Hjem til jul aftur á skjáinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2024 13:00 Ida Elise Broch mætir aftur á skjáinn sem hin óheppna Johanne. Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út. Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official) Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official)
Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira