn HK Tengdar fréttir „Við fórum beint úr því að vera ömurlegir í frábærir“ „Þetta er geggjuð tilfinning, að skrifa söguna fyrir KA. Maður hefur unnið bikar áður en þetta er svolítið sætara,“ sagði mögulegi markaskorarinn en staðfesti bikarmeistarinn Viðar Örn Kjartansson eftir úrslitaleikinn sem vannst 2-0 gegn Víkingi. 21. september 2024 19:16 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Þetta eru búnir að vera svolítið öðruvísi dagar. Ég viðurkenni það alveg,“ segir Hallgrímur, þjálfari bikarmeistara KA sem tryggðu félaginu fyrsta bikarmeistaratitilinn í fótbolta með sigri á Víkingi Reykjavík í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli á laugardaginn síðastliðinn. „Þetta er búið að vera alveg æðislegt. Við tókum flugið norður eftir leik og fórum svo beint út að borða saman. Svo hittum við stuðningsmenn í KA-heimilinu og höfðum gaman vel fram á nótt. Ég var síðan búinn að ákveða að gefa leikmönnum frí frá æfingu daginn eftir. Upphaflega átti nú að vera æfing en ég var búinn að ákveða það að ef við yrðum bikarmeistarar þá myndi ég gefa liðinu frí. Sunnudagurinn fór því bara í það, fyrir mig persónulega hið minnsta, að taka því rólega. Leikmenn KA fengu svo heilan dag með fjölskyldum sínum og vinum daginn eftir úrslitaleikinn. „Við hittumst svo á mjög léttri æfingu á mánudaginn var. Þar kom bæjarstýra Akureyrar að hitta okkur,með hamingjuóskir og blóm. Í kjölfar þeirrar heimsóknar tók við róleg og skemmtileg æfing. Svo fór fókusinn yfir á leikinn í dag. Það er stutt á milli leikja í fótboltanum. Við eigum HK á heimavelli í dag og erum með fullan fókus á þeim leik. Erum klárir í hann.“ Gleði við lokaflaut í bikarúrslitunumVísir/Diego Fengu blessun þjálfarans til að sleppa af sér beislinu Hallgrímur segir að fögnuður KA-manna hafi verið tekinn alla leið í kjölfar þessa sögurlega sigurs í Mjólkurbikarnum. „Já og um fyllilega verðskulduð fagnaðarlæti að ræða. Með góðu leyfi þjálfarans að menn myndu fara og hafa gaman þetta kvöld. Það var gert. Við skemmtum okkur saman í KA-heimilinu. Með fullt af fólki þar sem að bikarnum var að sjálfsögðu stillt upp. Virkilega gaman að gera þetta í KA-heimilinu. Handboltahöllin var opnuð og við skemmtum okkur þar inni. Það var virkilega gaman að sjá hvað þetta þýddi mikið fyrir marga. Maður gerði sér ekki almennilega grein fyrir því hvað þetta virkilega þýddi mikið fyrir fólkið okkar hérna fyrr en að bikarinn var í höfn. Mér fannst mjög gaman að sjá það.“ Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA í baráttunni í leik gegn KR í Bestu deildinniVísir/Ernir Það að koma með bikarinn til Akureyrar. Það hlýtur að hafa verið ansi sérstök stund fyrir þig sem þjálfara KA-liðsins að upplifa? „Já alveg æðisleg stund. Fólk beið eftir okkur á Akureyrarflugvellinum þegar að við lentum. Það fylgir því ótrúlega góð tilfinning að þetta hafi tekist. Við höfðum verið í bikarúrlitunum árið áður og félagið fjórum sinnum áður í sögunni. Umræðan snerist að mörgu leiti um það hvort liðið væri komið nógu langt til að geta unnið þetta. Hvort við værum nógu þroskaðir og nógu miklir sigurvegarar. Nú tókst þetta. Það var yndisleg tilfinning.