„Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 1. október 2024 09:02 Arnar Þór Jónsson segir að leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag sé að hlýða öllu sem manni sé sagt. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda. Þetta sagði Arnar í Pallborðinu á Vísi, en þar ræddu hann, Jón Gnarr, félagi í Viðreisn og fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni og fyrrverandi ritsjóri, voru gestir Pallborðsins. Þeir þrír eiga það sameiginlegt að stefna á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Þessi frasi um að íslensk stjórnmál í dag snúist öll um málamiðlanir. Ég myndi svara því með því að segja að það séu óheilindi gagnvart kjósendum. Því kjósendur kjósa sinn flokk á grundvelli einhverra loforða, sem flokkarnir gefa. Það eru óheilindi fólgin í því þegar flokkarnir snúa sér við daginn eftir kjördag og fara að vinna með fólki sem hefur allt aðra stefnu og allt fer í einhvern hrærigraut,“ sagði Arnar. Hann bætti við að honum þætti undanfarin ár, þau sem væru undir núverandi ríkisstjórn, hafa verið einn af lágpunktum í íslenskum stjórnmálum. „Mér er ekki illa við þá sem eru í Sjálfstæðisflokknum, en ég hef gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig flokkurinn hefur svikist undan merkjum,“ sagði Arnar. Hann sagðist tilbúinn að vinna með þeim sem styddu þá klassísku frjálshyggjustefnu sem hann talar fyrir. „En ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum eigin prinsippum til þess að öðlast pólitískan frama. Ég hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum og hlýtt öllu og gert allt sem mér var sagt, og gagnrýnt aldrei. Það er leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag,“ sagði Arnar. „Ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum prinsippum. Þá myndi ég fremur kjósa- má ég segja það? – rífa kjaft í stjórnarandstæðu á hreinum prinsipp-ástæðum, heldur en að vera búinn að svíkja sjálfan mig til að öðlast völd.“ Málamiðlanir hluti af lýðræðinu Jón Gnarr sagðist ekki sammála Arnari varðandi ríkisstjórnina. Hann sagðist frekar trúa því að hún hefði staðið sig vel á erfiðum tímum þar sem hún hefði þurft að takast á við heimsfaraldur og erfið eldsumbrot á Reykjanesskaga. Einnig sagði hann málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálum. „Ég vil hafa frelsi til þess að gera það sem mig langar til þess að finna mína lífshamingju, svo framarlega sem ég geng ekki á rétt annars fólks til að ganga sína leið. Mér finnst að þar þurfi alltaf að vera málamiðlun. Það er ekki hægt öðruvísi en að það sé málamiðlun. Mér finnst það vera kjarninn í lýðræðinu, lýðræðið er svolítil málamiðlun,“ sagði Jón. Sjálfur sagðist hann ekki útiloka samstarf við neinn flokk, en tók fram að hann væri bara einn einstaklingur og gæti því ekki talað fyrir hönd alls flokksins. Betra ef ríkisstjórnin sé ekki bland í poka Þórður Snær sagði Samfylkinguna hafa mestan áhuga á að mynda mið- eða miðvinstri stjórn. Best væri að það væri með flokkum sem væru að toga allir í sömu átt. „Við þurfum ríkisstjórn sem getur mótað einhverja langtíma stefnu og einhverja langtíma sýn. Ég er eiginlega sammála því sem Arnar sagði áðan að það er betra að hún sé skipuð flokkum sem eru nær hver öðrum í hugmyndafræði frekar en þetta bland í poka sem við stöndum uppi með núna.“ Lýðræðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Þetta sagði Arnar í Pallborðinu á Vísi, en þar ræddu hann, Jón Gnarr, félagi í Viðreisn og fyrrverandi borgarstjóri, og Þórður Snær Júlíusson, félagi í Samfylkingunni og fyrrverandi ritsjóri, voru gestir Pallborðsins. Þeir þrír eiga það sameiginlegt að stefna á þing í komandi kosningum fyrir þrjá mismunandi flokka. „Þessi frasi um að íslensk stjórnmál í dag snúist öll um málamiðlanir. Ég myndi svara því með því að segja að það séu óheilindi gagnvart kjósendum. Því kjósendur kjósa sinn flokk á grundvelli einhverra loforða, sem flokkarnir gefa. Það eru óheilindi fólgin í því þegar flokkarnir snúa sér við daginn eftir kjördag og fara að vinna með fólki sem hefur allt aðra stefnu og allt fer í einhvern hrærigraut,“ sagði Arnar. Hann bætti við að honum þætti undanfarin ár, þau sem væru undir núverandi ríkisstjórn, hafa verið einn af lágpunktum í íslenskum stjórnmálum. „Mér er ekki illa við þá sem eru í Sjálfstæðisflokknum, en ég hef gert alvarlegar athugasemdir við það hvernig flokkurinn hefur svikist undan merkjum,“ sagði Arnar. Hann sagðist tilbúinn að vinna með þeim sem styddu þá klassísku frjálshyggjustefnu sem hann talar fyrir. „En ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum eigin prinsippum til þess að öðlast pólitískan frama. Ég hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum og hlýtt öllu og gert allt sem mér var sagt, og gagnrýnt aldrei. Það er leiðin til pólitísks frama á Íslandi í dag,“ sagði Arnar. „Ég er ekki tilbúinn að brjóta gegn mínum prinsippum. Þá myndi ég fremur kjósa- má ég segja það? – rífa kjaft í stjórnarandstæðu á hreinum prinsipp-ástæðum, heldur en að vera búinn að svíkja sjálfan mig til að öðlast völd.“ Málamiðlanir hluti af lýðræðinu Jón Gnarr sagðist ekki sammála Arnari varðandi ríkisstjórnina. Hann sagðist frekar trúa því að hún hefði staðið sig vel á erfiðum tímum þar sem hún hefði þurft að takast á við heimsfaraldur og erfið eldsumbrot á Reykjanesskaga. Einnig sagði hann málamiðlanir gegna mikilvægu hlutverki í stjórnmálum. „Ég vil hafa frelsi til þess að gera það sem mig langar til þess að finna mína lífshamingju, svo framarlega sem ég geng ekki á rétt annars fólks til að ganga sína leið. Mér finnst að þar þurfi alltaf að vera málamiðlun. Það er ekki hægt öðruvísi en að það sé málamiðlun. Mér finnst það vera kjarninn í lýðræðinu, lýðræðið er svolítil málamiðlun,“ sagði Jón. Sjálfur sagðist hann ekki útiloka samstarf við neinn flokk, en tók fram að hann væri bara einn einstaklingur og gæti því ekki talað fyrir hönd alls flokksins. Betra ef ríkisstjórnin sé ekki bland í poka Þórður Snær sagði Samfylkinguna hafa mestan áhuga á að mynda mið- eða miðvinstri stjórn. Best væri að það væri með flokkum sem væru að toga allir í sömu átt. „Við þurfum ríkisstjórn sem getur mótað einhverja langtíma stefnu og einhverja langtíma sýn. Ég er eiginlega sammála því sem Arnar sagði áðan að það er betra að hún sé skipuð flokkum sem eru nær hver öðrum í hugmyndafræði frekar en þetta bland í poka sem við stöndum uppi með núna.“
Lýðræðisflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira