Innlent

Staða karl­mennskunnar, kosninga­vetur og á­tök í Mið-Austur­löndum

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og prófessor mætir og ræðir nýja bók sína, „Þú ringlaði karlmaður, tilraun til kerfisuppfærslu“ sem vakið hefur mikla athygli, fjallar um átök kynjanna og endurskoðun viðhorfa í kjölfar metoo.

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor á Akureyri ræðir Úkraínu og Mið-austurlönd, ástand og horfur.

Sigmar Guðmundsson, Lilja Alfreðsdóttir og Jódís Skúladóttir ræða pólitík, áform um kosningar og þau augljósu átök sem framundan eru í vetur.

Vilhjálmur Birgisson formaður starfsgreinasambandsins krefst vaxtalækkunar í vikunni. Vaxtaákvörðunardagur er framundan og verkalýðshreyfingin hefur misst þolinmæðina gagnvart Seðlabanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×