Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs skarist að mörgu leyti Jón Þór Stefánsson skrifar 25. september 2024 15:43 Arnar Þór átti eðlilegt og gott samtal við Miðflokkinn að sögn Bergþórs. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir fulltrúa flokksins og Arnar Þór Jónsson, hafa átt gott samtal sem hafi ekki skilað neinni niðurstöðu. Í dag greindi Arnar Þór frá því að viðræður hans við Miðflokkinn hefðu strandað. Hann var áður varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins en íhugar nú að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk. „Við erum í samtali við marga þessa dagana,“ segir Bergþór í samtali við fréttastofu. „Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs Jónssonar, sem hann hefur sett fram, skarast að mörgu leyti. Þannig að þetta var bara eðlilegt og gott samtal sem leiddi ekki til neinnar niðurstöðu.“ Arnar talaði um í dag að hann hefði ekki fengið efnisleg svör frá ykkur. Hafið þið eitthvað að segja við því? „Nei nei, ég held að það hafi nú bara verið partur af þessu samtali sem átti sér stað og ég hef svo sem ekkert um það að segja sérstaklega.“ Að sögn Arnars gæti hann hæglega unnið með Miðflokknum færi hann á þing. Bergþór segir Miðflokkinn geta unnið með öllum. Það sé þó auðveldara þegar grunnsjónarmiðin séu lík. Bergþór segist ekki hræddur um að mögulegur flokkur Arnars myndi stela fylgi af Miðflokknum, sem hefur verið að mælast gríðarlega vel í skoðanakönnunum. „Það á enginn neitt í pólitík. Það hefur auðvitað bara sinn gang og kjósendur ákvarða það á kjördegi, þannig að við veltum því ekki neitt sérstaklega fyrir okkur í þessu samhengi.“ Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Í dag greindi Arnar Þór frá því að viðræður hans við Miðflokkinn hefðu strandað. Hann var áður varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins en íhugar nú að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk. „Við erum í samtali við marga þessa dagana,“ segir Bergþór í samtali við fréttastofu. „Sjónarmið Miðflokksins og Arnars Þórs Jónssonar, sem hann hefur sett fram, skarast að mörgu leyti. Þannig að þetta var bara eðlilegt og gott samtal sem leiddi ekki til neinnar niðurstöðu.“ Arnar talaði um í dag að hann hefði ekki fengið efnisleg svör frá ykkur. Hafið þið eitthvað að segja við því? „Nei nei, ég held að það hafi nú bara verið partur af þessu samtali sem átti sér stað og ég hef svo sem ekkert um það að segja sérstaklega.“ Að sögn Arnars gæti hann hæglega unnið með Miðflokknum færi hann á þing. Bergþór segir Miðflokkinn geta unnið með öllum. Það sé þó auðveldara þegar grunnsjónarmiðin séu lík. Bergþór segist ekki hræddur um að mögulegur flokkur Arnars myndi stela fylgi af Miðflokknum, sem hefur verið að mælast gríðarlega vel í skoðanakönnunum. „Það á enginn neitt í pólitík. Það hefur auðvitað bara sinn gang og kjósendur ákvarða það á kjördegi, þannig að við veltum því ekki neitt sérstaklega fyrir okkur í þessu samhengi.“
Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira