Mutombo lék átján tímabil í NBA deildinni á árunum 1991 til 2009 með liðum á borð við Denver Nuggets, Atlanta Hawks, Philadelphia 76ers, New Jersey Nets, New York Knicks og Houston Rockets og var átta sínum valinn í stjörnulið deildarinnar.
Þá var hann fjórum sinnum kosinn besti varnarmaður deildarinnar hann er sem stendur sá leikmaður sem hefur varið næstflest skot í sögu deildarinnar. Alls 3289 skot.
NBA Global Ambassador and Naismith Basketball Hall of Famer Dikembe Mutombo passed away today at the age of 58 from brain cancer. He was surrounded by his family.
— NBA Communications (@NBAPR) September 30, 2024
NBA Commissioner Adam Silver issued the following statement. pic.twitter.com/fkFPaiMVD3
„Dikembe Mutombo var merkari en lífið sjálft,“ segir Adam Silver stjórnandi NBA deildarinnar í yfirlýsingunni. „Innan vallar var hann einn besti varnarmaður sem NBA deildin hefur séð. Utan vallar lagði hann líf og sál í að hjálpa öðrum.“
Mutombo, sem var fyrsti alheims sendiherra NBA deildarinnar, fæddist í Kinshasa í Lýðveldinu Kongó þann 25.júní árið 1966.
Eftir að hafa lagt körfuboltaskóna á hilluna árið 2009 helgaði Mutombo sig góðgerðastarfi og mannúðarbaráttu. Þar brann hann fyrir því að hjálpa til í heimalandi sínu sem og Afríku í heild sinni. Hann hafði áður stofnað Dikembe Mutombo sjóðinn árið 1997. Tólf árum áður en að skórnir fóru á hilluna. Sjóðurinn hafði það að markmiði að hjálpa til við að bæta aðstæður bágstaddra í Lýðveldinu Kongó.