Helena verður á skjánum í vetur Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2024 16:02 Helena Sverrisdóttir mun hafa helling fram að færa í Bónus Körfuboltakvöldi. vísir/Sigurjón Sjónvarpsþættinum Bónus Körfuboltakvöldi hefur borist afar mikill liðsstyrkur fyrir nýtt tímabil sem hefst með upphitunarþætti á Stöð 2 Sport annað kvöld. Helena Sverrisdóttir er nýjasti liðsmaður þáttarins og hún verður með í allan vetur þegar leikirnir og allt það helsta varðandi Bónus-deild kvenna verður krufið til mergjar. Helenu þarf vart að kynna enda var hún til að mynda valin körfuboltakona ársins á Íslandi ellefu ár í röð fram til ársins 2015, og svo í tólfta sinn árið 2019, eða sem sagt langoftast íslenskra kvenna. Í nóvember á síðasta ári varð hún leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, þegar hún lék sinn 80. landsleik, meira en tuttugu árum eftir að hafa fyrst klæðst íslensku landsliðstreyjunni, og hún bætti við 81. landsleiknum áður en hún lagði svo skóna á hilluna. Helena lék í bandaríska háskólaboltanum með TCU og sem atvinnumaður í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu, en langmest með Haukum hér heima og einnig með Val, og vann mikinn fjölda titla á löngum ferli. Helena ætti því að hafa ýmsu að miðla og sterkar skoðanir á því sem gerist í Bónus-deildinni í vetur en ásamt henni verða sem fyrr þær Bryndís Guðmundsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir sérfræðingar Körfuboltakvölds. Hörður Unnsteinsson stýrir þættinum áfram. Upphitunarþáttur Bónus Körfuboltakvölds kvenna hefst klukkan 20 á morgun, á Stöð 2 Sport. Körfuboltakvöld Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01 Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Helena Sverrisdóttir er nýjasti liðsmaður þáttarins og hún verður með í allan vetur þegar leikirnir og allt það helsta varðandi Bónus-deild kvenna verður krufið til mergjar. Helenu þarf vart að kynna enda var hún til að mynda valin körfuboltakona ársins á Íslandi ellefu ár í röð fram til ársins 2015, og svo í tólfta sinn árið 2019, eða sem sagt langoftast íslenskra kvenna. Í nóvember á síðasta ári varð hún leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, þegar hún lék sinn 80. landsleik, meira en tuttugu árum eftir að hafa fyrst klæðst íslensku landsliðstreyjunni, og hún bætti við 81. landsleiknum áður en hún lagði svo skóna á hilluna. Helena lék í bandaríska háskólaboltanum með TCU og sem atvinnumaður í Ungverjalandi, Póllandi og Slóvakíu, en langmest með Haukum hér heima og einnig með Val, og vann mikinn fjölda titla á löngum ferli. Helena ætti því að hafa ýmsu að miðla og sterkar skoðanir á því sem gerist í Bónus-deildinni í vetur en ásamt henni verða sem fyrr þær Bryndís Guðmundsdóttir, Hallveig Jónsdóttir, Berglind Gunnarsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir sérfræðingar Körfuboltakvölds. Hörður Unnsteinsson stýrir þættinum áfram. Upphitunarþáttur Bónus Körfuboltakvölds kvenna hefst klukkan 20 á morgun, á Stöð 2 Sport.
Körfuboltakvöld Bónus-deild kvenna Tengdar fréttir Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01 Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Sjá meira
Allt um met Helenu: Þrjár í liðinu ekki fæddar í hennar fyrsta landsleik Helena Sverrisdóttir sló leikjamet Hildar Sigurðardóttir Rúmeníu í gær þegar hún lék landsleik númer áttatíu á ferlinum. Landsliðsferill hennar hófst árið 2002 og er hún nú fyrsta konan til að spila landsleik í körfubolta með tveggja áratuga millibili. 10. nóvember 2023 14:01
Helena leggur skóna á hilluna Helena Sverrisdóttir sem margir telja bestu körfuknattleikskonu Íslands fyrr og síðar hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni nú í dag. 19. nóvember 2023 13:29