Hjem til jul aftur á skjáinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2024 13:00 Ida Elise Broch mætir aftur á skjáinn sem hin óheppna Johanne. Bandaríska streymisveitan Netflix ætlar að framleiða nýja seríu af norsku jólaþáttunum Hjem til jul. Um er að ræða þriðju seríu af gamanþáttunum en fimm ár eru síðan sú seinasta kom út. Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official) Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Í umfjöllun norska miðilsins VG kemur fram að forsvarsmenn streymisveitunnar hafi tilkynnt þetta á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Þættirnir fjalla um ástarlíf hjúkrunarfræðingsins Johanne, sem leikin er af norsku leikkonunni Ida Elise Broch. Þegar jólin banka á dyrnar enn eitt árið ákveður Johanne að hún sé komin með nóg af því að mæta einhleyp í jólaboðið. Hún skrökvar því að fjölskyldunni sinni að hún sé loksins komin á fast. Því þarf hún að finna sér kærasta í tæka tíð fyrir jólin. Fram kemur í frétt VG að leikstjórinn Per-Olav Sorensen mæti aftur til leiks og geri þriðju seríuna líkt og fyrstu tvær. Söguþráðurinn verður tekinn upp að nýju fimm árum eftir atburði seinni seríunnar. „Við enduðum á ákveðnum nótum í seríu tvö. Það verður ekki auðvelt að fylgja því eftir en núna er Johanne fimm árum eldri og á nýjum stað í lífinu. Þannig við sáum tækifæri í því að halda áfram með sögu hennar,“ segir Sorensen. Hann segir handrit þáttanna enn í vinnslu. Ekki kemur fram í umfjölluninni hvenær stefnt er að því að gefa þriðju seríuna út. Þættirnir hafa eðli málsins samkvæmt komið út skömmu fyrir jól. Leikkonan Ide Elise hefur birt tíðindin um þriðju seríuna á Instagram síðunni sinni og er greinilega himinlifandi yfir því að fá aftur að leika Johanne. View this post on Instagram A post shared by Ida Elise Brochnroll (@idaelisebroch_official)
Bíó og sjónvarp Noregur Netflix Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira