Innlent

Býst við að Bjarni bæti úr ó­heyri­legum meðferðartíma

Árni Sæberg skrifar
Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis.
Skúli Magnússon er umboðsmaður Alþingis. Vísir/Vilhelm

Umboðsmaður Alþingis telur málsmeðferðartíma Úrskurðarnefndar upplýsinga almennt lengri en góðu hófi gegnir. Nefndin hefur lofað bót og betrun og Umboðsmaður mun ekki beita sér frekar í málin. Hann gerir þó ráð fyrir því að forsætisráðherra leggi lóð sín á vogaskálarnar.

Þetta segir í bréfi Umboðsmanns til úrskurðarnefndarinnar. Þar segir að í kjölfar kvartana, ábendinga, skýrslu forsætisráðherra um framkvæmd upplýsingalaga og umfjöllunar á opinberum vettvangi hafi athugun á afgreiðslutíma mála hjá úrskurðarnefnd upplýsingamála hafist hjá embættinu.

Í samantekt á vef Umboðsmanns segir að ljóst sé að úrskurðarnefndin kveði úrskurði sína að jafnaði ekki upp svo fljótt sem verða má og oft ekki heldur innan lögbundins 150 daga hámarksviðmiðs. 

Í ljósi þess að þegar hafi verið gripið til aðgerða til að stytta málsmeðferðartíma og fyrirætlana um að bæta enn frekar úr, hafi Umboðsmaður ákveðið að ljúka athugun sinni en vænti þess um leið að forsætisráðherra leggi sitt lóð á vogarskálarnar til úrbóta, eftir því sem hann telur nánari greiningu á vanda nefndarinnar kalla á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×