Upphafið að endinum hjá Ten Hag? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 12:02 Er Ten Hag kominn á endastöð? EPA-EFE/PETER POWELL Manchester United hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og þá gerði liðið jafntefli við Twente frá Hollandi í Evrópudeildinni í vikunni. Næstu þrír leikir liðsins eru í erfiðari kantinum og gætu verið upphafið að endinum hjá þjálfara liðsins, Erik ten Hag. Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Það var mikil bjartsýni meðal stuðningsfólks Man United fyrir komandi tímabil þar sem Sir Jim Ratcliffe keypti hluta í félaginu og tók fótboltahliðina í gegn. Loksins virðist komin áætlun sem á að fylgja og stefnir félagið á að verða Englandsmeistari á 150 ára afmæli sínu árið 2028. Hvort Ten Hag verði enn við stjórnvölin á eftir að koma í ljós. Lið hans tapaði illa þegar erkifjendurnir í Liverpool heimsóttu Old Trafford fyrr á leiktíðinni. Þá kastaði liðið frá sér stigi á útivelli gegn Brighton & Hove Albion. Ten Hag ákvað að hvíla Marcus Rashford gegn Crystal Palace í leik sem lauk 0-0 en Rashford hafði loks verið að hitna. Rashford var hins vegar í liðinu gegn Twente þar sem almennt áhugaleysi, slæm færanýting og ömurlegur varnarleikur þýddi að Man United fékk aðeins stig á heimavelli. Í dag mætir Tottenham Hotspur á Old Trafford í leik sem bæði lið þurfa að vinna ætli þau sér að vera með í baráttunni um Meistaradeildarsæti í lok tímabils. Verkefni Rauðu djöflanna verður ekki einfaldara en í miðri viku halda þeir til Portúgals þar sem þeir mæta Porto í Evrópudeildinni. Gengi Man United í Portúgal undanfarin ár er nokkuð gott en gengi liðsins í undanförnum Evrópuleikjum er hins vegar skelfing. Eftir leikinn í Portúgal í miðri viku fara lærisveinar Ten Hag til Birmingham þar sem þeir mæta spræku liði Aston Villa. Fari svo að enginn af leikjunum þremur vinnist væri Man Utd búið að spila fimm leiki án sigurs og verður að teljast ólíklegt að Ten Hag haldist í starfi reynist það raunin. Ten Hag hefur áður verið tæpur á að missa starf sitt og voru orðrómar þess efnis undir lok síðasta tímabils. Í kjölfarið vann liðið tvo síðustu deildarleiki sína og vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina eftir góðan 2-1 sigur á Englandsmeisturum Manchester City í úrslitum. Hollenski þjálfarinn þarf á slíkum úrslitum að halda í næstu leikjum ætli hann sér að vera á hliðarlínunni þegar félagið gerir atlögu að enska meistaratitlinum árið 2028.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti