Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta Árni Sæberg skrifar 30. september 2024 12:20 Ófáir hafa keypt sér sígarettur í Drekanum í gegnum árin. Ætla má að einhverjum þeirra hafi verið smyglað til landsins. Vísir/Vilhelm Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar. Þeir Snorri Guðmundsson, sem rekið hefur söluturna undir merkjum Póló, og Sverrir Þór Gunnarsson, eigandi söluturnsins Drekans, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þegar mál á hendur þeim var þingfest. Varðar allt að sex ára fangelsi Þeir sæta ákæru, ásamt þriðja manni, fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Ásmunda Björg Baldursdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að Snorri og Sverrir Þór hafi neitað sök í morgun. Þriðji maðurinn, starfsmaður flutningafyrirtækisins Thoe shipping, sé erlendis og muni taka afstöðu til sakarefnis á fimmtudag. Aðalmeðferð í málinu hefjist svo í fyrri hluta desember. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða allt að sex ára fangelsis og greiðslu sekta að fjárhæð allt að tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Haldlögðu fjölda Rolex-úra Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Áfengi og tóbak Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Þeir Snorri Guðmundsson, sem rekið hefur söluturna undir merkjum Póló, og Sverrir Þór Gunnarsson, eigandi söluturnsins Drekans, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þegar mál á hendur þeim var þingfest. Varðar allt að sex ára fangelsi Þeir sæta ákæru, ásamt þriðja manni, fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Ásmunda Björg Baldursdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að Snorri og Sverrir Þór hafi neitað sök í morgun. Þriðji maðurinn, starfsmaður flutningafyrirtækisins Thoe shipping, sé erlendis og muni taka afstöðu til sakarefnis á fimmtudag. Aðalmeðferð í málinu hefjist svo í fyrri hluta desember. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða allt að sex ára fangelsis og greiðslu sekta að fjárhæð allt að tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Haldlögðu fjölda Rolex-úra Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra.
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira