Innlent

Kristín Bene­dikts­dóttir nýr um­boðs­maður Al­þingis

Jakob Bjarnar skrifar
Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar þingsins, hefur ákveðið að Kristín Benediktsdóttir verði næsti umboðsmaður Alþingis.
Birgir Ármannsson, formaður forsætisnefndar þingsins, hefur ákveðið að Kristín Benediktsdóttir verði næsti umboðsmaður Alþingis. vísir/Vilhelm/stjr

Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur verið tilnefnd sem næsti umboðsmaður Alþingis.

Þetta  herma heimildir Vísis. Kristín er tilnefnd af forsætisnefnd þingsins en hún tekur við af Skúla Magnússyni sem hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt Íslands. Skúli hefur gegnt embættinu frá árinu 2021. Valið stóð á milli hennar, Önnu Tryggvadóttur skrifstofustjóra, Hafsteins Þórs Haukssonar, dósents við lagadeild Háskóla Íslands og Reimars Péturssonar lögmanns.

Kristín varð prófessor við Háskólann í sumar en hún þykir afar fær í stjórnsýslu og stjórnsýslurétti. Á vef Háskóla Íslands er hlaupið gróflega yfir feril hennar:

Starfsferill

2012 - , Lektor við Lagadeild, Háskóli Íslands

2007 - 2012, Sjálfstætt starfandi lögmaður,

2005 - 2006, Lögfræðingur, Embætti umboðsmanns Alþingis

2002 - 2005, Aðstoðarmaður dómara, Hæstaréttur Íslands

1999 - 2002, Lögfræðingur, Embætti umboðsmanns Alþingis

1999 - 1999, Lögfræðingur, Félagsmálaráðuneytið

Uppfært klukkan 13:48  

Alþingi hefur greitt atkvæði um tillögu þess efnis að Kristín verði umboðsmaður Alþingis. Tillagan hefur verið samþykkt.

Að neðan má sjá ferilskrá Kristínar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Munu leggja fram til­lögu að nýjum um­boðs­manni Al­þingis

Kosning um nýjan umboðsmann Alþingis er á dagskrá þingsins í dag. Forsætisnefnd þingsins kemur saman til fundar klukkan 10 í dag til að ná saman um einstakling sem nefndin mun svo tilnefna við kosningu í embættið. Fjórir hafa sótt um embættið en umboðsmaður er kjörinn á þingfundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×