Lífið

Lætur nettröllin ekki hafa á­hrif á sjálfs­myndina

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Florence Pugh leggur mikið upp úr jákvæðri líkamsímynd og lætur nettröllin ekki hafa áhrif á sjálfsmyndina.
Florence Pugh leggur mikið upp úr jákvæðri líkamsímynd og lætur nettröllin ekki hafa áhrif á sjálfsmyndina. Marleen Moise/Getty Images

„Það tekur auðvitað á að lesa andstyggilegar athugasemdir um líkamann minn,“ segir breska stórstjarnan og leikkonan Florence Pugh. Pugh leggur mikið upp úr sjálfsöryggi og jákvæðri líkamsímynd en segir að það geti verið erfiðara þegar fólk leyfir sér að hrauna yfir hana á Internetinu.

Pugh hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín í stórmyndum á borð við Don’t Worry Darling, Dune og Little Women. Þá fer hún með aðalhlutverk í væntanlegu kvikmyndinni We Live in Time.

Hún prýðir forsíðu breska Vogue þar sem hún opnar sig meðal annars um óhugnanlegar hliðar samfélagsmiðla og veraldarvefsins og líkamsskömm. Þó lætur hún nettröllin ekki hafa áhrif á sjálfsmyndina. 

„Internetið er mjög andstyggilegur staður. Það tekur á að lesa andstyggilegar athugasemdir um líkamann minn, sjálfsöryggið mitt eða þyngdina mína. Manni líður aldrei vel að gera það. En rauði þráðurinn hjá mér er að vera alltaf sönn og samkvæm sjálfri mér, aldrei að þykjast vera eða reyna að vera einhver önnur.

Það er ekki sjálfsöryggi í því að vona að fólki líki vel við mig. Sjálfsöryggið mitt einkennist til dæmis af því að ég vil ekki vera nein önnur en ég.“

Pugh hefur áður verið á forsíðum ýmissa tískutímarita og segist hafa þjálfað sig ágætlega í myndatökum. Þó finnist henni hún ekki vera fyrirsæta.

„Þú þarft að trúa því að þú eigir skilið að prýða þessar forsíður eða vera á þessum myndum og að þú sért falleg. Og núna veit ég hvað ég vil sýna. Ég veit hver ég vil vera og ég veit hvernig ég lít út. Ég er ekkert óörugg með sjálfa mig lengur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.