Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2024 19:01 Tekist var á um menntamál á Menntaþingi í dag. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráð vill aftur taka upp samræmd próf. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nýtt matskerfi á döfinni. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir það jákvætt en breytingarnar hafi tekið of langan tíma. Vísir Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. Viðskiptaráð gagnrýndi stjórnvöld harðlega í sumar fyrir afnám samræmdra prófa úr skólakerfinu. Telur neyðarástand í skólakerfinu Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs var boðið á Menntaþing í dag þar sem hann sagði neyðarástand ríkja í skólakerfinu og mælti til þess að samræmd próf yrðu tekin upp aftur. „Stærsta breytingin sem hefur átt sér stað í skólakerfinu undanfarin fimmtán er að er að samræmdu prófin voru tekin úr sambandi og svo lögð niður. Það er stærsta breytingin á Íslandi miðað við önnur ríki. Íslandi hefur hrakað meira en við sjáum annars staðar. Við þurfum samræmda mælikvarða fyrir stór kerfi eins og grunnskólakerfið er,“ segir Björn. „Það er neyðarástand, nær helmingur drengja getur ekki lesið sér til gagns og þriðjungur stúlkna. Við viljum að í lok grunnskólagöngu verði tekið upp samræmt námsmat. Það geta verið alls konar hlutir í námskrá en við þurfum að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna. Þetta er ekki mjög flókið.“ Íslenskir grunnskólanemar standa sig mun verr í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum en aðrir nemar í OECD löndum. Þá var engin bekkur í grunnskólum sem viðmiði í lesfimisprófum í vor. Úr kynningu mennta- og barnamálaráðherra á Menntaþingi 2024.Vísir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra vonar að nýtt matskerfi taki á vandanum. Það verði tekið upp á næsta ári og sé fjölbreyttara en gömlu samræmdu prófin. „Við erum með frumvarp á leið inn í þing sem heitir Matsferill samræmt námsmat sem er gríðarlega umfangsmikið matskerfi. Það byggir á tvennu. Annars vegar sem matstæki á skólakerfið í heild. Hins vegar getur það virkað sem verkfæri dag frá degi inn í skólastofunni en það gerðu samræmdu prófin ekki,“ segir Ásmundur. Höfum rými til að verða betri Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins sagði á Menntaþingi í dag að sambandið væri hlynnt nýju matskerfi. Það mæli mun fleiri þætti en gömlu samræmdu prófin. Hann segir stjórnvöld þó hafa dregið lappirnar í málinu. „Það er engin launung að þetta er orðið of langt tímabil. Við treystum því að núna fari menn í það að búa rammann til. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er tilbúin. Við treystum því að við förum að búa til gæðastaðla. Viðskiptaráð notar orðið neyðarástand yfir ástand í skólakerfinu hér. Mér finnst það kannski ekki rétta orðið. En við höfum klárlega rými til bætingar í skólakerfinu,“ segir Magnús. Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Tengdar fréttir Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Viðskiptaráð gagnrýndi stjórnvöld harðlega í sumar fyrir afnám samræmdra prófa úr skólakerfinu. Telur neyðarástand í skólakerfinu Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs var boðið á Menntaþing í dag þar sem hann sagði neyðarástand ríkja í skólakerfinu og mælti til þess að samræmd próf yrðu tekin upp aftur. „Stærsta breytingin sem hefur átt sér stað í skólakerfinu undanfarin fimmtán er að er að samræmdu prófin voru tekin úr sambandi og svo lögð niður. Það er stærsta breytingin á Íslandi miðað við önnur ríki. Íslandi hefur hrakað meira en við sjáum annars staðar. Við þurfum samræmda mælikvarða fyrir stór kerfi eins og grunnskólakerfið er,“ segir Björn. „Það er neyðarástand, nær helmingur drengja getur ekki lesið sér til gagns og þriðjungur stúlkna. Við viljum að í lok grunnskólagöngu verði tekið upp samræmt námsmat. Það geta verið alls konar hlutir í námskrá en við þurfum að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna. Þetta er ekki mjög flókið.“ Íslenskir grunnskólanemar standa sig mun verr í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum en aðrir nemar í OECD löndum. Þá var engin bekkur í grunnskólum sem viðmiði í lesfimisprófum í vor. Úr kynningu mennta- og barnamálaráðherra á Menntaþingi 2024.Vísir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra vonar að nýtt matskerfi taki á vandanum. Það verði tekið upp á næsta ári og sé fjölbreyttara en gömlu samræmdu prófin. „Við erum með frumvarp á leið inn í þing sem heitir Matsferill samræmt námsmat sem er gríðarlega umfangsmikið matskerfi. Það byggir á tvennu. Annars vegar sem matstæki á skólakerfið í heild. Hins vegar getur það virkað sem verkfæri dag frá degi inn í skólastofunni en það gerðu samræmdu prófin ekki,“ segir Ásmundur. Höfum rými til að verða betri Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins sagði á Menntaþingi í dag að sambandið væri hlynnt nýju matskerfi. Það mæli mun fleiri þætti en gömlu samræmdu prófin. Hann segir stjórnvöld þó hafa dregið lappirnar í málinu. „Það er engin launung að þetta er orðið of langt tímabil. Við treystum því að núna fari menn í það að búa rammann til. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er tilbúin. Við treystum því að við förum að búa til gæðastaðla. Viðskiptaráð notar orðið neyðarástand yfir ástand í skólakerfinu hér. Mér finnst það kannski ekki rétta orðið. En við höfum klárlega rými til bætingar í skólakerfinu,“ segir Magnús.
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Tengdar fréttir Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44