Sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið kom Samskipum ekki við Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 17:47 Samskip vildi hnekkja ákvæði í sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Vísir/Vilhelm Samskip hafði ekki hagsmuna að gæta í sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirliti í samráðsmáli fyrirtækjanna tveggja. Landsréttur sneri við niðurstöðu héraðsdóms sem hafði fallist á kröfur Samskipa um að reyna að fá sáttinni hnekkt. Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 20201 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Sátt Eimskipa við eftirlitið fól meðal annars í sér að fyrirtækið skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip, væri það enn til staðar. Samskip vildi ekki una sáttinni sem samkeppnisaðilinn gerði við Samkeppniseftirlitið og kærði hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála árið 2021. Krafðist fyrirtækið þess að ákvæði sáttarinnar um að Eimskip hættu viðskiptalegu samstarfi við Samskip yrði fellt úr gildi. Þegar áfrýjunarnefndin vísaði kærunni frá á þeirri forsendu að Samskip ættu ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins höfðaði fyrirtækið mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinn ógiltan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Samskipa í dómi sem féll í nóvember árið 2022 og ógilti úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við með dómi sem var kveðinn upp í dag. Höfðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að aðilar að samráðsmáli sem væri til rannsóknar og hefði ekki viðurkennt brot gætu ekki talist aðilar að sátt annars málsaðila sem hefði viðurkennt brot. Landsréttur vísaði til þess að Samskip hefðu átt kost á að koma að sínum sjónarmiðum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins, meðal annars ákvæðið í sáttinni við Eimskip og hvernig það hefði áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. Samskip hefðu því ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Fyrirtækið nyti því ekki kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefndinni vegna sáttarinnar. Dómsmál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lagði í fyrra 4,2 milljarða króna sekt á Samskip fyrir alvarleg brot á samkeppnislögum með ólöglegu samráði við Eimskip á árunum 2008 til 2013. Sektin var sú hæsta sinnar tegundar. Eimskip gerði sátt við eftirlitið vegna sömu brota árið 20201 og samþykkti að greiða 1,5 milljarða króna sekt. Sátt Eimskipa við eftirlitið fól meðal annars í sér að fyrirtækið skuldbatt sig til þess að hætta viðskiptalegu samstarfi við Samskip, væri það enn til staðar. Samskip vildi ekki una sáttinni sem samkeppnisaðilinn gerði við Samkeppniseftirlitið og kærði hana til áfrýjunarnefndar samkeppnismála árið 2021. Krafðist fyrirtækið þess að ákvæði sáttarinnar um að Eimskip hættu viðskiptalegu samstarfi við Samskip yrði fellt úr gildi. Þegar áfrýjunarnefndin vísaði kærunni frá á þeirri forsendu að Samskip ættu ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins höfðaði fyrirtækið mál gegn Samkeppniseftirlitinu til þess að fá úrskurðinn ógiltan. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu Samskipa í dómi sem féll í nóvember árið 2022 og ógilti úrskurð áfrýjunarnefndarinnar. Landsréttur sneri þeirri niðurstöðu við með dómi sem var kveðinn upp í dag. Höfðu tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður Í dómi Landsréttar kom meðal annars fram að aðilar að samráðsmáli sem væri til rannsóknar og hefði ekki viðurkennt brot gætu ekki talist aðilar að sátt annars málsaðila sem hefði viðurkennt brot. Landsréttur vísaði til þess að Samskip hefðu átt kost á að koma að sínum sjónarmiðum við rannsókn Samkeppniseftirlitsins, meðal annars ákvæðið í sáttinni við Eimskip og hvernig það hefði áhrif á hagsmuni fyrirtækisins. Samskip hefðu því ekki sýnt fram á að félagið hefði lögvarða hagsmuni af sátt Eimskipa við Samkeppniseftirlitið. Fyrirtækið nyti því ekki kæruaðildar fyrir áfrýjunarnefndinni vegna sáttarinnar.
Dómsmál Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira