Ákærður fyrir mútuþægni og fjársvik Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2024 16:40 Eric Adams, borgarstjóri New York, er sakaður um að hafa þegið gjafir og ferðalög frá árinu 2014. AP/Yuki Iwamura Eric Adams, borgarstjóri New York, hefur verið ákærður í fimm liðum, og þar á meðal fyrir mútuþægni og fjársvik. Hann er sagður hafa þegið gjafir og ferðir að verðmæti rúmra hundrað þúsund dala, frá aðilum tengdum yfirvöldum í Tyrklandi. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið. Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa frá árinu 2021 meðal annars skoðað hvort Adams og framboð hans hafi tekið við ólöglegum greiðslum frá yfirvöldum í Tyrklandi, áður en hann varð borgarstjóri, og það hvort Adams hafi þrýst á yfirmenn slökkviliðsins í borginni til að samþykkja opnun ræðismannsskrifstofu í borginni, þrátt fyrir áhyggjur um öryggisráðstafanir í háhýsinu. Saksóknarar sögðu á blaðamannafundi í dag að Adams hafi frá árinu 2014 tekið við gjöfum sem þessum en þá var hann æðsti kjörni fulltrúi Brooklyn í New York. Damian Williams, saksóknari, með mynd af háhýsi Tyrkja í New York.AP/Julia Demaree Nikhinson New York Times hefur eftir saksóknurum að Adams hafi reynt að hylma yfir þessar gjafir eða reynt að láta líta út fyrir að hann hefði greitt fyrir þær. Saksóknarar vísa til þess þegar starfsmaður Adams var að bóka ferð til Tyrklands og starfsmaður flugfélagsins lagði til að hann myndi gista á Four Seasons hótelinu. Starfsmaður Adams sagði það of dýrt en starfsmaður flugfélagsins spurði á móti: „Af hverju skiptir það máli? Hann er ekki að borga. Nafn hans verður ekki heldur á neinu?“ „Frábært,“ svaraði starfsmaður Adams. Í þessum samskiptum kemur einnig fram að starfsmaður borgarstjórans bað hinn um að rukka Adams um þúsund dali. Rukkunin yrði að vera trúverðug, sökum þess að fjölmiðlar væru að vakta borgarstjórann. Þá er því haldið fram að einn embættismaður í slökkviliði New York hafi sagt að Adams hafi hótað því að reka sig ef hann stæði í veg fyrir opnun ræðismannsskrifstofunnar. Adams segist ekki ætla að segja af sér. Á blaðamannafundi sem hann hélt í dag bað Adams íbúa New York borgar að vera þolinmóða og hlusta á varnir hans. Þó nokkrir háttsettir embættismenn í New York hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Þeirra á meðal eru yfirmaður lögreglunnar í New York, lögmaður borgarstjórans, yfirmaður heilbrigðissviðs og yfirmaður skólamála en það gerði hann eftir að starfsmenn FBI lögðu hald á síma hans vegna spillingarrannsóknar. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, hefur vald til að vísa Adams úr starfi. Hún sagðist í dag vera að skoða ákærurnar gegn borgarstjóranum og íhuga málið.
Bandaríkin Erlend sakamál Tyrkland Tengdar fréttir Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04 Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Lögðu hald á síma borgarstjórans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, framkvæmdu í morgun húsleit hjá Eric Adams, borgarstjóra New York, og lögðu meðal annars hald á síma hans. Hann hefur verið ákærður af svokölluðum ákærudómstól en efni ákæranna verður opinberað klukkan hálf fjögur í dag. 26. september 2024 14:04
Alríkisákærur gefnar út á hendur borgarstjóra New York Ákærur hafa verið gefnar út á hendur Eric Adams, borgarstjóra New York og fyrrverandi lögreglustjóra. Ekki er vitað hvað nákvæmlega Adams er sakaður um. 26. september 2024 06:48