Erlent

Drakk beint úr könnunni og svelgdist á

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Edgard LeBlanc Fils, forseti Haítí, fékk sér vænan sopa.
Edgard LeBlanc Fils, forseti Haítí, fékk sér vænan sopa. Skjáskot

Edgar Leblanc Fils, forseti Haítí, átti nokkuð neyðarlegt atvik á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í gær á meðan hann fór með ræðu fyrir þingsal. Í miðri ræðu virðist Fils hafa orðið þyrstur en þá greip hann í vatnskönnuna í staðinn fyrir glasið sitt og ætlaði að fá sér vænan sopa af vatninu.

Allt kom fyrir ekki og reyndist erfitt að sötra af könnunni en honum svelgdist á og féll vatn beint niður á jakkaföt forsetans. Myndskeið af atvikinu sem hefur vakið mikla kímni meðal netverja má berja augum í spilaranum hér að neðan.

Eftir þetta skondna atvik lét Fils eins og ekkert hafi í skorist og hélt áfram með ræðu sína en þegar hann lauk máli sínu greip hann í annað sinn í könnuna en í þetta sinn til að hella í glasið sitt sem hann drakk síðan úr á meðan lófaklapp ómaði í salnum. 

Hægt er að sjá atvikið í heild sinni í frétt norska fréttamiðilsins VG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×