Pabbinn fékk tattú á punginn Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2024 07:37 David Åhman og Jonathan Hellvig urðu ólympíumeistarar og það hafði sínar afleiðingar fyrir hæstánægðan pabba Åhman. Getty/Instagram Pabbi sænska ólympíumeistarans David Åhman hefur nú staðið við stóru orðin og skartar glæsilegu ólympíutattúi á pungnum. Systirin Fanny Åhman festi allt á filmu og segir menn nú bíða í röðum eftir að skoða punginn á pabba gamla. David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny. Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
David Åhman og Jonathan Hellvig unnu til gullverðlauna í strandblaki á Ólympíuleikunum í París og því var að sjálfsögðu fagnað gríðarlega. En eitt það fyrsta sem að Åhman gerði eftir sigurinn var að hlaupa til pabba síns og segja: „Finnurðu fyrir þessu? Í kúlunum?“ Pabbinn, Fredrik, hafði nefnilega lofað því að fá sér tattú með mynd af ólympíuhringjunum ef að sonur hans yrði ólympíumeistari. Fanny gerði ferlinu öllu góð skil í myndbandi á Instagram sem sjá má hér að neðan (stundum þarf að endurhlaða síðuna til að sjá Instagram-færslur). View this post on Instagram A post shared by Fanny Åhman (@faannyahman) Eitthvað sem allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert Og Fredrik sá ekki eftir neinu þegar hann var lagstur á bekkinn, til að fá tattúið: „Allir pabbar í Svíþjóð hefðu gert það sama ef sonur þeirra hefði orðið ólympíumeistari,“ sagði Fredrik sem kvartaði þó aðeins yfir því hve óþægilegt væri að hafa nálina á pungnum. Hann tók líka ekki heldur í mál að gera nýtt veðmál varðandi leikana í Los Angeles 2028. „En núna er þetta komið á sinn stað og verður þarna að eilífu,“ sagði Fanny við Aftonbladet um tattúið. Hún fékk mikil viðbrögð við því á samfélagsmiðlum þegar hún sagði frá veðmálinu. Pabbinn ber sig vel „Mér fannst þetta bara svo fyndið og sá fyrir mér að þetta gæti orðið gaman fyrir fjölskylduna. Svo ég hélt áfram að fylgjast með þessu og ýta á pabba að láta verða af þessu. David fannst þetta ógeðslega fyndið,“ sagði Fanny. Hún segir pabba sinn ekki sárþjáðan: „Nei, hann hefur raunar ekkert kvartað. Það eina sem hann kvartar yfir er hve margir vilja bögga hann út af þessu. Þetta er eins og röð af gömlum mönnum í gufubaði sem vilja skoða þetta tattú,“ sagði Fanny.
Ólympíuleikar 2024 í París Blak Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira