Tekinn inn í frægðarhöll rafíþróttanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. september 2024 15:01 Ólafur Hrafn hélt tölu þegar hann tók við verðlaununum. Ólafur Hrafn Steinarsson, stofnandi Rafíþróttasambands Íslands, var í gærkvöld tekinn inn í frægðarhöll rafíþróttanna, Esports Hall of Fame, þegar hann hlaut svokölluð Youth Champion Award í gær. Þau fékk hann fyrir að bæði valdefla og veita næstu kynslóð afreksfólks í rafíþróttum innblástur. „Ég fékk þetta í raun fyrir minn þátt í því að kynna næstu kynslóð fyrir og efla hana í rafíþróttum,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, stofnandi Rafíþróttasambands Íslands, um heiðurinn í samtali við Vísi. „Í raun má segja að ég hafi fengið þetta fyrir allt sem búið er að gera fyrir rafíþróttastarfið á Íslandi og síðan það sem við erum búin að vera hjá ECA,“ heldur Ólafur áfram en hann stofnaði Esports Coaching Academy eftir að hann lét af formennsku Rafíþróttasambandins. Hann segist aðspurður ekki geta neitað því að alþjóðleg viðurkenning sem þessi kitli egóið svolítið. „Jú, að sjálfsögðu gerir það það og mér finnst þetta gríðarlegur heiður. Ég er náttúrlega búinn að helga þessu síðustu rúmlega sex ár lífs míns og fókusinn og ástríðan hafa alltaf tengst því beint að koma fleiri krökkum í þann farveg að þau fái að upplifa alla spennuna og skemmtunina sem fylgir því að keppa, reyna á sig og taka tölvuleiki alvarlega. Og líka að þau séu ekki að upplifa neinar neikvæðar afleiðingar af tölvuleikjaspilun og séu að gera það í jafnvægi við aðra hluti í lífinu.“ Með snert af blekkingarheilkenni Alþjóðlegt starf Esports Insider hverfist aðallega um stuðning við rafíþróttir með eflingu innbyrðis viðskipta fyrirtækja á þessu sviði, umfjöllun um og fréttaflutning af rafíþróttaiðnaðinum. „Þau halda stærstu rafíþróttaráðstefnunarnar í heiminum og frá 2018 hafa þau og samstarfsaðilar þeirra kosið fólk inn í þessa Hall of Fame og þá til þess að heiðra viðkomandi fyrir umtalsvert og áhrifamikið framlag á ákveðnum sviðum,“ segir Ólafur. „Það er alveg ótrúlega gefandi að vera sýndur þessi heiður á alþjóðavettvangi og maður er alveg með svolítið „impostor syndrome“ þegar verið er að taka mig inn í einhverja frægðarhöll samhliða þeim sem var að taka á móti Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og fræða hann um rafíþróttir og konunni sem er búin að byggja upp rafíþróttainnviði um hálfa Asíu,“ segir Ólafur um undarlega tilfinninguna sem læddist að honum í gærkvöld. Stundum best í heimi Þegar Ólafur er spurður út í stöðu rafíþrótta á Íslandi segir hann þjóðina mjög framarlega á ákveðnum sviðum þótt rafíþróttir hafi enn ekki verið viðurkendar sem fullgild íþrótt hérna. Ólíkt því sem hefur verið gert eða er mjög í umræðunni á hinum Norðurlöndunum. „Þetta er að gerast í þessum löndum sem við viljum helst bera okkur saman við en ég held það við ættum ekkert endilega að fókusa á það sem við erum að gera illa heldur frekar það sem við erum að gera vel,“ segir Ólafur og bendir á að jafnvel þótt rafíþróttir hafi ekki fengið fullgilda viðurkenningu á Íslandi þá stöndum við okkur um margt miklu betur en þjóðir sem hafi tekið það skref. „Það sem við erum til dæmis í rauninni að gera betur en allir í heiminum er hversu skýra stefnu við höfum um hvernig við viljum að fólk á Íslandi umgangist rafíþróttir á mismunandi aldri gegnum ævina og hvernig þær geti haft eins góð áhrif á líf fólks og mögulegt er. Hefðbundið skipulagt starf okkar í kringum rafíþróttir og aðgengi krakka að aðstöðu til að iðka rafíþróttir, að þjálfurum, að mótum og öðru óháð uppruna eða þjóðfélagsstöðu er eitthvað sem fyrirfinnst varla annars staðar í heiminum. Hérna á Íslandi erum við með þúsundur krakka að æfa, að keppa reglulega, upplifa sig sem hluta af liði. Að þau séu hluti af einhverju sem er stærra en þau sjálf og fá tilgang og stuðning frá nærumhverfinu sínu sem er alveg ómetanlegt. Ef við höldum áfram að einblína á þetta og styrkja þá held ég að við eigum eftir að halda áfram að vekja athygli og hljóta fleiri verðlaun og viðurkenningar á alþjóðavettvangi.“ Rafíþróttir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Ég fékk þetta í raun fyrir minn þátt í því að kynna næstu kynslóð fyrir og efla hana í rafíþróttum,“ segir Ólafur Hrafn Steinarsson, stofnandi Rafíþróttasambands Íslands, um heiðurinn í samtali við Vísi. „Í raun má segja að ég hafi fengið þetta fyrir allt sem búið er að gera fyrir rafíþróttastarfið á Íslandi og síðan það sem við erum búin að vera hjá ECA,“ heldur Ólafur áfram en hann stofnaði Esports Coaching Academy eftir að hann lét af formennsku Rafíþróttasambandins. Hann segist aðspurður ekki geta neitað því að alþjóðleg viðurkenning sem þessi kitli egóið svolítið. „Jú, að sjálfsögðu gerir það það og mér finnst þetta gríðarlegur heiður. Ég er náttúrlega búinn að helga þessu síðustu rúmlega sex ár lífs míns og fókusinn og ástríðan hafa alltaf tengst því beint að koma fleiri krökkum í þann farveg að þau fái að upplifa alla spennuna og skemmtunina sem fylgir því að keppa, reyna á sig og taka tölvuleiki alvarlega. Og líka að þau séu ekki að upplifa neinar neikvæðar afleiðingar af tölvuleikjaspilun og séu að gera það í jafnvægi við aðra hluti í lífinu.“ Með snert af blekkingarheilkenni Alþjóðlegt starf Esports Insider hverfist aðallega um stuðning við rafíþróttir með eflingu innbyrðis viðskipta fyrirtækja á þessu sviði, umfjöllun um og fréttaflutning af rafíþróttaiðnaðinum. „Þau halda stærstu rafíþróttaráðstefnunarnar í heiminum og frá 2018 hafa þau og samstarfsaðilar þeirra kosið fólk inn í þessa Hall of Fame og þá til þess að heiðra viðkomandi fyrir umtalsvert og áhrifamikið framlag á ákveðnum sviðum,“ segir Ólafur. „Það er alveg ótrúlega gefandi að vera sýndur þessi heiður á alþjóðavettvangi og maður er alveg með svolítið „impostor syndrome“ þegar verið er að taka mig inn í einhverja frægðarhöll samhliða þeim sem var að taka á móti Emmanuel Macron, Frakklandsforseta, og fræða hann um rafíþróttir og konunni sem er búin að byggja upp rafíþróttainnviði um hálfa Asíu,“ segir Ólafur um undarlega tilfinninguna sem læddist að honum í gærkvöld. Stundum best í heimi Þegar Ólafur er spurður út í stöðu rafíþrótta á Íslandi segir hann þjóðina mjög framarlega á ákveðnum sviðum þótt rafíþróttir hafi enn ekki verið viðurkendar sem fullgild íþrótt hérna. Ólíkt því sem hefur verið gert eða er mjög í umræðunni á hinum Norðurlöndunum. „Þetta er að gerast í þessum löndum sem við viljum helst bera okkur saman við en ég held það við ættum ekkert endilega að fókusa á það sem við erum að gera illa heldur frekar það sem við erum að gera vel,“ segir Ólafur og bendir á að jafnvel þótt rafíþróttir hafi ekki fengið fullgilda viðurkenningu á Íslandi þá stöndum við okkur um margt miklu betur en þjóðir sem hafi tekið það skref. „Það sem við erum til dæmis í rauninni að gera betur en allir í heiminum er hversu skýra stefnu við höfum um hvernig við viljum að fólk á Íslandi umgangist rafíþróttir á mismunandi aldri gegnum ævina og hvernig þær geti haft eins góð áhrif á líf fólks og mögulegt er. Hefðbundið skipulagt starf okkar í kringum rafíþróttir og aðgengi krakka að aðstöðu til að iðka rafíþróttir, að þjálfurum, að mótum og öðru óháð uppruna eða þjóðfélagsstöðu er eitthvað sem fyrirfinnst varla annars staðar í heiminum. Hérna á Íslandi erum við með þúsundur krakka að æfa, að keppa reglulega, upplifa sig sem hluta af liði. Að þau séu hluti af einhverju sem er stærra en þau sjálf og fá tilgang og stuðning frá nærumhverfinu sínu sem er alveg ómetanlegt. Ef við höldum áfram að einblína á þetta og styrkja þá held ég að við eigum eftir að halda áfram að vekja athygli og hljóta fleiri verðlaun og viðurkenningar á alþjóðavettvangi.“
Rafíþróttir Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira