Markaðir rjúka upp eftir að verðbólgan lækkaði meira en væntingar voru um
Hlutabréfaverð flestra félaga hefur rokið upp í Kauphöllinni og verðbóluálagið á skuldabréfamarkaði lækkað skarpt vegna væntinga fjárfesta um að það sé að styttast í vaxtalækkunarferli Seðlabankans eftir nýjar verðbólgutölur sem birtust í morgun. Tólf mánaða verðbólgan hjaðnaði niður í 5,4 prósent í september, mun meira en spár gerðu ráð fyrir, en peningastefnunefnd mun birta næstu vaxtaákvörðun sína eftir fimm daga.
Tengdar fréttir
Vænta þess að verðbólgan verði orðin nálægt fimm prósentum í árslok
Útlit er fyrir að árstaktur verðbólgunnar muni lækka nokkuð í septembermánuði, ef marka má meðalspá banka og greinenda, og hún verði komin nálægt fimm prósentum í árslok og hafi þá ekki verið lægri í þrjú ár. Þrátt fyrir að verðbólgan sé að hjaðna er talið afar ósennilegt að peningastefnunefnd Seðlabankans hefji vaxtalækkunarferlið þegar hún kemur saman eftir um tvær vikur.
Vonast til að stutt sé í vaxtalækkanir og þær verði „nokkuð hraðar“
Skýr merki eru um að hátt vaxtastig sé farið að þrengja mjög að lántökum, einkum fyrirtækjum, og gangi verðbólgan niður næstu mánuði er útlit fyrir að raunvextirnir muni hækka verulega, segir bankastjóri Íslandsbanka. Hann brýnir peningastefnunefnd Seðlabankans til að vera framsýna í ákvörðunum sínum og telur að aðstæður séu að skapast til að hefja vaxtalækkunarferlið.