Kallaður hinn íslenski Forrest Gump af stóra bróður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. september 2024 16:02 Eldur Ólafsson fer mikinn í Grænlandi þessa dagana. Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, segir að hann hafi lagt lítið á sig í námi allt þar til að hann skráði sig í nám í jarðfræði í Háskóla Íslands. Þar hafi hann fundið fjölina sína en hann átti lengi vel þann draum að verða landsliðsmaður í körfubolta. Sá draumur rann út í sandinn en þar hafði það sín áhrif að Eldur fæddist með klumbufót. Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu. Amaroq Minerals Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Eld í hlaðvarpinu Chess after Dark, í umsjón þeirra Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar. Þar fer Eldur um víðan völl, ræðir menntaskólaárin og hvernig námugröftur í Grænlandi varð að atvinnu. Ekki langt að sækja körfuboltaáhugann Eldur er einn helsti sérfræðingur Íslands í námuvinnslu og hefur nú unnið að gullgreftri í Grænlandi ásamt kollegum sínum undanfarin ár. Fyrirtækið er á barmi þess að hefja framleiðslu í svokallaðri Nalunaq-námu ytra og starfa rúmlega 100 starfsmenn á vöktum allan sólarhringinn við að ljúka framkvæmdum við búnað fyrir gullvinnslu. Markmiðið er að hefja vinnsluna fyrir árslok. Fram undir lok menntaskólans var þó ekki útlit fyrir að Eldur myndi endilega feta menntaveginn. Ástæðan var ástríða hans fyrir körfubolta en þann áhuga á Eldur ekki langt að sækja, eldri bróðir hans er Fannar Ólafsson, margfaldur Íslandsmeistari og landsliðsmaður. „Hópefli fyrir alla nema einn“ „Ég æfði og æfði og æfði og ætlaði að verða landsliðsmaður í körfubolta. Ég var í Menntaskólanum í Sund og gerði ekki handtak,” segir Eldur. Körfuboltadraumurinn hafi hins vegar runnið út í sandinn. Ekki síst vegna þess að Eldur fæddist með klumbufót. Það þýðir að vinstri fótur hans sneri öfugt þegar hann fæddist og það hafði meðal annars þau áhrif að vöðvauppbyggingin á fætinum er lítil sem er eðlilega mikill galli í körfubolta. Það hafði ekki mikil áhrif í yngri flokkunum en hafði mikið að segja þegar komið var á efsta stig í meistaraflokki. „Meistaraflokkur KR kallaði mig Kálfinn og ég grenjaði mig í koddann á hverju kvöldi,” segir Eldur og hlær. „Þetta var svona hópefli fyrir alla nema einn,“ segir hann. Eldur var í spelku til sjö ára aldurs og þá hafi eldri bróðir hans gengið á lagið og kallað hann hinn íslenska Forrest Gump. „Nema ég hljóp aldrei upp úr spelkunni,” segir Eldur léttur. Moldi sáði mikilvægum fræjum Þegar farið var að vera útséð með körfubolta drauminn lagði Eldur alla áherslu á jarðfræðinámið. Kennslan í faginu í MS hafði verið góð og áhugaverð, sérstaklega þökk sé kennara sem kallaður var Moldi, og hafði mikið um að segja að Eldur fetaði þessa braut. Að náminu loknu hafði hann þó meiri áhuga á hagnýttri jarðfræði en vísindastarfi og það leiddi til þess að hann hóf störf hjá Geysi Green Energy og fór að byggja jarðhitavirkjanir um allan heim, meðal annars í Kína. Þar hafi áhugi hans á Grænlandi kviknað. „Þegar ég var í Kína þá áttaði ég mig á því hvað Grænland var mikilvægt Kínverjum,“ segir Eldur. Kínverjar stýra að hans sögn, málmgreftri í heiminum og því vakti fókus þeirra á Grænlandi athygli hans. Kínverjar eigi nokkur rannsóknarleyfi í Grænlandi og það gerði það að verkum að Eldur fór að skoða Grænland ásamt samstarfsfólki sínu. Það leiddi svo til stofnun Amaroq Minerals sem nú er á barmi þess að hefja framleiðslu.
Amaroq Minerals Mest lesið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Samsláttur skapandi greina öflugur á Íslandi Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Sjá meira