“ Ekki hræddur við bikarþynnku Staðan er sú að KA hefur að litlu að keppa í Bestu deildinni það sem eftir er tímabils. Evrópusæti er í höfn eftir bikarsigurinn og þá er liðið er í þægilegri fjarlægð frá fallsæti í áttunda sæti deildarinnar. Undanfarnir dagar hafa farið í endurheimt eftir úrslitaleik laugardagsins. En á sama tíma er andstæðingur dagsins, HK, í fallbaráttu og getur með sigri í dag komið sér fjórum stigum frá fallsæti. Lífið heldur áfram og næsti leikur tekur við í dag. Ertu hræddur við bikarþynnku? „Nei ég er ekki hræddur við bikarþynnku,“ svarar Hallgrímur. „Ég er spenntur að sjá. Það verður gert aðeins meira úr þessum leik. Bikarinn verður á svæðinu. Krakkarnir geta mætt og fengið mynd af sér með honum og það verður aðeins öðruvísi dagskrá fyrir leik dagsins heldur en fyrir hefðbundinn deildarleik. Menn eiga að bara halda inn á völlinn og njóta þess að taka á því. Spila fótbolta undir minni pressu en hefur verið ríkjandi síðustu daga.“ Hallgrímur hefur trú á því að KA-menn mæti mjög vel gíraðir leikinn gegn HK. „Með allt öðruvísi hluti undir. Það er ekki eins mikil pressa. Það skemmtilegasta í heimi er að spila fótbolta. Ég ætla að vona að menn fari bara út og sýni að menn séu hundrað prósent tilbúnir í að leggja sig fram fyrir KA þó þeir hafi verið að vinna titil fyrir nokkrum dögum síðan. “ Leikirnir eftir mót eru ekki skemmtilegir En verður ekki vandamál að mótivera menn fyrir þennan lokahluta tímabilsins? „Nei það held ég að verði ekki vandamál. Ég hef rætt þetta við mína leikmenn. Alvöru sigurvegarar finna sér hvatningu til þess að spila. Næstu leikir eftir að mótið klárast eru ekkert sérstaklega skemmtilegir leikir. Það eru vetrarleikir og með fullri virðingu fyrir Kjarnafæðimótinu þá eru það ekki skemmtilegustu leikirnir fyrir KA að spila. Leikirnir framundan í Bestu deildinni eru leikirnir sem menn eiga njóta þess að taka almennilega á því. Ekki gleyma því heldur að við fórum í þennan neðri hluta Bestu deildarinnar í fyrra eftir mjög spennandi tímabil þar sem að við komumst í bikarúrslit og fórum langt í Evrópukeppni. Þrátt fyrir það allt töpuðum við bara einum leik í neðri hlutanum. Unnum fjóra af okkar fimm leikjum þar.“ Bikarmeistarar KA, þeir fyrstu.Vísir/Diego „Við erum að spila á heimavelli í dag. Fólkið okkar er að koma og þetta verður sérstök stund sem við munum eiga á vellinum. Ég býst við því að ég fái KA lið inn á völlinn sem er að fara leggja sig hundrað prósent fram. Við erum alltaf að vinna að einhverju. Erum með unga leikmenn innan okkar raða sem munu fá fleiri tækifæri þar sem að við fáum fleiri tækifæri núna til þess að hreyfa liðið. Það munu fleiri fá sénsinn. Maður vill sjá þá stráka koma inn og grípa þann séns. Ég vil að þeir sýni mér að þeir séu tilbúnir í þetta. Ég bil bara sjá að menn taki á því. Að menn sýni alvöru KA hjarta og njóti þess að taka á því án þess að það sé mikil pressa á okkur.“ Leikur KA og HK hefst klukkan korter yfir fjögur í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla KA Íslenski boltinn HK Tengdar fréttir „Við fórum beint úr því að vera ömurlegir í frábærir“ „Þetta er geggjuð tilfinning, að skrifa söguna fyrir KA. Maður hefur unnið bikar áður en þetta er svolítið sætara,“ sagði mögulegi markaskorarinn en staðfesti bikarmeistarinn Viðar Örn Kjartansson eftir úrslitaleikinn sem vannst 2-0 gegn Víkingi. 21. september 2024 19:16 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Við fórum beint úr því að vera ömurlegir í frábærir“ „Þetta er geggjuð tilfinning, að skrifa söguna fyrir KA. Maður hefur unnið bikar áður en þetta er svolítið sætara,“ sagði mögulegi markaskorarinn en staðfesti bikarmeistarinn Viðar Örn Kjartansson eftir úrslitaleikinn sem vannst 2-0 gegn Víkingi. 21. september 2024 19:16