Körfubolti

Dikembe Mutombo látinn

Aron Guðmundsson skrifar
Mutombo er goðsögn í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og var vel þekktur fyrir fagn sitt.
Mutombo er goðsögn í sögu NBA deildarinnar í körfubolta og var vel þekktur fyrir fagn sitt. Vísir/Getty

NBA goðsögnin Dikembe Mutombo er látinn 58 ára að aldri eftir baráttu við heilaæxli. NBA deildin greinir frá þessu í yfirlýsingu. 

Mutombo lék átján tímabil í NBA deildinni á árunum 1991 til 2009 með liðum á borð við Denver Nuggets, Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets og var átta sínum valinn í stjörnulið deildarinnar. 

Þá var hann fjórum sinnum kosinn besti varnarmaður deildarinnar hann er sem stendur sá leikmaður sem hefur varið næstflest skot í sögu deildarinnar. Alls 3289 skot.

„Dikembe Mutombo var merkari en lífið sjálft,“ segir Adam Silver stjórnandi NBA deildarinnar í yfirlýsingunni. „Innan vallar var hann einn besti varnarmaður sem NBA deildin hefur séð. Utan vallar lagði hann líf og sál í að hjálpa öðrum.“

Mutombo, sem var fyrsti alheims sendiherra NBA deildarinnar, fæddist í Kinshasa í Lýðveldinu Kongó þann 25.júní árið 1966. 

Eftir að hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna árið 2009 helgaði Mutombo sig góðgerðastarfi og mannúðarbaráttu. Þar brann hann fyrir því að hjálpa til í heimalandi sínu sem og Afríku í heild sinni. Hann hafði áður stofnað Dikembe Mutombo sjóðinn árið 1997.  Tólf árum áður en að skórnir fóru á hilluna. Sjóðurinn hafði það að markmiði að hjálpa til við að bæta aðstæður bágstaddra í Lýðveldinu Kongó. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×