Smartland greinir frá en þar segir að parið hafi byrjað að stinga saman nefjum í sumar. Þau hafi þekkst alla ævi, hafi verið saman í grunnskóla og tilheyrt sama vinahópnum sem ólst upp í Garðabæ.
Ingu Lind þarf vart að kynna, hún hefur um árabil verið ein þekktasta fjölmiðlakona landsins. Þessa dagana fer hún mikinn í framleiðslu fyrir fyrirtæki sitt Skot Productions, meðal annars við skemmtiþætti í Ríkisútvarpinu.
Sigurður Viðarsson var aðstoðarforstjóri Kviku þar til í sumar. Þar áður var hann forstjóri tryggingafélagsins TM.