Gríðarlega umfangsmikið matskerfi á leið inn í skólakerfið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. september 2024 19:01 Tekist var á um menntamál á Menntaþingi í dag. Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráð vill aftur taka upp samræmd próf. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir nýtt matskerfi á döfinni. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir það jákvætt en breytingarnar hafi tekið of langan tíma. Vísir Það er neyðarástand í skólakerfinu vegna þess að hætt var að nota samræmd próf sem viðmiðun fyrir fimmtán árum. Þetta er mat Viðskiptaráðs sem vill taka upp samræmd próf á ný. Menntamálaráðherra segir að nýtt matskerfi verði tekið upp næsta skólaár. Kennarasambandið styður nýja kerfið heilshugar. Viðskiptaráð gagnrýndi stjórnvöld harðlega í sumar fyrir afnám samræmdra prófa úr skólakerfinu. Telur neyðarástand í skólakerfinu Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs var boðið á Menntaþing í dag þar sem hann sagði neyðarástand ríkja í skólakerfinu og mælti til þess að samræmd próf yrðu tekin upp aftur. „Stærsta breytingin sem hefur átt sér stað í skólakerfinu undanfarin fimmtán er að er að samræmdu prófin voru tekin úr sambandi og svo lögð niður. Það er stærsta breytingin á Íslandi miðað við önnur ríki. Íslandi hefur hrakað meira en við sjáum annars staðar. Við þurfum samræmda mælikvarða fyrir stór kerfi eins og grunnskólakerfið er,“ segir Björn. „Það er neyðarástand, nær helmingur drengja getur ekki lesið sér til gagns og þriðjungur stúlkna. Við viljum að í lok grunnskólagöngu verði tekið upp samræmt námsmat. Það geta verið alls konar hlutir í námskrá en við þurfum að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna. Þetta er ekki mjög flókið.“ Íslenskir grunnskólanemar standa sig mun verr í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum en aðrir nemar í OECD löndum. Þá var engin bekkur í grunnskólum sem viðmiði í lesfimisprófum í vor. Úr kynningu mennta- og barnamálaráðherra á Menntaþingi 2024.Vísir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra vonar að nýtt matskerfi taki á vandanum. Það verði tekið upp á næsta ári og sé fjölbreyttara en gömlu samræmdu prófin. „Við erum með frumvarp á leið inn í þing sem heitir Matsferill samræmt námsmat sem er gríðarlega umfangsmikið matskerfi. Það byggir á tvennu. Annars vegar sem matstæki á skólakerfið í heild. Hins vegar getur það virkað sem verkfæri dag frá degi inn í skólastofunni en það gerðu samræmdu prófin ekki,“ segir Ásmundur. Höfum rými til að verða betri Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins sagði á Menntaþingi í dag að sambandið væri hlynnt nýju matskerfi. Það mæli mun fleiri þætti en gömlu samræmdu prófin. Hann segir stjórnvöld þó hafa dregið lappirnar í málinu. „Það er engin launung að þetta er orðið of langt tímabil. Við treystum því að núna fari menn í það að búa rammann til. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er tilbúin. Við treystum því að við förum að búa til gæðastaðla. Viðskiptaráð notar orðið neyðarástand yfir ástand í skólakerfinu hér. Mér finnst það kannski ekki rétta orðið. En við höfum klárlega rými til bætingar í skólakerfinu,“ segir Magnús. Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Tengdar fréttir Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Viðskiptaráð gagnrýndi stjórnvöld harðlega í sumar fyrir afnám samræmdra prófa úr skólakerfinu. Telur neyðarástand í skólakerfinu Björn Brynjúlfur Björnsson framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs var boðið á Menntaþing í dag þar sem hann sagði neyðarástand ríkja í skólakerfinu og mælti til þess að samræmd próf yrðu tekin upp aftur. „Stærsta breytingin sem hefur átt sér stað í skólakerfinu undanfarin fimmtán er að er að samræmdu prófin voru tekin úr sambandi og svo lögð niður. Það er stærsta breytingin á Íslandi miðað við önnur ríki. Íslandi hefur hrakað meira en við sjáum annars staðar. Við þurfum samræmda mælikvarða fyrir stór kerfi eins og grunnskólakerfið er,“ segir Björn. „Það er neyðarástand, nær helmingur drengja getur ekki lesið sér til gagns og þriðjungur stúlkna. Við viljum að í lok grunnskólagöngu verði tekið upp samræmt námsmat. Það geta verið alls konar hlutir í námskrá en við þurfum að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna. Þetta er ekki mjög flókið.“ Íslenskir grunnskólanemar standa sig mun verr í stærðfræði, lesskilningi og náttúruvísindum en aðrir nemar í OECD löndum. Þá var engin bekkur í grunnskólum sem viðmiði í lesfimisprófum í vor. Úr kynningu mennta- og barnamálaráðherra á Menntaþingi 2024.Vísir Gríðarlega umfangsmikið matskerfi Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra vonar að nýtt matskerfi taki á vandanum. Það verði tekið upp á næsta ári og sé fjölbreyttara en gömlu samræmdu prófin. „Við erum með frumvarp á leið inn í þing sem heitir Matsferill samræmt námsmat sem er gríðarlega umfangsmikið matskerfi. Það byggir á tvennu. Annars vegar sem matstæki á skólakerfið í heild. Hins vegar getur það virkað sem verkfæri dag frá degi inn í skólastofunni en það gerðu samræmdu prófin ekki,“ segir Ásmundur. Höfum rými til að verða betri Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins sagði á Menntaþingi í dag að sambandið væri hlynnt nýju matskerfi. Það mæli mun fleiri þætti en gömlu samræmdu prófin. Hann segir stjórnvöld þó hafa dregið lappirnar í málinu. „Það er engin launung að þetta er orðið of langt tímabil. Við treystum því að núna fari menn í það að búa rammann til. Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er tilbúin. Við treystum því að við förum að búa til gæðastaðla. Viðskiptaráð notar orðið neyðarástand yfir ástand í skólakerfinu hér. Mér finnst það kannski ekki rétta orðið. En við höfum klárlega rými til bætingar í skólakerfinu,“ segir Magnús.
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Grunnskólar Tengdar fréttir Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01 Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar í menntakerfinu framundan Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir að framundan séu einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. 9. ágúst 2024 08:01
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent