Fótbolti

Dag­skráin í dag: Stúkan tæklar stóru málin og Guð­rún gæti orðið meistari

Sindri Sverrisson skrifar
Skagamenn eiga enn fína möguleika á að ná Evrópusæti, með sigri gegn Stjörnunni í kvöld.
Skagamenn eiga enn fína möguleika á að ná Evrópusæti, með sigri gegn Stjörnunni í kvöld. vísir/Anton

Það verða beinar útsendingar frá fótbolta og NHL-deildinni í íshokkí á sportrásum Stöðvar 2 og Vodafone í dag.

Stjarnan og ÍA mætast í lokaleik fjórðu síðustu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta, á Stöð 2 Sport. Eftir tap Vals í gær eiga þessi lið svo sannarlega enn möguleika á að taka Evrópusætið af Valsmönnum á lokasprettinum.

Allt það helsta í Bestu deildinni verður svo rætt í Stúkunni strax eftir leikinn.

Á Vodafone Sport verður svo hægt að horfa á beina útsendingu frá leik Piteå og Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Landsliðskonan Guðrún Arnardóttir hefur unnið alla leiki tímabilsins með Rosengård og á liðið möguleika á að verða sænskur meistari í dag, ef önnur úrslit falla með liðinu, þó að þá verði enn fimm umferðir eftir.

Stöð 2 Sport

19.00 Stjarnan - ÍA (Besta deild karla)

21.20 Stúkan (Besta deild karla)

Vodafone Sport

16.50 Piteå - Rosengård (Sænska úrvalsdeild kvenna)

23.05 Panthers - Lightning (NHL)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×